Lífið

Fjör á frumsýningu hjá Páli Óskari

Blásið var til frumsýningar á tónleikamynd Páls Óskars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Smárabíói á miðvikdag en geisla- og mynddiskar með tónleikum söngvarans og hljómsveitarinnar verða væntanlega í fjölmörgum jólapökkum þetta árið.

Tónleikarnir þóttu einstaklega vel heppnaðir og áhorfendur í Eldborgarsal Hörpu fengu sitthvað fyrir sinn snúð.

Þeir geta nú endurupplifað þessa lífsreynslu sína og hinir fjölmörgu aðdáendur Páls sem ekki komust í þetta skiptið geta bætt sér upp missinn með því kyrja Gordjöss og Allt fyrir ástina heima í stofu um jólin.

Smellið á myndina til að fletta myndasafninu. Hér fyrir ofan má einnig sjá sýnishorn úr tónleikamyndinni sem var frumsýnt hér á Vísi fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.