Enn er neyð á Haítí Anna Stefánsdóttir skrifar 12. janúar 2011 06:00 Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns búa í tjöldum. Fréttir berast af ofbeldisverkum, sérstaklega gagnvart konum. Kólerufaraldur geisar. Hafa raunir þessarar þjóðar engan endi? Þó að ástandið á Haítí sé nöturlegt enn þá hefur neyðaraðstoð komið í veg fyrir ennþá alvarlegri afleiðingar skjálftans. Og, sem ekki er minna um vert, þá hefur gjafmildi alþjóðasamfélagsins tryggt að fjármunir eru til staðar í uppbygginguna, sem vonandi fer brátt að ganga hraðar. Rústabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sýndi okkur Íslendingum hversu miklu þrautþjálfaður hópur manna með afmarkað starfssvið getur áorkað þegar brugðist er við hratt og örugglega. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa einnig unnið þrekvirki, einkum við umönnun sjúkra og slasaðra og útvegun vatns og hreinlætisaðstöðu. Starfið heldur áfram. Fyrir tilstilli almennings og íslenskra stjórnvalda, sem hafa lagt fram fé til hjálparstarfs Rauða krossins, er hópur haítískra sjálfboðaliða núna að fræða fórnarlömb jarðskjálftans um mikilvægi hreinlætis til að hefta útbreiðslu kóleru, sem hefur þegar dregið 3.000 manns til dauða. Við hjá Rauða krossi Íslands gerum ráð fyrir að hlúa áfram að þurfandi fólki á Haítí næstu tvö árin. Margar hendur vinna létt verk. Á vegum Rauða kross félaga víðs vegar að í heiminum hafa 172 þúsund fjölskyldur á Haítí fengið efni til að koma sér upp skjóli, 216 þúsund manns hafa notið heilbrigðisþjónustu og 317 þúsund manns fá daglega drykkjarvatn frá Rauða krossinum. Oft hættir okkur til að einblína á það sem miður fer. Og það er hvergi auðveldara en á Haítí. En þá er gott að hafa í huga að þjóðir heims hafa lofað miklum fjárhæðum til endurreisnarinnar. Þó að hún hafi enn ekki hafist að ráði þá eru nú stofnanir og fjármunir til staðar. Ef allt fer að okkar björtustu vonum þá verður ekki bara byggt upp eftir jarðskjálftann heldur verður Haítímönnum hjálpað að bæta sitt samfélag til langrar framtíðar. Á meðan munum við hjá Rauða krossinum halda áfram að vinna með okkar fólki á Haítí við að draga úr neyðinni, sem er svo sannarlega enn til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns búa í tjöldum. Fréttir berast af ofbeldisverkum, sérstaklega gagnvart konum. Kólerufaraldur geisar. Hafa raunir þessarar þjóðar engan endi? Þó að ástandið á Haítí sé nöturlegt enn þá hefur neyðaraðstoð komið í veg fyrir ennþá alvarlegri afleiðingar skjálftans. Og, sem ekki er minna um vert, þá hefur gjafmildi alþjóðasamfélagsins tryggt að fjármunir eru til staðar í uppbygginguna, sem vonandi fer brátt að ganga hraðar. Rústabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sýndi okkur Íslendingum hversu miklu þrautþjálfaður hópur manna með afmarkað starfssvið getur áorkað þegar brugðist er við hratt og örugglega. Sendifulltrúar Rauða kross Íslands hafa einnig unnið þrekvirki, einkum við umönnun sjúkra og slasaðra og útvegun vatns og hreinlætisaðstöðu. Starfið heldur áfram. Fyrir tilstilli almennings og íslenskra stjórnvalda, sem hafa lagt fram fé til hjálparstarfs Rauða krossins, er hópur haítískra sjálfboðaliða núna að fræða fórnarlömb jarðskjálftans um mikilvægi hreinlætis til að hefta útbreiðslu kóleru, sem hefur þegar dregið 3.000 manns til dauða. Við hjá Rauða krossi Íslands gerum ráð fyrir að hlúa áfram að þurfandi fólki á Haítí næstu tvö árin. Margar hendur vinna létt verk. Á vegum Rauða kross félaga víðs vegar að í heiminum hafa 172 þúsund fjölskyldur á Haítí fengið efni til að koma sér upp skjóli, 216 þúsund manns hafa notið heilbrigðisþjónustu og 317 þúsund manns fá daglega drykkjarvatn frá Rauða krossinum. Oft hættir okkur til að einblína á það sem miður fer. Og það er hvergi auðveldara en á Haítí. En þá er gott að hafa í huga að þjóðir heims hafa lofað miklum fjárhæðum til endurreisnarinnar. Þó að hún hafi enn ekki hafist að ráði þá eru nú stofnanir og fjármunir til staðar. Ef allt fer að okkar björtustu vonum þá verður ekki bara byggt upp eftir jarðskjálftann heldur verður Haítímönnum hjálpað að bæta sitt samfélag til langrar framtíðar. Á meðan munum við hjá Rauða krossinum halda áfram að vinna með okkar fólki á Haítí við að draga úr neyðinni, sem er svo sannarlega enn til staðar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar