Taka undir hugmyndir Ögmundar um flugvöll í þjóðaratkvæði 12. júlí 2011 19:15 Bæði fjármálaráðherra og utanríkisráðherra taka undir hugmyndir innanríkisráðherra um að setja framtíð Reykjavíkurflugvallar í þjóðaratkvæði. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann teldi að Reykjavíkurflugvöll ætti ekki að færa úr Vatnsmýri. Hann sagði einnig að deildar meiningar væru í þjóðfélaginu öllu um flugvöllinn og að hann teldi að ganga ætti til þjóðaratkvæðargreiðslu um málið. „Það hvernig samgöngum er háttað til og frá Reykjavík er stórt mál sem varðar mjög ríka hagsmuni allra landsmanna, en um leið er þetta að sjálfsögðu líka skipulagsmál hér í Reykjavík," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Ertu þeirrar skoðunar að málefni flugvallarins eigi því að fara í þjóðaratkvæði? „Ég ætla ekkert að útiloka það. Það getur vel verið að til þess komi ef menn geta lagt fram skýra valkosti. Hvernig það spilar saman við afstöðu stjórnvalda á mismunandi stigum í þessu máli, það þarf auðvitað að skýra það í leiðinni," segir Steingrímur. „Þetta er ein af mörgum ágætum hugmyndum innanríkisráðherrans. Við erum báðir lýðræðissinnar og ég hef yfirleitt verið á bandi þeirra sem vilja auka rétt fólks til þess að ákveða stór mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þannig að mér finnst þetta hugmynd sem er meira en einnar messu virði," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Til stendur að reisa nýja færanlega flugstöðvabyggingu við Reykjavíkurflugvöll. En hvenær sér innanríkisráðherra fyrir sér að hún rísi? „Hvað sem líður deilum um framtíð flugvallarins þá verður hann hér á næstu árum. Og það verður að bæta aðstöðu við innanlandsflugið. Um þetta eru allir sammála og ég vonast til þess að við getum fljótlega gengið frá samkomulagi þar að lútandi," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra samgöngumála. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Bæði fjármálaráðherra og utanríkisráðherra taka undir hugmyndir innanríkisráðherra um að setja framtíð Reykjavíkurflugvallar í þjóðaratkvæði. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hann teldi að Reykjavíkurflugvöll ætti ekki að færa úr Vatnsmýri. Hann sagði einnig að deildar meiningar væru í þjóðfélaginu öllu um flugvöllinn og að hann teldi að ganga ætti til þjóðaratkvæðargreiðslu um málið. „Það hvernig samgöngum er háttað til og frá Reykjavík er stórt mál sem varðar mjög ríka hagsmuni allra landsmanna, en um leið er þetta að sjálfsögðu líka skipulagsmál hér í Reykjavík," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Ertu þeirrar skoðunar að málefni flugvallarins eigi því að fara í þjóðaratkvæði? „Ég ætla ekkert að útiloka það. Það getur vel verið að til þess komi ef menn geta lagt fram skýra valkosti. Hvernig það spilar saman við afstöðu stjórnvalda á mismunandi stigum í þessu máli, það þarf auðvitað að skýra það í leiðinni," segir Steingrímur. „Þetta er ein af mörgum ágætum hugmyndum innanríkisráðherrans. Við erum báðir lýðræðissinnar og ég hef yfirleitt verið á bandi þeirra sem vilja auka rétt fólks til þess að ákveða stór mál í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þannig að mér finnst þetta hugmynd sem er meira en einnar messu virði," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Til stendur að reisa nýja færanlega flugstöðvabyggingu við Reykjavíkurflugvöll. En hvenær sér innanríkisráðherra fyrir sér að hún rísi? „Hvað sem líður deilum um framtíð flugvallarins þá verður hann hér á næstu árum. Og það verður að bæta aðstöðu við innanlandsflugið. Um þetta eru allir sammála og ég vonast til þess að við getum fljótlega gengið frá samkomulagi þar að lútandi," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra samgöngumála. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir