FIA sátt við nýja Formúlu 1 braut í Indlandi 1. september 2011 13:33 Svona mun aðstaða keppnisliða og áhorfenda á Formúlu 1 brautinni í Indlandi líta út í endanlegri mynd. Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu. Í frétt á autosport.com í dag segir Vicky Chandhok, yfirmaður akstursíþróttafélags Indlands að Whiting hafi verið hæstánægður með framgang mála og að brautin væri lengra kominn en hann hefði átt von á. FIA mun skoða brautina vikuna fyrir áætlaðan kappakstur og gefa endanlegt leyfi fyrir mótinu, þegar allt er klárt. Tveir indverskir Formúlu 1 ökumenn hafa komið við sögu í mótum ársins. Narain Karthikeyan ók með Hispania liðinu spænska, en var látinn víkja fyrir Daniel Ricciardo, en Red Bull keypti sæti undir hann hjá liðinu í stað Karthikeyan. Óljóst er hvort hann fær hugsanlega tækifæri til að keyra í mótinu í Indlandi. Sama má segja um Karun Chandhok, sem er varaökumaður Lotus. Hann hefur þegar fengið tækifæri í einu móti á þessu ári í stað Jarno Trulli. Formúla Íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Charlie Whiting, keppnisstjóri FIA í Formúlu 1 er sáttur við ástand nýrrar brautar í Delí í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti 30. október á þessu ári. Þá fer fyrsti indverski Formúlu 1 kappaksturinn fram. Brautin í Indlandi nefnist Buddh og mótshaldarar eru með 10 ára samning um Formúlu 1 mótshald á svæðinu. Í frétt á autosport.com í dag segir Vicky Chandhok, yfirmaður akstursíþróttafélags Indlands að Whiting hafi verið hæstánægður með framgang mála og að brautin væri lengra kominn en hann hefði átt von á. FIA mun skoða brautina vikuna fyrir áætlaðan kappakstur og gefa endanlegt leyfi fyrir mótinu, þegar allt er klárt. Tveir indverskir Formúlu 1 ökumenn hafa komið við sögu í mótum ársins. Narain Karthikeyan ók með Hispania liðinu spænska, en var látinn víkja fyrir Daniel Ricciardo, en Red Bull keypti sæti undir hann hjá liðinu í stað Karthikeyan. Óljóst er hvort hann fær hugsanlega tækifæri til að keyra í mótinu í Indlandi. Sama má segja um Karun Chandhok, sem er varaökumaður Lotus. Hann hefur þegar fengið tækifæri í einu móti á þessu ári í stað Jarno Trulli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira