Pólverjar lýsa yfir stuðningi við að viðræðum við Ísland verði hraðað 12. júlí 2011 19:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað. Ráðherrann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við ESB, en ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt áherslu á að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hraðað. „Ég hef fengið viðbrögð frá Pólverjum sem að núna hafa tekið við forystu Evrópusambandsins. Það var fundur í Póllandi sem mínir menn voru á fyrir nokkrum dögum og þar kom skýrt fram að Pólverjar myndu í sinni formennskutíð leggja áherslu á að opna fleiri kafla því það væri jú okkar ósk að opna fleiri kafla en hafði verið vilji til á þessari stundu hjá ESB. Og Pólverjarnir lögðu sérstaka áherslu á fisk og landbúnað. Þannig að ég tel að þetta hafi strax haft áhrif," segir Össur. Utanríkisráðherra sagði í viðtali við Euronews í lok júní að íslenska ríkið þyrfti ekki sérstaka undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB. Í þessu tilliti þyrfti ríkið bara regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Engin erlend þjóð hefði veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár og reglur Evrópusambandsins væru þess eðlis að aðrar þjóðir gætu ekki komið í lögsögu Íslands og veitt að vild. „Varðandi hvort að ríki geti komið hingað inn í efnahagslögsöguna og tekið frá okkur afla þá liggur það alveg fyrir að 70 prósent af okkar stofnum eru staðbundin. Þessi regla um hlutfallslegan stöðugleika tryggir það í reynd að það getur enginn komið í krafti sögulegrar veiðireynslu og reynt að gera tilkall til þess," segir Össur. Össur segist þeirrar skoðunar að farsælla sé að fara leið sérlausna en að fara fram með kröfu um varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Mun þá umboð samninganefndarinnar í sjávarútvegsmálum grundvallast á því, að ná fram þessum sérlausnum fremur en að krefjast varanlegra undanþága frá fiskveiðistefnu sambandsins? „Já, það er leið sem við höfum fyrst og fremst verið að skoða," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að Pólverjar hafi lýst yfir sérstökum stuðningi við að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hraðað. Ráðherrann segir að lögð verði áhersla á sérlausnir fyrir íslenskan sjávarútveg í aðildarviðræðum við ESB, en ekki varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt áherslu á að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hraðað. „Ég hef fengið viðbrögð frá Pólverjum sem að núna hafa tekið við forystu Evrópusambandsins. Það var fundur í Póllandi sem mínir menn voru á fyrir nokkrum dögum og þar kom skýrt fram að Pólverjar myndu í sinni formennskutíð leggja áherslu á að opna fleiri kafla því það væri jú okkar ósk að opna fleiri kafla en hafði verið vilji til á þessari stundu hjá ESB. Og Pólverjarnir lögðu sérstaka áherslu á fisk og landbúnað. Þannig að ég tel að þetta hafi strax haft áhrif," segir Össur. Utanríkisráðherra sagði í viðtali við Euronews í lok júní að íslenska ríkið þyrfti ekki sérstaka undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB. Í þessu tilliti þyrfti ríkið bara regluna um hlutfallslegan stöðugleika. Engin erlend þjóð hefði veitt á íslenska hafsvæðinu í 35 ár og reglur Evrópusambandsins væru þess eðlis að aðrar þjóðir gætu ekki komið í lögsögu Íslands og veitt að vild. „Varðandi hvort að ríki geti komið hingað inn í efnahagslögsöguna og tekið frá okkur afla þá liggur það alveg fyrir að 70 prósent af okkar stofnum eru staðbundin. Þessi regla um hlutfallslegan stöðugleika tryggir það í reynd að það getur enginn komið í krafti sögulegrar veiðireynslu og reynt að gera tilkall til þess," segir Össur. Össur segist þeirrar skoðunar að farsælla sé að fara leið sérlausna en að fara fram með kröfu um varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambandsins. Mun þá umboð samninganefndarinnar í sjávarútvegsmálum grundvallast á því, að ná fram þessum sérlausnum fremur en að krefjast varanlegra undanþága frá fiskveiðistefnu sambandsins? „Já, það er leið sem við höfum fyrst og fremst verið að skoða," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira