Afnám heimgreiðslu borgarinnar umdeilt 1. mars 2011 06:30 Oddný Sturludóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði Reykjavíkurborgar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, gagnrýnir yfirvofandi afnám heimgreiðslu, eða þjónustutryggingar, til foreldra ungra barna. Formaður menntaráðs segir að málið snúist um forgangsröðun. Í fjárhagsáætlun ársins kemur fram að heimgreiðsla sé aflögð frá og með 1. apríl næstkomandi. Um er að ræða 20.000 króna mánaðarlegt framlag til foreldra barna frá 9 mánaða aldri, 6 mánaða í tilfelli einstæðra foreldra, til 3ja ára. Heimgreiðslu er ætlað að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið byrjar í leikskóla. Foreldrar ráða hvort þeir nýta upphæðina til að greiða niður þóknun til dagforeldra eða vera sjálfir heima með barnið. Börn á þriðja ári þurftu hins vegar að vera komin á biðlista á leikskóla til að eiga rétt á heimgreiðslu. 690 börn fengu heimgreiðslu með sér í fyrra, en áætlaður fjöldi í ár er yfir 900 börn. Kostnaður borgarinnar vegna þessa úrræðis var 213 milljónir í fyrra, en er ráðgerður 55,4 milljónir í ár, fram að niðurlagningu. Í nýlegri úttekt leikskólasviðs kemur fram að kostnaður borgarinnar við að hafa eitt barn á þriðja ári í leikskóla nemur um 160.000 krónum á ári. Því er ljóst að sú ráðstöfun að afnema heimgreiðslu og fjölga leikskólabörnum þess í stað hefur í för með sér talsverðan kostnaðarauka fyrir borgina. Á móti kemur að leikskólavist barna er talsvert ódýrari kostur fyrir foreldra en vistun hjá dagforeldri. Oddný Sturludóttir, formaður menntasviðs, segir meirihlutann meðvitaðan um það, en málið snúist um forgangsröðun. „Við stóðum frammi fyrir þeim kostum að miðað við þennan mikla fjölda barna sem er að komast á leikskólaaldur hefðum við getað haldið úti þjónustutryggingunni, en ákváðum þess í stað að bjóða upp á leikskólapláss og forgangsröðum því í þágu leikskólanna og fjölskyldna sem treysta á þessa þjónustu.“ Þorbjörg Helga segir að hún trúi því ekki að meirihlutinn muni geta komið öllum börnum í árgangi 2009 inn á leikskóla í ár, þrátt fyrir góðan vilja. „Auk þess þurfa þá börnin sem missa þjónustutrygginguna að fara til dagmömmu og það er mjög erfitt að fá dagforeldra til starfa.“ Þorbjörg segir þetta hafa verið ódýrt úrræði í erfiðri stöðu. „Að sjálfsögðu þurfum við að byggja upp leikskólakerfið, en þegar kemur svo stór árgangur er ekki hægt að ná utan um málið á einu ári og þá er betra að hafa einhver úrræði frekar en engin.“ thorgils@frettabladid.isÁ leikskóla Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar deila um afnám þjónustutryggingar. Minnihlutinn segir að afnám muni hafa í för með sér skerta þjónustu, en meirihlutinn segist vera að forgangsraða með það að sjónarmiði að fleiri börn komist inn á leikskóla.Fréttablaðið/Vilhelm Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði Reykjavíkurborgar, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, gagnrýnir yfirvofandi afnám heimgreiðslu, eða þjónustutryggingar, til foreldra ungra barna. Formaður menntaráðs segir að málið snúist um forgangsröðun. Í fjárhagsáætlun ársins kemur fram að heimgreiðsla sé aflögð frá og með 1. apríl næstkomandi. Um er að ræða 20.000 króna mánaðarlegt framlag til foreldra barna frá 9 mánaða aldri, 6 mánaða í tilfelli einstæðra foreldra, til 3ja ára. Heimgreiðslu er ætlað að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barnið byrjar í leikskóla. Foreldrar ráða hvort þeir nýta upphæðina til að greiða niður þóknun til dagforeldra eða vera sjálfir heima með barnið. Börn á þriðja ári þurftu hins vegar að vera komin á biðlista á leikskóla til að eiga rétt á heimgreiðslu. 690 börn fengu heimgreiðslu með sér í fyrra, en áætlaður fjöldi í ár er yfir 900 börn. Kostnaður borgarinnar vegna þessa úrræðis var 213 milljónir í fyrra, en er ráðgerður 55,4 milljónir í ár, fram að niðurlagningu. Í nýlegri úttekt leikskólasviðs kemur fram að kostnaður borgarinnar við að hafa eitt barn á þriðja ári í leikskóla nemur um 160.000 krónum á ári. Því er ljóst að sú ráðstöfun að afnema heimgreiðslu og fjölga leikskólabörnum þess í stað hefur í för með sér talsverðan kostnaðarauka fyrir borgina. Á móti kemur að leikskólavist barna er talsvert ódýrari kostur fyrir foreldra en vistun hjá dagforeldri. Oddný Sturludóttir, formaður menntasviðs, segir meirihlutann meðvitaðan um það, en málið snúist um forgangsröðun. „Við stóðum frammi fyrir þeim kostum að miðað við þennan mikla fjölda barna sem er að komast á leikskólaaldur hefðum við getað haldið úti þjónustutryggingunni, en ákváðum þess í stað að bjóða upp á leikskólapláss og forgangsröðum því í þágu leikskólanna og fjölskyldna sem treysta á þessa þjónustu.“ Þorbjörg Helga segir að hún trúi því ekki að meirihlutinn muni geta komið öllum börnum í árgangi 2009 inn á leikskóla í ár, þrátt fyrir góðan vilja. „Auk þess þurfa þá börnin sem missa þjónustutrygginguna að fara til dagmömmu og það er mjög erfitt að fá dagforeldra til starfa.“ Þorbjörg segir þetta hafa verið ódýrt úrræði í erfiðri stöðu. „Að sjálfsögðu þurfum við að byggja upp leikskólakerfið, en þegar kemur svo stór árgangur er ekki hægt að ná utan um málið á einu ári og þá er betra að hafa einhver úrræði frekar en engin.“ thorgils@frettabladid.isÁ leikskóla Fulltrúar í menntaráði Reykjavíkurborgar deila um afnám þjónustutryggingar. Minnihlutinn segir að afnám muni hafa í för með sér skerta þjónustu, en meirihlutinn segist vera að forgangsraða með það að sjónarmiði að fleiri börn komist inn á leikskóla.Fréttablaðið/Vilhelm
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira