Erlent

Eldgos í Japan - viðvörun vegna öskumengunar gefin út

Eldfjallið Kirishna í Japan byrjaði að gjósa í gærkvöldi og er sennilega stærsta eldgosið í fjallagarðinum, sem Kirishna tilheyrir, síðan árið 1959.

Flugumferðayfirvöld í Japan hafa gefið út viðvörun vegna öskumengunar sem stafar frá fjallinu. Eldfjallið tilheyrir eldfjallagarði á eyjunni Kyushu en þar er nokkur eldfjallavirkni. Gosin þar eru yfirleitt frekar smá í sniðum.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af gosinu frá því í morgun frá japanskri fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×