Lögfræði, réttlæti og réttarríki Einar Steingrímsson skrifar 26. júlí 2011 10:00 Nýlega hafa tveir framámenn í lögfræðingastétt tjáð sig um kröfuna um rannsóknarnefnd sem geri úttekt á Geirfinns- og Guðmundarmálunum svonefndu. Þetta eru þeir Róbert Spanó, sem ritaði grein í Fréttablaðið 22. júlí, og Brynjar Níelsson sem skrifaði um það pistil á pressan.is 20. júlí. Róbert segir: „En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt.“ Síðar segir hann: „Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds.“ Sjálfstæði dómstóla er vissulega afar mikilvægt í réttarríki. Hér gleymist hins vegar önnur hliðin á þeim hugmyndum sem alla jafna liggja til grundvallar þrígreiningu ríkisvaldsins. Nefnilega að greinarnar þrjár veiti hver annarri aðhald, sem sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir valdníðslu innan einnar þeirra. Brynjar segir í sinni grein: „Ég get þó sagt að í mörgum öðrum sakamálum hafa sakborningar verið sakfelldir á veikari sönnunargögnum.“ Líti Brynjar svo á að sérhver sakfelling sé fordæmisgefandi varðandi kröfurnar um sönnunarfærslu er það sannarlega nýstárleg sýn á réttarfar. Ef þetta á hins vegar að afsaka þá hryllilegu valdníðslu sem átti sér stað í umræddum málum er ekki annað að segja en að slík afstaða sé ekki sæmandi lögmanni, hvað þá að formaður Lögmannafélagsins haldi henni á lofti. Í Geirfinns- og Guðmundarmálinu var sakfellt fyrir morð, þótt engar vísbendingar séu um að fórnarlömbin hafi látist, nema játningar sakborninga. Slíkar játningar væru auðvitað mikilvægar ef þær væru trúverðugar. Það eru þær ekki, því nákvæmlega ekkert annað bendir til að glæpur hafi verið framinn, auk þess sem ósannar játningar eru talsvert algengari en ætla mætti, hvað þá þegar beitt er jafn svívirðilegum pyntingum og hér var raunin. Ekki síður alvarlegt er að rannsóknarlögreglan sýndi með óyggjandi hætti að hún gat fengið fram þær játningar sem henni sýndist, hversu fjarstæðukenndar sem þær voru. Á meðan sakborningar voru einangraðir hver frá öðrum í gæsluvarðhaldi fékk lögreglan þá alla til að staðfesta tiltekna flókna atburðarás, sem leiddi til langvarandi gæsluvarðhalds yfir fjórum öðrum mönnum. Síðar kom í ljós að um algeran uppspuna var að ræða. Með því að fá fram játningar á slíkum uppspuna sýndu rannsakendur málsins í eitt skipti fyrir öll að niðurstöður þeirra voru einskis virði. Ljóst er því að lögreglan og dómsvaldið brugðust ekki bara illilega, heldur frömdu hræðileg illvirki á fólki sem átti að njóta verndar réttarríkisins, burtséð frá því hvort það átti nokkra sök í umræddum málum. Af því hversu alvarlegt þetta mál er verður ekki hjá því komist að rannsaka það niður í kjölinn. Til þess ætti að skipa rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til vitnaleiðslu. Við þessar aðstæður ættu lögfræðingar fremur að velta fyrir sér (í heyranda hljóði) hvernig hægt sé að leiðrétta svona alvarleg brot á grundvallarreglum réttarríkisins, og koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Að minnsta kosti þeir lögfræðingar sem vilja láta líta á sig sem hugsuði á þessu sviði en ekki viljalausa þjóna kerfis sem hefur svívirt þær grundvallarreglur sem það segist byggja á. Það er líka hollt að hafa í huga að þótt lögfræðingar geti verið sérfræðingar í því hvernig réttarkerfið virkar þá þrýtur sérfræðikunnáttu þeirra þegar kerfið hættir að virka, eins og það gerði hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Steingrímsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Nýlega hafa tveir framámenn í lögfræðingastétt tjáð sig um kröfuna um rannsóknarnefnd sem geri úttekt á Geirfinns- og Guðmundarmálunum svonefndu. Þetta eru þeir Róbert Spanó, sem ritaði grein í Fréttablaðið 22. júlí, og Brynjar Níelsson sem skrifaði um það pistil á pressan.is 20. júlí. Róbert segir: „En það er einmitt í réttarríki eins og okkar, byggðu á þrígreiningu ríkisvalds, sem opinberar ákvarðanir um að skipa sérstakar rannsóknarnefndir verða að taka mið af því kerfi til úrlausnar mála sem fyrir hendi er lögum samkvæmt.“ Síðar segir hann: „Löggjafinn á ekki að setja á laggirnar rannsóknarnefndir til að yfirfara endanlega úrlausn Hæstaréttar, æðsta handhafa hins sjálfstæða dómsvalds.“ Sjálfstæði dómstóla er vissulega afar mikilvægt í réttarríki. Hér gleymist hins vegar önnur hliðin á þeim hugmyndum sem alla jafna liggja til grundvallar þrígreiningu ríkisvaldsins. Nefnilega að greinarnar þrjár veiti hver annarri aðhald, sem sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir valdníðslu innan einnar þeirra. Brynjar segir í sinni grein: „Ég get þó sagt að í mörgum öðrum sakamálum hafa sakborningar verið sakfelldir á veikari sönnunargögnum.“ Líti Brynjar svo á að sérhver sakfelling sé fordæmisgefandi varðandi kröfurnar um sönnunarfærslu er það sannarlega nýstárleg sýn á réttarfar. Ef þetta á hins vegar að afsaka þá hryllilegu valdníðslu sem átti sér stað í umræddum málum er ekki annað að segja en að slík afstaða sé ekki sæmandi lögmanni, hvað þá að formaður Lögmannafélagsins haldi henni á lofti. Í Geirfinns- og Guðmundarmálinu var sakfellt fyrir morð, þótt engar vísbendingar séu um að fórnarlömbin hafi látist, nema játningar sakborninga. Slíkar játningar væru auðvitað mikilvægar ef þær væru trúverðugar. Það eru þær ekki, því nákvæmlega ekkert annað bendir til að glæpur hafi verið framinn, auk þess sem ósannar játningar eru talsvert algengari en ætla mætti, hvað þá þegar beitt er jafn svívirðilegum pyntingum og hér var raunin. Ekki síður alvarlegt er að rannsóknarlögreglan sýndi með óyggjandi hætti að hún gat fengið fram þær játningar sem henni sýndist, hversu fjarstæðukenndar sem þær voru. Á meðan sakborningar voru einangraðir hver frá öðrum í gæsluvarðhaldi fékk lögreglan þá alla til að staðfesta tiltekna flókna atburðarás, sem leiddi til langvarandi gæsluvarðhalds yfir fjórum öðrum mönnum. Síðar kom í ljós að um algeran uppspuna var að ræða. Með því að fá fram játningar á slíkum uppspuna sýndu rannsakendur málsins í eitt skipti fyrir öll að niðurstöður þeirra voru einskis virði. Ljóst er því að lögreglan og dómsvaldið brugðust ekki bara illilega, heldur frömdu hræðileg illvirki á fólki sem átti að njóta verndar réttarríkisins, burtséð frá því hvort það átti nokkra sök í umræddum málum. Af því hversu alvarlegt þetta mál er verður ekki hjá því komist að rannsaka það niður í kjölinn. Til þess ætti að skipa rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til vitnaleiðslu. Við þessar aðstæður ættu lögfræðingar fremur að velta fyrir sér (í heyranda hljóði) hvernig hægt sé að leiðrétta svona alvarleg brot á grundvallarreglum réttarríkisins, og koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Að minnsta kosti þeir lögfræðingar sem vilja láta líta á sig sem hugsuði á þessu sviði en ekki viljalausa þjóna kerfis sem hefur svívirt þær grundvallarreglur sem það segist byggja á. Það er líka hollt að hafa í huga að þótt lögfræðingar geti verið sérfræðingar í því hvernig réttarkerfið virkar þá þrýtur sérfræðikunnáttu þeirra þegar kerfið hættir að virka, eins og það gerði hér.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun