Stjórnlagaþing í boði Alþingis Gunnar Helgi Kristinsson skrifar 28. janúar 2011 08:00 Samkvæmt íslensku stjórnarskránni er bara ein leið til að gera á henni breytingar. Hún er sú að Alþingi samþykki slíkar breytingar tvisvar, með þingkosningum á milli. Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar var gerð tillaga á Alþingi um breytingu á stjórnarskrá sem átti að tryggja aðkomu þjóðkjörins stjórnlagaþings að samningu nýrrar stjórnarskrár. Vegna málþófs í þinginu náðist ekki að samþykkja hana. Afleiðing þess að við búum við óbreytt ákvæði um breytingar á stjórnarskrá er að Alþingi hefur bæði rétt og skyldu til að fjalla efnislega um slíkar breytingar. Það getur valið um ólíkar leiðir til að undirbúa breytingar á stjórnarskrá, en það getur ekki afsalað sér þeirri ábyrgð sem stjórnarskráin leggur því á herðar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að undirbúa stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal skipun stjórnarskrárnefnda. Þótt breytingar hafi verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina hefur þessi leið ekki náð að skila þeirri heildarendurskoðun sem samstaða var um að gera í framhaldi af setningu stjórnarskrárinnar 1944. Með lögum um stjórnlagaþing ákvað Alþingi að leita álits þjóðarinnar um skipun þings sem hefði það hlutverk að semja frumvarp að breyttri stjórnarskrá. Með því var ný og athyglisverð leið farin við samningu á stjórnarskrá, þótt ýmislegt hefði mátt betur fara við undirbúning málsins. Eftir sem áður liggur hin formlega og efnislega ábyrgð á samþykkt nýrrar stjórnarskrár alfarið hjá Alþingi. Það 85,1% kjósenda sem kaus til Alþingis í apríl 2009 var öðrum þræði að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á því hlutverki. Nú hefur komið í ljós að framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings var ekki í samræmi við lög og kosningin því, samkvæmt dómi Hæstaréttar, ógild. Við þær aðstæður þarf Alþingi að huga að því hvort það vill endurtaka kosninguna eða fara aðrar leiðir við að leita sér ráðgjafar við samningu stjórnarskrárfrumvarps. Á það hefur verið bent að þótt aðfinnslur Hæstaréttar við framkvæmd kosningarinnar séu vissulega alvarlegar bendi ekkert til þess að slök framkvæmd hafi haft áhrif á niðurstöðurnar. Ein af þeim leiðum sem Alþingi getur farið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin er að skipa sjálft nýtt stjórnlagaþing. Verkefni þess og formleg staða þyrftu ekki að vera í neinu frábrugðin þeim sem stefnt var að með fyrri lögum um stjórnlagaþing. Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálfsögðu frjálst að fara fram á það við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taki sæti á nýju stjórnlagaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslensku stjórnarskránni er bara ein leið til að gera á henni breytingar. Hún er sú að Alþingi samþykki slíkar breytingar tvisvar, með þingkosningum á milli. Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar var gerð tillaga á Alþingi um breytingu á stjórnarskrá sem átti að tryggja aðkomu þjóðkjörins stjórnlagaþings að samningu nýrrar stjórnarskrár. Vegna málþófs í þinginu náðist ekki að samþykkja hana. Afleiðing þess að við búum við óbreytt ákvæði um breytingar á stjórnarskrá er að Alþingi hefur bæði rétt og skyldu til að fjalla efnislega um slíkar breytingar. Það getur valið um ólíkar leiðir til að undirbúa breytingar á stjórnarskrá, en það getur ekki afsalað sér þeirri ábyrgð sem stjórnarskráin leggur því á herðar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að undirbúa stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal skipun stjórnarskrárnefnda. Þótt breytingar hafi verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina hefur þessi leið ekki náð að skila þeirri heildarendurskoðun sem samstaða var um að gera í framhaldi af setningu stjórnarskrárinnar 1944. Með lögum um stjórnlagaþing ákvað Alþingi að leita álits þjóðarinnar um skipun þings sem hefði það hlutverk að semja frumvarp að breyttri stjórnarskrá. Með því var ný og athyglisverð leið farin við samningu á stjórnarskrá, þótt ýmislegt hefði mátt betur fara við undirbúning málsins. Eftir sem áður liggur hin formlega og efnislega ábyrgð á samþykkt nýrrar stjórnarskrár alfarið hjá Alþingi. Það 85,1% kjósenda sem kaus til Alþingis í apríl 2009 var öðrum þræði að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á því hlutverki. Nú hefur komið í ljós að framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings var ekki í samræmi við lög og kosningin því, samkvæmt dómi Hæstaréttar, ógild. Við þær aðstæður þarf Alþingi að huga að því hvort það vill endurtaka kosninguna eða fara aðrar leiðir við að leita sér ráðgjafar við samningu stjórnarskrárfrumvarps. Á það hefur verið bent að þótt aðfinnslur Hæstaréttar við framkvæmd kosningarinnar séu vissulega alvarlegar bendi ekkert til þess að slök framkvæmd hafi haft áhrif á niðurstöðurnar. Ein af þeim leiðum sem Alþingi getur farið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin er að skipa sjálft nýtt stjórnlagaþing. Verkefni þess og formleg staða þyrftu ekki að vera í neinu frábrugðin þeim sem stefnt var að með fyrri lögum um stjórnlagaþing. Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálfsögðu frjálst að fara fram á það við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taki sæti á nýju stjórnlagaþingi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun