„Mér fannst við geta klárað þetta þarna í restina en hann fær frítt skot á punktalínunni og þetta dettur því með þeim og þeir klára þennan leik," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK eftir 29-28 tap gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld.
„Við komumst einu marki yfir þegar tíu mínútur eru eftir og með ágætis meðbyr með okkur en þetta gekk ekki. Við lendum undir í fyrri hálfleik og vörnin er ekki að virka, svo komum við aftur og það tekur mikla orku og mikinn karakter. Þetta er bara járn í járn í restina og þetta dettur þeirra megin."
„Við höfum innbyrgðisviðureignirnar á Haukana og þetta er bara eitt stig núna, maður sér að öll lið eru að taka stig af öllum þannig þetta er hvergi nærri búið," sagði Bjarki.
Bjarki: Mjög sárt
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn