Í gegnum Göng eða fyrir fjörð Einar Örn Thorlacius skrifar 18. janúar 2011 06:00 Mikil umræða á sér nú stað um hugsanlega vegtolla á Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Fáir virðast nú hrifnir og í sambandi við þetta hafa t.d. íbúar á Suðurlandi bent á að það sé ólíku saman að jafna aðstöðunni á Suðurlandi annars vegar og á Vesturlandi hins vegar. Íbúar Vesturlands geti valið um hvort þeir aki fyrir Hvalfjörð eða fari um Hvalfjarðargöng með tilheyrandi gjaldtöku. Þeir segjast hins vegar ekkert slíkt val eiga varðandi Suðurlandsveg. En er það raunverulega svo að íbúar Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands eigi raunverulegt val um það hvort þeir aki Hvalfjarðargöng eða fyrir Hvalfjörð? Ætli þeir taki slíka ákvörðun áður en þeir leggja af stað t.d. suður? Eða ætli þeir staldri við vegamót Vesturlandsvegar nr. 1 og Hvalfjarðarvegar nr. 47 og velti fyrir sér hvort þeir eigi nú í þetta skiptið að fara göngin eða fyrir fjörðinn? Ef þetta væri raunverulegt val, hvað myndum við þá ætla að margir vegfarendur myndu fara göngin með tilheyrandi gjaldtöku í stað fjarðar? Helmingur? Eða kannski 60%? Kannski myndu jafnvel 75% ákveða að jafnaði að fara göngin sem væri reyndar býsna hátt hlutfall ef vegurinn fyrir Hvalfjörð væri raunverulegur kostur. Staðreyndin er sú að 4,2% samanlagðrar heildarumferðar undir og fyrir Hvalfjörð fóru fyrir Hvalfjörð árið 2009 samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Það hlýtur að þýða það að 95,8% heildarumferðarinnar nota Hvalfjarðargöng í stað þess að aka fyrir fjörðinn. Og það þrátt fyrir gjaldtökuna. Skýringin á þessu er ekki nema ein. Sá kostur að aka fyrir Hvalfjörð er ekki boðlegur kostur. Og líklegt er að þeir sem halda því fram að vegurinn fyrir Hvalfjörð sé raunverulegur kostur hafi ekki ekið fyrir Hvalfjörð síðan árið 1998 þegar göngin voru opnuð og séu búnir að gleyma hvernig sá vegur er. Segja má að teningnum hafi verið kastað þegar Vegagerðin ákvað á sínum tíma að vegurinn um Hvalfjarðargöng yrðu hluti hringvegar nr. 1 sem hefur nú varla verið sjálfgefið. En til viðbótar má nefna eftirfarandi atriði: 1) Hvalfjarðarvegur er 60,59 km en Hvalfjarðargöng eru 5,76 km. Heildarstytting við að aka göngin er 41,35 km þegar búið er að taka tillit til vegalengdanna frá gangamunnunum að gamla Hvalfjarðarveginum. Jafnvel bílstjóra sem kemur alla leið frá Akureyri munar verulega um rúmlega 40 km styttingu, hvað þá íbúa sem nær búa. 2) Sannleikurinn er sá að enda þótt Hvalfjarðarvegur nr. 47 sé lagður bundnu slitlagi er hann forneskjuvegur með einbreiðum brúm og afskaplega erfiðu vegstæði innarlega í Hvalfirði. Enda er hraðinn á Hvalfjarðarvegi tekinn þrisvar sinnum niður í 70 km með skiltum sem gefa til kynna leiðbeinandi hraða. Hann er fjórum sinnum tekinn niður í 60 km hraða. Og hann er einu sinni tekinn niður í 50 km hraða. Þetta segir sína sögu. Vegurinn fyrir Hvalfjörð er í raun stórhættulegur og uppfyllir enga nútímastaðla. 3) Sá sem ákveður að vetrarlagi að beygja inn á Hvalfjarðarveg nr. 47 í stað þess að aka Hvalfjarðargöng er kominn inn í annan heim. Á meðan hringvegur sunnan Hvalfjarðarganga er í þjónustuflokki 1 hjá Vegagerðinni (allri hálku eytt um leið og hún myndast) og hringvegur norðan Hvalfjarðarganga í þjónustuflokki 2, þá er Hvalfjarðarvegur í þjónustuflokki 3. Það er gríðarlegur munur á þjónustuflokki 2 og 3, hvað þá 1 og 3. Ég skora á þá sem halda því fram að Hvalfjarðarvegur nr. 47 sé raunverulegur kostur fyrir íbúa Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands að aka fyrir Hvalfjörð næst þegar þeir eiga erindi t.d. upp á Skaga eða í Borgarfjörðinn. Þá átta þeir sig á því að stór hluti íbúa Íslands hefur neyðst til þess að borga veggjald í göngin síðastliðin tólf ár og hefur í raun ekki átt neitt val í þeim efnum. Það er fallegt í Hvalfirði og gaman fyrir ferðamenn að aka fyrir Hvalfjörð. Þeir mættu gera meira af því. En sem samgönguleið er sá vegur ekki boðlegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða á sér nú stað um hugsanlega vegtolla á Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Fáir virðast nú hrifnir og í sambandi við þetta hafa t.d. íbúar á Suðurlandi bent á að það sé ólíku saman að jafna aðstöðunni á Suðurlandi annars vegar og á Vesturlandi hins vegar. Íbúar Vesturlands geti valið um hvort þeir aki fyrir Hvalfjörð eða fari um Hvalfjarðargöng með tilheyrandi gjaldtöku. Þeir segjast hins vegar ekkert slíkt val eiga varðandi Suðurlandsveg. En er það raunverulega svo að íbúar Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands eigi raunverulegt val um það hvort þeir aki Hvalfjarðargöng eða fyrir Hvalfjörð? Ætli þeir taki slíka ákvörðun áður en þeir leggja af stað t.d. suður? Eða ætli þeir staldri við vegamót Vesturlandsvegar nr. 1 og Hvalfjarðarvegar nr. 47 og velti fyrir sér hvort þeir eigi nú í þetta skiptið að fara göngin eða fyrir fjörðinn? Ef þetta væri raunverulegt val, hvað myndum við þá ætla að margir vegfarendur myndu fara göngin með tilheyrandi gjaldtöku í stað fjarðar? Helmingur? Eða kannski 60%? Kannski myndu jafnvel 75% ákveða að jafnaði að fara göngin sem væri reyndar býsna hátt hlutfall ef vegurinn fyrir Hvalfjörð væri raunverulegur kostur. Staðreyndin er sú að 4,2% samanlagðrar heildarumferðar undir og fyrir Hvalfjörð fóru fyrir Hvalfjörð árið 2009 samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Það hlýtur að þýða það að 95,8% heildarumferðarinnar nota Hvalfjarðargöng í stað þess að aka fyrir fjörðinn. Og það þrátt fyrir gjaldtökuna. Skýringin á þessu er ekki nema ein. Sá kostur að aka fyrir Hvalfjörð er ekki boðlegur kostur. Og líklegt er að þeir sem halda því fram að vegurinn fyrir Hvalfjörð sé raunverulegur kostur hafi ekki ekið fyrir Hvalfjörð síðan árið 1998 þegar göngin voru opnuð og séu búnir að gleyma hvernig sá vegur er. Segja má að teningnum hafi verið kastað þegar Vegagerðin ákvað á sínum tíma að vegurinn um Hvalfjarðargöng yrðu hluti hringvegar nr. 1 sem hefur nú varla verið sjálfgefið. En til viðbótar má nefna eftirfarandi atriði: 1) Hvalfjarðarvegur er 60,59 km en Hvalfjarðargöng eru 5,76 km. Heildarstytting við að aka göngin er 41,35 km þegar búið er að taka tillit til vegalengdanna frá gangamunnunum að gamla Hvalfjarðarveginum. Jafnvel bílstjóra sem kemur alla leið frá Akureyri munar verulega um rúmlega 40 km styttingu, hvað þá íbúa sem nær búa. 2) Sannleikurinn er sá að enda þótt Hvalfjarðarvegur nr. 47 sé lagður bundnu slitlagi er hann forneskjuvegur með einbreiðum brúm og afskaplega erfiðu vegstæði innarlega í Hvalfirði. Enda er hraðinn á Hvalfjarðarvegi tekinn þrisvar sinnum niður í 70 km með skiltum sem gefa til kynna leiðbeinandi hraða. Hann er fjórum sinnum tekinn niður í 60 km hraða. Og hann er einu sinni tekinn niður í 50 km hraða. Þetta segir sína sögu. Vegurinn fyrir Hvalfjörð er í raun stórhættulegur og uppfyllir enga nútímastaðla. 3) Sá sem ákveður að vetrarlagi að beygja inn á Hvalfjarðarveg nr. 47 í stað þess að aka Hvalfjarðargöng er kominn inn í annan heim. Á meðan hringvegur sunnan Hvalfjarðarganga er í þjónustuflokki 1 hjá Vegagerðinni (allri hálku eytt um leið og hún myndast) og hringvegur norðan Hvalfjarðarganga í þjónustuflokki 2, þá er Hvalfjarðarvegur í þjónustuflokki 3. Það er gríðarlegur munur á þjónustuflokki 2 og 3, hvað þá 1 og 3. Ég skora á þá sem halda því fram að Hvalfjarðarvegur nr. 47 sé raunverulegur kostur fyrir íbúa Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands að aka fyrir Hvalfjörð næst þegar þeir eiga erindi t.d. upp á Skaga eða í Borgarfjörðinn. Þá átta þeir sig á því að stór hluti íbúa Íslands hefur neyðst til þess að borga veggjald í göngin síðastliðin tólf ár og hefur í raun ekki átt neitt val í þeim efnum. Það er fallegt í Hvalfirði og gaman fyrir ferðamenn að aka fyrir Hvalfjörð. Þeir mættu gera meira af því. En sem samgönguleið er sá vegur ekki boðlegur.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar