Vill að Sjúkratryggingar greiði 75% af kostnaði við tannlækningar Karen D. Kjartansdóttir skrifar 1. mars 2011 18:50 Velferðarráðherra vill að Sjúkratryggingar Íslands greiði 75 prósent raunkostnaðar við tannlækningar barna og unglinga. Hann segir tannlækningar lengi hafa verið veikasta hlekkinn í íslenska heilbrigðiskerfinu og því þurfi að breyta. Rannsóknir hafa leitt í ljós að íslensk börn eru með mun fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Ekki eru þó ýkja mörg ár frá því að íslensk börn þóttu mjög vel tennt en þá greiddu almannatryggingar nær alla þjónustuna. Reynt var að koma ókeypis skoðun á fyrir þrjá árganga barna en það tók ekki til tannviðgerða og frá og með áramótum hefur mikill fjöldi tannlækna sagt sig frá samningi og hann rann út í dag. Því bjóða fæstir upp á þessa þjónustu lengur. Þá hefur staðan verið sú að sú gjaldskrá sem Sjúkratryggingar miða við þegar kemur að endurgreiðslu til foreldra er í engu samræmi við það sem gerist í raun. Það hefur haft í för með sér að þótt Sjúkratryggingar Íslands eigi að greiða 75 prósent kostnaðar vegna tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hefur greiðsluþátttakan í raun verið innan við helmingur raunkostnaðar. En nú vill velferðaráðherra taka á málinu komast að samkomulagi um eina gjaldskrá við tannlækna. Hann segir svigrúm til að gera betur því undanfarin ár hafa færri börn komið til tannlækna og því færri sótt um endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar. Því hafi útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna endurgreiðslna um 250-300 milljónum króna lægri á liðnu ári en reiknað hafði verið með. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Velferðarráðherra vill að Sjúkratryggingar Íslands greiði 75 prósent raunkostnaðar við tannlækningar barna og unglinga. Hann segir tannlækningar lengi hafa verið veikasta hlekkinn í íslenska heilbrigðiskerfinu og því þurfi að breyta. Rannsóknir hafa leitt í ljós að íslensk börn eru með mun fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum. Ekki eru þó ýkja mörg ár frá því að íslensk börn þóttu mjög vel tennt en þá greiddu almannatryggingar nær alla þjónustuna. Reynt var að koma ókeypis skoðun á fyrir þrjá árganga barna en það tók ekki til tannviðgerða og frá og með áramótum hefur mikill fjöldi tannlækna sagt sig frá samningi og hann rann út í dag. Því bjóða fæstir upp á þessa þjónustu lengur. Þá hefur staðan verið sú að sú gjaldskrá sem Sjúkratryggingar miða við þegar kemur að endurgreiðslu til foreldra er í engu samræmi við það sem gerist í raun. Það hefur haft í för með sér að þótt Sjúkratryggingar Íslands eigi að greiða 75 prósent kostnaðar vegna tannheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hefur greiðsluþátttakan í raun verið innan við helmingur raunkostnaðar. En nú vill velferðaráðherra taka á málinu komast að samkomulagi um eina gjaldskrá við tannlækna. Hann segir svigrúm til að gera betur því undanfarin ár hafa færri börn komið til tannlækna og því færri sótt um endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar. Því hafi útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna endurgreiðslna um 250-300 milljónum króna lægri á liðnu ári en reiknað hafði verið með.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira