Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi 18. febrúar 2011 08:30 Forsvarsmenn barnastofnana landsins sátu málþing Barnaheilla í gær og ræddu niðurstöður í nýrri skýrslu samtakanna, Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi.fréttablaðið/valli Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Petrína segir að við vinnslu skýrslu Barnaheilla, þar sem fram kom að um 2.000 börn yrðu vitni að heimilisofbeldi á ári hverju hér á landi, hafi sér komið mest á óvart hve lítið hafi verið talað við börnin. „Til dæmis er enginn barnastarfsmaður í Kvennaathvarfinu lengur,“ segir hún. „Það eru miklar væntingar til barnaverndar og okkur finnst stórt bil á milli þeirra væntinga og þess sem raunverulega er verið að gera.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að hvorki skólasálfræðingar sem rætt var við né starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) hafi fengið til sín mál þar sem veita hafi þurft börnum sem hafi orðið vitni að heimilisofbeldi, aðstoð eða þjónustu. Enginn af þeim kannaðist við að hafa fengið tilvísanir um mál af þessum toga, hvorki frá félagsþjónustu né starfsfólki skóla. Þau börn sem send eru í skimun eða nánari greiningu virðast almennt ekki vera spurð hvort ofbeldi sé gagnvart móður eða milli foreldra á heimilinu. Þar sé sárlega þörf á frekari úrræðum og úrbótum. Barnaverndarstofa byrjaði á síðasta ári með hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi en búa ekki við það lengur. Meðferðin er fyrir börn sem eru eldri en fimm ára og skilja og tala íslensku. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir úrræðið mjög þýðingarmikið og hafa gefist vel. Þrír hópar hafa fengið meðferð og í allt eru komnar 34 umsóknir til Barnaverndarstofu. „Ég sé fram á það að þetta verði fastur liður í okkar þjónustu og vona að hún geti eflst í framtíðinni,“ segir Bragi. „Á hinn bóginn má segja að hún leysi ekki vandann. Það sem þarf til viðbótar þessu er bráðahjálp strax í kjölfar atvika þar sem heimilisofbeldi á sér stað.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Petrína segir að við vinnslu skýrslu Barnaheilla, þar sem fram kom að um 2.000 börn yrðu vitni að heimilisofbeldi á ári hverju hér á landi, hafi sér komið mest á óvart hve lítið hafi verið talað við börnin. „Til dæmis er enginn barnastarfsmaður í Kvennaathvarfinu lengur,“ segir hún. „Það eru miklar væntingar til barnaverndar og okkur finnst stórt bil á milli þeirra væntinga og þess sem raunverulega er verið að gera.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að hvorki skólasálfræðingar sem rætt var við né starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) hafi fengið til sín mál þar sem veita hafi þurft börnum sem hafi orðið vitni að heimilisofbeldi, aðstoð eða þjónustu. Enginn af þeim kannaðist við að hafa fengið tilvísanir um mál af þessum toga, hvorki frá félagsþjónustu né starfsfólki skóla. Þau börn sem send eru í skimun eða nánari greiningu virðast almennt ekki vera spurð hvort ofbeldi sé gagnvart móður eða milli foreldra á heimilinu. Þar sé sárlega þörf á frekari úrræðum og úrbótum. Barnaverndarstofa byrjaði á síðasta ári með hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi en búa ekki við það lengur. Meðferðin er fyrir börn sem eru eldri en fimm ára og skilja og tala íslensku. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir úrræðið mjög þýðingarmikið og hafa gefist vel. Þrír hópar hafa fengið meðferð og í allt eru komnar 34 umsóknir til Barnaverndarstofu. „Ég sé fram á það að þetta verði fastur liður í okkar þjónustu og vona að hún geti eflst í framtíðinni,“ segir Bragi. „Á hinn bóginn má segja að hún leysi ekki vandann. Það sem þarf til viðbótar þessu er bráðahjálp strax í kjölfar atvika þar sem heimilisofbeldi á sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira