Næstu skref í grunnskólamálum Brynjar Marinó Ólafsson skrifar 3. janúar 2011 03:00 Nú starfar hópur sem á að skila tillögum um hvernig hægt er að ná fram sparnaði við rekstur skóla á vegum sveitafélaga. Í grein í Fréttablaðinu þann 29.12.2010 er m.a. bent á að kostnaður við rekstur grunnskóla á Íslandi sé hærri en meðaltal OECD landa. Forysta Kennarasambands Íslands (KÍ) hefur þegar bent á nokkrar ástæður sem geta skýrt þann mun t.d. hár stofn- og rekstarkostnaður skólabygginga, hátt þjónustustig sem fylgir skóla án aðgreiningar, tíu árgangar á Íslandi á móti 9,1 að meðaltali hjá OECD þjóðum, mikið af fámennum skólum í dreifbýli og hærra hlutfall barna af mannfjölda á Íslandi m.v. önnur lönd. Af þeim atriðum sem hér eru talin upp virðist auðveldast að skera niður á þjónustutstiginu og spurning hvort ný menntastefna sveitafélaga hjómi svo: Skóli með aðgreiningu. 5-4-3 leiðin Samband sveitarfélaga hefur m.a. lagt til svokallaða 5-4-3 leið þar sem vikulegum kennslustundum verði fækkað um fimm hjá elsta stigi, en fækkað um fjórar og þrjár kennslustundir hjá mið- og yngsta stigi. Hefur verið útlistað nákvæmlega hvaða kennslustundir eigi að taka burt? Á að taka tímana af valgreinum sem oft á tíðum eru notaðir til að bjóða upp á námsgreinar sem höfða til nemenda sem ekki finna sig í hefðbundnum bóknámsgreinum? Á að hætta allri list- og verkgreinakennslu eða á að skera niður í öllum greinum og verður einn af niðurskurðartímunum fimm kannski í íslensku eða stærðfræði?Slíkt myndi breyta skólastarfi mjög mikið. Ljóst er að breyta þyrfti aðalnámskrá grunnskóla því ef t.d. kennslustunudum í stærðfræði yrði fækkað um fimmtung er ekki hægt að ná sömu markmiðum og nú. Skipta má stærðfræðikennslu í fimm flokka: Reikniaðgerðir, Algebra, Hlutföll og prósentur, Rúmfræði og Tölfræði. Ef kennslustundum í stærðfræði yrði fækkað um 20% á þá að hætta að kenna algebru? Eða væri betra að sleppa rúmfræðinni? Eiga skólar sjálfir að reyna að velja úr það mikilvægasta og kenna það? Hversu marktæk verða þá samræmd könnunarpróf ef einn skóli ákveður að kenna enga tölfræði en annar skóli reynir að kenna eitthvað í öllum þáttum? Fyrir utan breytingu á námskrá er einnig ljóst að með fækkun vikulegra kennslustunda fækkar stöðugildum kennara um allt að 410 stöðugildi. Ég myndi vilja fá nánari útskýringar á hvernig 5-4-3 leiðin yrði framkvæmd, ekki er nóg að kasta fram sparnaði upp á tvo milljarða til að sannfæra mig um ágæti þessarar leiðar. 10 daga leiðin Í tillögu sambands sveitarfélga um tímabundna hagræðingu í starfi grunnskóla 2010-2012 er auk 5-4-3 leiðarinnar talað um fækkun skóladaga úr 180 í 170 en fyrir nokkrum árum var skólaárið lengt um tíu daga. Slík breyting myndi kalla á enduskoðun kjarasamninga þar sem því myndi fylgja launaskerðing fyrir kennara. Það kann að hljóma undarlega að starfandi kennari mæli fyrir leið sem miðar að launaskerðingu en ef hugsað er um kennarastéttina í heild er spurning hvort sú leið sé betri en 5-4-3 leiðin sem leiðir til þess að fjöldi kennara missi vinnu sína eða þurfi að lækka starfshlutfall sitt. Í tillögum sambands sveitarfélaga segir m.a. að stytting kennsluársins myndi þýða 5,6% launaskerðingu fyrir kennara. Þar segir ennfremur „Margt bendir til að með þessari leið megi ná meiri hagræðingaráhrifum en leiðir af styttingu vikulegs kennslutíma, eftir atvikum með tilfærslu milli mánaða. Ekki er hins vegar víst að þörf sé fyrir þetta mikla hagræðingu ". Hér með fæst annar möguleiki. Hægt væri að stytta skólaárið um 10 daga eins og lagt er til en nú eru kjarasamningar kennara lausir og hafa verið um hríð. Eins og staðan er í þjóðfélaginu má búast við að ekki sé svigrúm til mikilla launahækkanna. Þar sem tíu daga leiðin felur í sér meiri hagræðingu en þörf er á mætti nota svigrúmið sem skapast til að hækka laun kennara. Launalækkun við 10 daga skólastyttingu yrði látin vera t.d. 3,5% í stað 5,6%. Ávinningurinn er sparnaður fyrir sveitafélögin og á sama tíma ávinningur fyrir kennara þó að útborguð laun myndu lækka en það væri þá vegna styttingu vinnuársins um 10 daga. Stöðugildi 410 kennara halda sér og enginn þarf að óttast að missa starfið sitt eða þurfa að minnka starfshlutfall. Önnur leið væri að fækka skóladögum um 10 án þess að hrófla við launum kennara en á móti myndu kennarar falla frá frekari launahækkun í komandi kjaraviðræðum og framlegja núverandi samning með breyttum kennsludagafjölda til eins eða tveggja ára og sækja um launahækkanir í samningum eftir það þegar betur árar í samfélaginu. Sátt um breytingarnar Með því að stytta skólaárið um tíu daga þyrftu foreldrar yngri barna að finna önnur úrræði fyrir þau utan skólaársins t.d. í skipulögðu æskulýðsstarfi eða heilsdagsskóla, en slíkt þyrftu foreldrar hvort eð er að gera yfir vetrartímann ef kennslustundum yrði fækkað um þrjár stundir hjá yngstu nemendum. Ekki býst ég við að sveitarfélögin ætli að bjóða upp á þriggja stunda viðveru til viðbótar á frístundarheimilum án þess að rukka fyrir það.Yrði skólaárið skert um tíu daga má ætla að óhefðbundnum dögum að hausti og vori fækki og skólar haldi sig við hefðbundna stundarskrá. Ég vil ekki draga úr mikilvægi óhefðbundinna daga þar sem tími hefur t.d. verið nýttur til að fara í vettvangs- eða safnaferðir en með miklum niðurskurði hefur nú þegar verið dregið verulega úr möguleikum til að fara í slíkar ferðir.Hvaða leið sem farin verður til að ná fram sparnaði er mikilvægt að það verði gert þannig að bæði kennarar, foreldrar, nemendur og sveitarfélög verði sátt við breytingarnar. Eðlilega mótmælir forysta KÍ öllum niðurskurðartillögum í kennslu og í raun gera kennara það líka. En ef nauðsynlega þarf að velja milli þeirra leiða sem hér hefur verið fjallað um þá væri rétt að athuga hvað hinn almenni félagsmaður KÍ hefur að segja. Skoðanir kennara á leiðum til niðurskurðar eru ólíkar og á hver og einn rétt á sinni skoðun. Ef hægt er að ná fram verulegum sparnaði með þessum tveimur leiðum væri lýðræðislegt að gera könnun á því meðal félagsmanna KÍ um hvora leiðina þeir myndu vilja fara og velja þá leið sem fjöldinn styður. Ekki er eingöngu hægt að horfa til skýrslu OECD og ætla að laga íslenska skólakerfið að einhverri meðallínu OECD ríkja. Ekki nema sveitarfélögin ætli að laga allt að meðallínunni því að í skýrslu OECD kemur líka fram laun kennara á Íslandi með 15 ára starfsreynslu eru aðeins 69% af meðallaunum kennara innan OECD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú starfar hópur sem á að skila tillögum um hvernig hægt er að ná fram sparnaði við rekstur skóla á vegum sveitafélaga. Í grein í Fréttablaðinu þann 29.12.2010 er m.a. bent á að kostnaður við rekstur grunnskóla á Íslandi sé hærri en meðaltal OECD landa. Forysta Kennarasambands Íslands (KÍ) hefur þegar bent á nokkrar ástæður sem geta skýrt þann mun t.d. hár stofn- og rekstarkostnaður skólabygginga, hátt þjónustustig sem fylgir skóla án aðgreiningar, tíu árgangar á Íslandi á móti 9,1 að meðaltali hjá OECD þjóðum, mikið af fámennum skólum í dreifbýli og hærra hlutfall barna af mannfjölda á Íslandi m.v. önnur lönd. Af þeim atriðum sem hér eru talin upp virðist auðveldast að skera niður á þjónustutstiginu og spurning hvort ný menntastefna sveitafélaga hjómi svo: Skóli með aðgreiningu. 5-4-3 leiðin Samband sveitarfélaga hefur m.a. lagt til svokallaða 5-4-3 leið þar sem vikulegum kennslustundum verði fækkað um fimm hjá elsta stigi, en fækkað um fjórar og þrjár kennslustundir hjá mið- og yngsta stigi. Hefur verið útlistað nákvæmlega hvaða kennslustundir eigi að taka burt? Á að taka tímana af valgreinum sem oft á tíðum eru notaðir til að bjóða upp á námsgreinar sem höfða til nemenda sem ekki finna sig í hefðbundnum bóknámsgreinum? Á að hætta allri list- og verkgreinakennslu eða á að skera niður í öllum greinum og verður einn af niðurskurðartímunum fimm kannski í íslensku eða stærðfræði?Slíkt myndi breyta skólastarfi mjög mikið. Ljóst er að breyta þyrfti aðalnámskrá grunnskóla því ef t.d. kennslustunudum í stærðfræði yrði fækkað um fimmtung er ekki hægt að ná sömu markmiðum og nú. Skipta má stærðfræðikennslu í fimm flokka: Reikniaðgerðir, Algebra, Hlutföll og prósentur, Rúmfræði og Tölfræði. Ef kennslustundum í stærðfræði yrði fækkað um 20% á þá að hætta að kenna algebru? Eða væri betra að sleppa rúmfræðinni? Eiga skólar sjálfir að reyna að velja úr það mikilvægasta og kenna það? Hversu marktæk verða þá samræmd könnunarpróf ef einn skóli ákveður að kenna enga tölfræði en annar skóli reynir að kenna eitthvað í öllum þáttum? Fyrir utan breytingu á námskrá er einnig ljóst að með fækkun vikulegra kennslustunda fækkar stöðugildum kennara um allt að 410 stöðugildi. Ég myndi vilja fá nánari útskýringar á hvernig 5-4-3 leiðin yrði framkvæmd, ekki er nóg að kasta fram sparnaði upp á tvo milljarða til að sannfæra mig um ágæti þessarar leiðar. 10 daga leiðin Í tillögu sambands sveitarfélga um tímabundna hagræðingu í starfi grunnskóla 2010-2012 er auk 5-4-3 leiðarinnar talað um fækkun skóladaga úr 180 í 170 en fyrir nokkrum árum var skólaárið lengt um tíu daga. Slík breyting myndi kalla á enduskoðun kjarasamninga þar sem því myndi fylgja launaskerðing fyrir kennara. Það kann að hljóma undarlega að starfandi kennari mæli fyrir leið sem miðar að launaskerðingu en ef hugsað er um kennarastéttina í heild er spurning hvort sú leið sé betri en 5-4-3 leiðin sem leiðir til þess að fjöldi kennara missi vinnu sína eða þurfi að lækka starfshlutfall sitt. Í tillögum sambands sveitarfélaga segir m.a. að stytting kennsluársins myndi þýða 5,6% launaskerðingu fyrir kennara. Þar segir ennfremur „Margt bendir til að með þessari leið megi ná meiri hagræðingaráhrifum en leiðir af styttingu vikulegs kennslutíma, eftir atvikum með tilfærslu milli mánaða. Ekki er hins vegar víst að þörf sé fyrir þetta mikla hagræðingu ". Hér með fæst annar möguleiki. Hægt væri að stytta skólaárið um 10 daga eins og lagt er til en nú eru kjarasamningar kennara lausir og hafa verið um hríð. Eins og staðan er í þjóðfélaginu má búast við að ekki sé svigrúm til mikilla launahækkanna. Þar sem tíu daga leiðin felur í sér meiri hagræðingu en þörf er á mætti nota svigrúmið sem skapast til að hækka laun kennara. Launalækkun við 10 daga skólastyttingu yrði látin vera t.d. 3,5% í stað 5,6%. Ávinningurinn er sparnaður fyrir sveitafélögin og á sama tíma ávinningur fyrir kennara þó að útborguð laun myndu lækka en það væri þá vegna styttingu vinnuársins um 10 daga. Stöðugildi 410 kennara halda sér og enginn þarf að óttast að missa starfið sitt eða þurfa að minnka starfshlutfall. Önnur leið væri að fækka skóladögum um 10 án þess að hrófla við launum kennara en á móti myndu kennarar falla frá frekari launahækkun í komandi kjaraviðræðum og framlegja núverandi samning með breyttum kennsludagafjölda til eins eða tveggja ára og sækja um launahækkanir í samningum eftir það þegar betur árar í samfélaginu. Sátt um breytingarnar Með því að stytta skólaárið um tíu daga þyrftu foreldrar yngri barna að finna önnur úrræði fyrir þau utan skólaársins t.d. í skipulögðu æskulýðsstarfi eða heilsdagsskóla, en slíkt þyrftu foreldrar hvort eð er að gera yfir vetrartímann ef kennslustundum yrði fækkað um þrjár stundir hjá yngstu nemendum. Ekki býst ég við að sveitarfélögin ætli að bjóða upp á þriggja stunda viðveru til viðbótar á frístundarheimilum án þess að rukka fyrir það.Yrði skólaárið skert um tíu daga má ætla að óhefðbundnum dögum að hausti og vori fækki og skólar haldi sig við hefðbundna stundarskrá. Ég vil ekki draga úr mikilvægi óhefðbundinna daga þar sem tími hefur t.d. verið nýttur til að fara í vettvangs- eða safnaferðir en með miklum niðurskurði hefur nú þegar verið dregið verulega úr möguleikum til að fara í slíkar ferðir.Hvaða leið sem farin verður til að ná fram sparnaði er mikilvægt að það verði gert þannig að bæði kennarar, foreldrar, nemendur og sveitarfélög verði sátt við breytingarnar. Eðlilega mótmælir forysta KÍ öllum niðurskurðartillögum í kennslu og í raun gera kennara það líka. En ef nauðsynlega þarf að velja milli þeirra leiða sem hér hefur verið fjallað um þá væri rétt að athuga hvað hinn almenni félagsmaður KÍ hefur að segja. Skoðanir kennara á leiðum til niðurskurðar eru ólíkar og á hver og einn rétt á sinni skoðun. Ef hægt er að ná fram verulegum sparnaði með þessum tveimur leiðum væri lýðræðislegt að gera könnun á því meðal félagsmanna KÍ um hvora leiðina þeir myndu vilja fara og velja þá leið sem fjöldinn styður. Ekki er eingöngu hægt að horfa til skýrslu OECD og ætla að laga íslenska skólakerfið að einhverri meðallínu OECD ríkja. Ekki nema sveitarfélögin ætli að laga allt að meðallínunni því að í skýrslu OECD kemur líka fram laun kennara á Íslandi með 15 ára starfsreynslu eru aðeins 69% af meðallaunum kennara innan OECD.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar