Móðir grætur á öxl dóttur sinnar - Áhrif heimilisofbeldis Erla Hlynsdóttir skrifar 18. febrúar 2011 13:00 Teikning sem birtist í skýrslu Barnaheilla Börn sem horfa upp á fjölskyldumeðlimi sína, móður eða systkyni, verða fyrir ofbeldi eiga til að fyllast sektarkennd yfir því að þau hafi ekki sjálf orðið fyrir ofbeldi. Einnig er algengt að þeim líði illa yfir því að þau hafi ekki hjálpað þeim sem varð fyrir ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla um félagslegan stuðning og úrræði fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. „Þau upplifa kannski gríðarlega streitu, vegna þess að þau vita að í hvert sinn sem pabbi kemur að sækja þau, þá fer allt í loftið. Hann öskrar og æpir og lemur mömmu ... og þau sjá að það er þeim að kenna að pabbi lemur mömmu," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla.Börnin gera óraunhæfar kröfur til sín Algengt er að börn sem búa við ofbeldi á heimilinu geri órauhhæfar kröfur til sín og gangi inn í alls konar óásættanleg hlutverk sem þau hafa ekki þroska til að sinna. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari hegðun. Sumum barnanna finnst þau vera að bæta fyrir eitthvað sem þaú telja að þau hafi gert rangt, eða þaú telja sig vera að draga úr líkum á frekari spennu á heimilinu. Þannig reyna þau að vernda sig og aðra meðlimi fjölskyldunnar.Lítill drengur leitaði að húsnæði fyrir móður sína Í skýrslunni greinir starfskona Kvennaathvarfsins einnig frá „sláandi dæmi um þá ábyrgð, sem ungt barn tekur á sig, til að styðja móður sína. Átta ára drengur kom reglulega til starfskvennanna og bað um leigulista til að finna húsnæði fyrir sig og móður sína. Hann reyndi að finna út hvar ódýrast væri fyrir þau að leigja, með tilliti til staðsetningar, hversu háar húsaleigubætur væru greiddar í viðkomandi sveitarfélagi, og hver ferðakostnaðurinn yrði fyrir móður hans til að komast til vinnu."Fjögurra ára með mömmu grátandi á öxlinni Erlendar rannsóknir sýna einnig hvernig ung börn sem búa við ofbeldi eldast mun hraðar en árafjöldi þeirra segir til um. „Mamma grét á öxlinni á mér, en á það ekki að vera öfugt? Átt það ekki að vera þú sem ert grátandi á öxlunum á mömmu þinni? Ég sat í tröppunum með mömmu, fjögurra ára, hún grátandi á öxlinni á mér, spyrjandi mig hvað hún ætti að gera. En ég veit það ekki. Ég veit ekki hvernig á að bregðast við svona aðstæðum fjögurra ára gömul og þess vegna skilur þetta mikið eftir sig. Maður eldist fljótar," segir unglingsstúlkan Jodie við breska rannsakendur sem á síðasta ári birti niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum heimilisofbeldis á börn. Tengdar fréttir Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. 18. febrúar 2011 08:30 Fá börn komast í sérhannaða meðferð Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin. Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. "Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla. Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. "Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 18. febrúar 2011 11:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Börn sem horfa upp á fjölskyldumeðlimi sína, móður eða systkyni, verða fyrir ofbeldi eiga til að fyllast sektarkennd yfir því að þau hafi ekki sjálf orðið fyrir ofbeldi. Einnig er algengt að þeim líði illa yfir því að þau hafi ekki hjálpað þeim sem varð fyrir ofbeldinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla um félagslegan stuðning og úrræði fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. „Þau upplifa kannski gríðarlega streitu, vegna þess að þau vita að í hvert sinn sem pabbi kemur að sækja þau, þá fer allt í loftið. Hann öskrar og æpir og lemur mömmu ... og þau sjá að það er þeim að kenna að pabbi lemur mömmu," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla.Börnin gera óraunhæfar kröfur til sín Algengt er að börn sem búa við ofbeldi á heimilinu geri órauhhæfar kröfur til sín og gangi inn í alls konar óásættanleg hlutverk sem þau hafa ekki þroska til að sinna. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari hegðun. Sumum barnanna finnst þau vera að bæta fyrir eitthvað sem þaú telja að þau hafi gert rangt, eða þaú telja sig vera að draga úr líkum á frekari spennu á heimilinu. Þannig reyna þau að vernda sig og aðra meðlimi fjölskyldunnar.Lítill drengur leitaði að húsnæði fyrir móður sína Í skýrslunni greinir starfskona Kvennaathvarfsins einnig frá „sláandi dæmi um þá ábyrgð, sem ungt barn tekur á sig, til að styðja móður sína. Átta ára drengur kom reglulega til starfskvennanna og bað um leigulista til að finna húsnæði fyrir sig og móður sína. Hann reyndi að finna út hvar ódýrast væri fyrir þau að leigja, með tilliti til staðsetningar, hversu háar húsaleigubætur væru greiddar í viðkomandi sveitarfélagi, og hver ferðakostnaðurinn yrði fyrir móður hans til að komast til vinnu."Fjögurra ára með mömmu grátandi á öxlinni Erlendar rannsóknir sýna einnig hvernig ung börn sem búa við ofbeldi eldast mun hraðar en árafjöldi þeirra segir til um. „Mamma grét á öxlinni á mér, en á það ekki að vera öfugt? Átt það ekki að vera þú sem ert grátandi á öxlunum á mömmu þinni? Ég sat í tröppunum með mömmu, fjögurra ára, hún grátandi á öxlinni á mér, spyrjandi mig hvað hún ætti að gera. En ég veit það ekki. Ég veit ekki hvernig á að bregðast við svona aðstæðum fjögurra ára gömul og þess vegna skilur þetta mikið eftir sig. Maður eldist fljótar," segir unglingsstúlkan Jodie við breska rannsakendur sem á síðasta ári birti niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum heimilisofbeldis á börn.
Tengdar fréttir Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. 18. febrúar 2011 08:30 Fá börn komast í sérhannaða meðferð Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin. Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. "Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla. Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. "Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 18. febrúar 2011 11:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. 18. febrúar 2011 08:30
Fá börn komast í sérhannaða meðferð Fæst börn sem búa við ofbeldi gegn móður og dvejast í Kvennaathvarfinu, uppfylla skilyrði til að fá að taka þátt í nýrri hópmeðferð á vegum Barnaverndarstofu. Miklar vonir voru bundnar við þetta úrræði fyrir börn sem búa við ofbeldi en það hefur ekki gengið eftir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla á félagslegum stuðningi og úrræðum fyrir börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. Þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá að taka þátt í meðferðinni eru að börnin tali íslensku, að þau séu eldri en fimm ára og að þaú búi ekki lengur á hemili þar sem ofbeldi á sér stað. Að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins uppfylla fæst börnin öll þessi skilyrði. Algengt er að börn komi og dveli í Kvennaathvarfinu með mæðrum sínum. Athvarfið tilkynnir til barnaverndar um mál er varða börn sem búa við ofbeldi gegn móður. Þar með er litið svo á að sksyldu um stuðning við börn hafi verið framfylgt, þar er athvarfið hefur engin önnur úrræði fyrir börnin. Aðeins nokkrum börnum vísað í meðferðina Miklar vonir voru bundnar við hópmeðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var Kvennaathvarfinu veitt sérstök heimild til að vísa börnum beint þangað, án milligöngu barnaverndaryfirvalda. Það fyrirkomulag hefur hins vegar ekki virkað sem skyldi því athvarfið hefur aðeins getað vísað nokkrum börnum í meðferðina. "Aðal þjónustan sem við sjáum að þessar fjölskyldur fá er hin almenna félagsþjónusta í sambandi við húsnæði eða fjárhagsaðstoð eða þess háttar. Við sjáum svo sem ekki mikið þar fyrir utan. Það er náttúrulega til þetta úrræði fyrir börn sem bjuggu við ofbeldi, sem Barnaverndarstofa setti á laggirnar, sem er rosalega flott, en hefur svo sem ekki nýst mörgum börnum hingað til," er haft eftir framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins í skýrslu Barnaheilla. Fara aftur heim í fjárhagslegt öryggi Samkvæmt tölum úr athvarfinu fer um helmingur kvenna aftur heim í sömu aðstæður að dvölinni lokinni. Samkvæmt starfskonu Kvennaathvarfsins virðist ekki líklegra að konur yfirgefi ofbeldismann barnanna vegna heldur geti hið gagnstæða átt við. "Við sjáum ekkert síður að konur með börn fari aftur heim heldur en barnlausu konurnar. Börnin eru þá ekki endilega fyrirstaða ... og jafnvel gefa sumar þær skýringar að þær fari heim aftur til ofbeldismannsins af því þær geti ekki boðið börnunum mannsæmandi líf án fjárhagslegs öryggis sem þau hafa heima," segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 18. febrúar 2011 11:06