Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi 18. febrúar 2011 08:30 Forsvarsmenn barnastofnana landsins sátu málþing Barnaheilla í gær og ræddu niðurstöður í nýrri skýrslu samtakanna, Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi.fréttablaðið/valli Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Petrína segir að við vinnslu skýrslu Barnaheilla, þar sem fram kom að um 2.000 börn yrðu vitni að heimilisofbeldi á ári hverju hér á landi, hafi sér komið mest á óvart hve lítið hafi verið talað við börnin. „Til dæmis er enginn barnastarfsmaður í Kvennaathvarfinu lengur,“ segir hún. „Það eru miklar væntingar til barnaverndar og okkur finnst stórt bil á milli þeirra væntinga og þess sem raunverulega er verið að gera.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að hvorki skólasálfræðingar sem rætt var við né starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) hafi fengið til sín mál þar sem veita hafi þurft börnum sem hafi orðið vitni að heimilisofbeldi, aðstoð eða þjónustu. Enginn af þeim kannaðist við að hafa fengið tilvísanir um mál af þessum toga, hvorki frá félagsþjónustu né starfsfólki skóla. Þau börn sem send eru í skimun eða nánari greiningu virðast almennt ekki vera spurð hvort ofbeldi sé gagnvart móður eða milli foreldra á heimilinu. Þar sé sárlega þörf á frekari úrræðum og úrbótum. Barnaverndarstofa byrjaði á síðasta ári með hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi en búa ekki við það lengur. Meðferðin er fyrir börn sem eru eldri en fimm ára og skilja og tala íslensku. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir úrræðið mjög þýðingarmikið og hafa gefist vel. Þrír hópar hafa fengið meðferð og í allt eru komnar 34 umsóknir til Barnaverndarstofu. „Ég sé fram á það að þetta verði fastur liður í okkar þjónustu og vona að hún geti eflst í framtíðinni,“ segir Bragi. „Á hinn bóginn má segja að hún leysi ekki vandann. Það sem þarf til viðbótar þessu er bráðahjálp strax í kjölfar atvika þar sem heimilisofbeldi á sér stað.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilisofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsreglum. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Petrína segir að við vinnslu skýrslu Barnaheilla, þar sem fram kom að um 2.000 börn yrðu vitni að heimilisofbeldi á ári hverju hér á landi, hafi sér komið mest á óvart hve lítið hafi verið talað við börnin. „Til dæmis er enginn barnastarfsmaður í Kvennaathvarfinu lengur,“ segir hún. „Það eru miklar væntingar til barnaverndar og okkur finnst stórt bil á milli þeirra væntinga og þess sem raunverulega er verið að gera.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að hvorki skólasálfræðingar sem rætt var við né starfsfólk Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) hafi fengið til sín mál þar sem veita hafi þurft börnum sem hafi orðið vitni að heimilisofbeldi, aðstoð eða þjónustu. Enginn af þeim kannaðist við að hafa fengið tilvísanir um mál af þessum toga, hvorki frá félagsþjónustu né starfsfólki skóla. Þau börn sem send eru í skimun eða nánari greiningu virðast almennt ekki vera spurð hvort ofbeldi sé gagnvart móður eða milli foreldra á heimilinu. Þar sé sárlega þörf á frekari úrræðum og úrbótum. Barnaverndarstofa byrjaði á síðasta ári með hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi en búa ekki við það lengur. Meðferðin er fyrir börn sem eru eldri en fimm ára og skilja og tala íslensku. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir úrræðið mjög þýðingarmikið og hafa gefist vel. Þrír hópar hafa fengið meðferð og í allt eru komnar 34 umsóknir til Barnaverndarstofu. „Ég sé fram á það að þetta verði fastur liður í okkar þjónustu og vona að hún geti eflst í framtíðinni,“ segir Bragi. „Á hinn bóginn má segja að hún leysi ekki vandann. Það sem þarf til viðbótar þessu er bráðahjálp strax í kjölfar atvika þar sem heimilisofbeldi á sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira