Erlent

Veitingastaður brostinna drauma

Rifrildi hjónanna var gert opinbert á Twitter.
Rifrildi hjónanna var gert opinbert á Twitter. mynd/ANDY BOYLE
Metnaðarfullur Twitter notandi birti nákvæma útlistun á rifrildi hjóna á hamborgarastað í Bandaríkjunum.

Fylgjendur Andy Boyle á Twitter fylgdust með rifrildinu í rauntíma en hann birti einnig ljósmyndir og mynbönd.

Boyle lýsti því yfir að hann væri að fylgjast með hjónabandi molna niður þegar hjónin skiptust á ásökunum. Honum fannst þó rifrildið vera heldur hversdagslegt.

Eiginmaðurinn sagði konu sinni að ef hún elskaði hann í raun myndi hún vera duglegri við uppvaskið. Einnig sagðist hann ekki þola það þegar hún truflaði hann við tölvuleikjaspilun.

Hann lýsti því síðan yfir að hann ætti að stjórna fatavali eiginkonu sinnar.

Boyle lýkur frásögn sinni á tregafullu faðmlagi hjónanna fyrir utan hamborgarastaðinn.

Hægt er að sjá sögu Boyles hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×