Ragnar Aðalsteinsson - mál níumenningana á sér pólitískar rætur SB skrifar 20. janúar 2011 11:33 Ragnar Aðalsteinsson og aðstoðarkona hans í réttarsal. Til hliðar við Ragnar sést Brynjar Níelsson. "Það kom mér á óvart þegar ég hlustaði á ræðu saksóknara hversu lítillar hlutlægni gætti þar," sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af níu sakborningum í níumenningamálinu svokallaða. Munnlegur málflutningur fer nú fram og gagnrýndi Ragnar réttinn harðlega og sagði brot hafa verið framin á skjólstæðingum sínum. "Dómurinn þarf að gera upp svið sig hvort hann vilji fylgja fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu um rétt borgara eða fylgja fordæmi annarra ríkja sem virða mannréttindi að vettugi," sagði Ragnar. Hann rakti forsögu málsins sem hann sagði eiga pólitískar rætur: "Það er löggjafavaldið sem krefst refsingar, kærandinn er skrifstofa Alþingis en óljóst er hvar umboð skrifostfunnar liggur." Ragnar benti á að óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu verið viðstaddir réttarhöldin en málið beindist einmitt að meintu ofbeldi gegn lögreglumönnum þess sama embættis. "Lögreglumenn voru hér frá upphafi,í salnum og fyrir utan hann. Lögreglumenn frá sama embætti og þau eru sökuð um að hafa beitt ofbeldi," sagði Ragnar og benti á að lögreglan hefði í raun stjórnað umferð um salinn. "Þeir meinuðu eitt sinn tveimur skjólstæðingum mínum aðgang að eigin réttarhöldum. Það eitt nægir til að málatilbúnaðurinn ætti að vera ónýtur." Ragnar sagði málið í raun snúast um hvort friðsömum borgurum sé heimilt að láta á friðsaman hátt í ljós óánægju sína. Hann rifjaði upp ástandið í samfélaginu, hrun bankakerfisins, mótmæli og ólgu. Hann benti á að á þessum sama degi hefði verið mótmælt á Austurvelli og einnig við lögreglustöðina þar sem piparúða var beitt. "Það er óhjákvæmilegt að hugsa um þær aðstæður sem voru við lýði," sagði Ragnar og vitnaði í ræðu Katrínar Oddsdóttur lögfræðings sem hún hélt á Austurvelli á þessum tíma. Þar hvatti hún til borgaralegrar óhlýðni og sagði meðal annars: "Friðsamleg mótmæli henta vel á friðartímum." Ríkissaksóknari vitnaði í Keilufellsmálið svokallaða þar sem hópur Pólverja réðst með vopnum á samlanda sína 2008 í morgun. Það gerði hún til að styðja þá túlkun að hópurinn hefði skipulagt árásina á Alþingi fyrirfram. Ragnar Aðalsteinsson vitnaði einnig í eldri dóm - þegar stjórnendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða sendu leikskáldið Jón Atla Jónasson á þingpalla Alþingis þar sem hann gerði hróp að þingmönnum í beinni útsendingu. Jón Atli var kærður fyrir uppátækið en sýknaður á þeim forsendum að um "grín" hefði verið að ræða. "Þingpallarnir eru eini staðurinn á landinu sem almenningur á stjórnarskrárbundinn rétt til að vera á. Mínum skjólstæðingum var ekki grín í huga þegar þau vildu nýta rétt sinn til að koma skoðunum sínum á framfæri," sagði Ragnar Ragnar sagði jafnframt ómögulegt að átta sig á því af hverju sumir hefðu verið handteknir en aðrir ekki. Vandræðin hefðu ekki skapast af ofsa mótmælenda heldur stjórnleysi lögreglunnar. "Það er ómögulegt að átta sig á því hvernig þessir níu voru valdir úr þeim þrjátíu manna hóp sem var þar. Enda hefur ákæruvaldið haldið því leyndu." Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
"Það kom mér á óvart þegar ég hlustaði á ræðu saksóknara hversu lítillar hlutlægni gætti þar," sagði Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af níu sakborningum í níumenningamálinu svokallaða. Munnlegur málflutningur fer nú fram og gagnrýndi Ragnar réttinn harðlega og sagði brot hafa verið framin á skjólstæðingum sínum. "Dómurinn þarf að gera upp svið sig hvort hann vilji fylgja fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu um rétt borgara eða fylgja fordæmi annarra ríkja sem virða mannréttindi að vettugi," sagði Ragnar. Hann rakti forsögu málsins sem hann sagði eiga pólitískar rætur: "Það er löggjafavaldið sem krefst refsingar, kærandinn er skrifstofa Alþingis en óljóst er hvar umboð skrifostfunnar liggur." Ragnar benti á að óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu verið viðstaddir réttarhöldin en málið beindist einmitt að meintu ofbeldi gegn lögreglumönnum þess sama embættis. "Lögreglumenn voru hér frá upphafi,í salnum og fyrir utan hann. Lögreglumenn frá sama embætti og þau eru sökuð um að hafa beitt ofbeldi," sagði Ragnar og benti á að lögreglan hefði í raun stjórnað umferð um salinn. "Þeir meinuðu eitt sinn tveimur skjólstæðingum mínum aðgang að eigin réttarhöldum. Það eitt nægir til að málatilbúnaðurinn ætti að vera ónýtur." Ragnar sagði málið í raun snúast um hvort friðsömum borgurum sé heimilt að láta á friðsaman hátt í ljós óánægju sína. Hann rifjaði upp ástandið í samfélaginu, hrun bankakerfisins, mótmæli og ólgu. Hann benti á að á þessum sama degi hefði verið mótmælt á Austurvelli og einnig við lögreglustöðina þar sem piparúða var beitt. "Það er óhjákvæmilegt að hugsa um þær aðstæður sem voru við lýði," sagði Ragnar og vitnaði í ræðu Katrínar Oddsdóttur lögfræðings sem hún hélt á Austurvelli á þessum tíma. Þar hvatti hún til borgaralegrar óhlýðni og sagði meðal annars: "Friðsamleg mótmæli henta vel á friðartímum." Ríkissaksóknari vitnaði í Keilufellsmálið svokallaða þar sem hópur Pólverja réðst með vopnum á samlanda sína 2008 í morgun. Það gerði hún til að styðja þá túlkun að hópurinn hefði skipulagt árásina á Alþingi fyrirfram. Ragnar Aðalsteinsson vitnaði einnig í eldri dóm - þegar stjórnendur útvarpsþáttarins Tvíhöfða sendu leikskáldið Jón Atla Jónasson á þingpalla Alþingis þar sem hann gerði hróp að þingmönnum í beinni útsendingu. Jón Atli var kærður fyrir uppátækið en sýknaður á þeim forsendum að um "grín" hefði verið að ræða. "Þingpallarnir eru eini staðurinn á landinu sem almenningur á stjórnarskrárbundinn rétt til að vera á. Mínum skjólstæðingum var ekki grín í huga þegar þau vildu nýta rétt sinn til að koma skoðunum sínum á framfæri," sagði Ragnar Ragnar sagði jafnframt ómögulegt að átta sig á því af hverju sumir hefðu verið handteknir en aðrir ekki. Vandræðin hefðu ekki skapast af ofsa mótmælenda heldur stjórnleysi lögreglunnar. "Það er ómögulegt að átta sig á því hvernig þessir níu voru valdir úr þeim þrjátíu manna hóp sem var þar. Enda hefur ákæruvaldið haldið því leyndu."
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira