Ríkislögreglustjóri rannsakaði víst meintar iðnnjósnir 12. ágúst 2011 14:06 Haraldur Johannessen segir Kára Stefánsson fara með rangt mál Mynd E.Ól. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fara með rangt mál þegar hann segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki rannsakað hvort kínversk stjórnvöld stunduðu iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi. Í tilkynningu sem Haraldur hefur sent frá sér segir að í marsmánuði 2011 sendi ríkislögreglustjóri forráðamönnum Íslenskrar erfðagreiningar bréf þar sem fram kom að aflað hefði verið upplýsinga um mál þetta. Niðurstaða þeirrar könnunar væri þess eðlis að ekki þætti ástæða til frekari viðbragða og teldist rannsókn málsins lokið. Jafnframt var forráðamönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að snúa sér til embættis ríkislögreglustjóra hefðu þeir áhuga á sérfræðilegri aðstoð varðandi öryggisþætti starfseminnar. Kári segir í samtali við Fréttablaðið í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi á engan veg brugðist við beiðni Íslenskrar erfðagreiningar þess efnis að kannað væri hvort staðhæfingar um að ættu við rök að styðjast. Orðrétt hefur Fréttablaðið eftirfarandi eftir Kára Stefánssyni: „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!" Þá rekur Haraldur tildrög rannsóknarinnar í tilkynningunni, en þann 8. desember 2010 ritaði Íslensk erfðagreining ríkislögreglustjóra bréf þar sem þess var farið á leit að embætti ríkislögreglustjóra rannsakaði sannleiksgildi upplýsinga frá bandarískum yfirvöldum þess efnis að kínversk yfirvöld stunduðu iðnaðarnjósnir á Íslandi þ.m.t. hjá fyrirtækjum sem störfuðu á sviði erfðavísinda. Tilefni þessa bréfs var frétt í Fréttablaðinu þessa efnis og sagði í henni að þessar upplýsingar væri að finna í skjölum bandarískra yfirvalda sem vefsíðan WikiLeaks hefði birt. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fara með rangt mál þegar hann segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki rannsakað hvort kínversk stjórnvöld stunduðu iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi. Í tilkynningu sem Haraldur hefur sent frá sér segir að í marsmánuði 2011 sendi ríkislögreglustjóri forráðamönnum Íslenskrar erfðagreiningar bréf þar sem fram kom að aflað hefði verið upplýsinga um mál þetta. Niðurstaða þeirrar könnunar væri þess eðlis að ekki þætti ástæða til frekari viðbragða og teldist rannsókn málsins lokið. Jafnframt var forráðamönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að snúa sér til embættis ríkislögreglustjóra hefðu þeir áhuga á sérfræðilegri aðstoð varðandi öryggisþætti starfseminnar. Kári segir í samtali við Fréttablaðið í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi á engan veg brugðist við beiðni Íslenskrar erfðagreiningar þess efnis að kannað væri hvort staðhæfingar um að ættu við rök að styðjast. Orðrétt hefur Fréttablaðið eftirfarandi eftir Kára Stefánssyni: „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!" Þá rekur Haraldur tildrög rannsóknarinnar í tilkynningunni, en þann 8. desember 2010 ritaði Íslensk erfðagreining ríkislögreglustjóra bréf þar sem þess var farið á leit að embætti ríkislögreglustjóra rannsakaði sannleiksgildi upplýsinga frá bandarískum yfirvöldum þess efnis að kínversk yfirvöld stunduðu iðnaðarnjósnir á Íslandi þ.m.t. hjá fyrirtækjum sem störfuðu á sviði erfðavísinda. Tilefni þessa bréfs var frétt í Fréttablaðinu þessa efnis og sagði í henni að þessar upplýsingar væri að finna í skjölum bandarískra yfirvalda sem vefsíðan WikiLeaks hefði birt.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira