Reynisnes austan Eyjafjarðar Valgarður Egilsson skrifar 3. janúar 2011 03:00 Helgi magri nam land milli Sigluness og Reynisness, segir Landnámabók. Reynisnes er þá Gjögurtá austan Eyjafjarðar yst. Heitið Reynisnes var notað öldum saman (reynir finnst í Fossdal innan við Gjögurinn). Þeir Þingeyingar koma sér ekki saman um heiti á skagann austan Eyjafjarðar. Ein hugmyndin er Reynisnes. Í heiðnum sið var helgi á reyninum, hann kallaður björg Þórs, segir Snorri. Helgi magri var írskur í móðurætt og að uppeldi, sagður blandinn í trú sinni, kristinn en treysti á Þór í hafi. Helgi og kona hans Þórunn Ketilsdóttir voru fyrsta vetur sinn á Hámundarstöðum. Helgi gengur upp á fjall til að sjá yfir héraðið. Það kallar hann Sólarfjall. Ekki er vitað nú hvert það fjall var. Lítt sér af Kötlufjalli inn til Eyjafjarðarhéraðs. Yfirsýn yfir hérað er best af Kaldbak, staða þess fjalls veldur því; og hæð fjallsins því, að þar kemur sól upp snemma. Sólarfjall er þá frekar Kaldbakur. Líklega felur heitið Sólarfjall í sér trúarlega skírskotun. Sögn er að Helgi léti drösla galdrakerlingu upp á Kötlufjall og grýta þar í hel, það gerir maður ekki á neinu sólarfjalli. Helgi og Þórunn hyrna eru einn vetur á Bíldsá austan fjarðarbotns. Þá ákveða þau að setjast að í Kristnesi, þurfa þá að fara vestur yfir frjósama óshólma Eyjafjarðarár. Á leiðinni, í hólmunum, verður Þórunn léttari. Fædd er mær, nefnd Hólmasól, Þorbjörg hólmasól. Óshólmar fljótanna bera í sér frjósemi jarðar. Þess vegna er barnið borið þar, sagan höfð þannig; tvöföld tenging við frjósemi. Það glittir í frjósemisdýrkun, sem á margt sameiginlegt með sólardýrkun. Afkomendur þeirra gömlu hjónanna, Helga og Þórunnar, höfðu átrúnað á frjósemisgoðinu, Frey. Á sólguðinn treysti Þorkell máni, Reykvíkingurinn, venslaður Þórunni. Gömul kona bjó í Ólafsfirði, alin upp á Látraströnd, og þurfti hún að leiðrétta krakkana á Ólafsfirði þegar þeir töluðu um Látrastrandarfjöll: "Þetta heita Sólarfjöll" sagði hún. Við landnám um Eyjafjörð gerði Helgi elda við ósa. Enn koma ósar fljótanna við sögu. Keltar voru víðförlir, höfðu kynni af heimspeki og heimssýn fjarlægustu þjóða. Vel fer saman kristni og trú á öfl náttúrunnar. Frásagan af landnámi Helga og Þórunnar um Eyjafjarðarhérað er sérstæð, þó eru tengsl við landnám í Vatnsdal. Ég styð þá hugmynd að skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda verði nefndur Reynisnes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi magri nam land milli Sigluness og Reynisness, segir Landnámabók. Reynisnes er þá Gjögurtá austan Eyjafjarðar yst. Heitið Reynisnes var notað öldum saman (reynir finnst í Fossdal innan við Gjögurinn). Þeir Þingeyingar koma sér ekki saman um heiti á skagann austan Eyjafjarðar. Ein hugmyndin er Reynisnes. Í heiðnum sið var helgi á reyninum, hann kallaður björg Þórs, segir Snorri. Helgi magri var írskur í móðurætt og að uppeldi, sagður blandinn í trú sinni, kristinn en treysti á Þór í hafi. Helgi og kona hans Þórunn Ketilsdóttir voru fyrsta vetur sinn á Hámundarstöðum. Helgi gengur upp á fjall til að sjá yfir héraðið. Það kallar hann Sólarfjall. Ekki er vitað nú hvert það fjall var. Lítt sér af Kötlufjalli inn til Eyjafjarðarhéraðs. Yfirsýn yfir hérað er best af Kaldbak, staða þess fjalls veldur því; og hæð fjallsins því, að þar kemur sól upp snemma. Sólarfjall er þá frekar Kaldbakur. Líklega felur heitið Sólarfjall í sér trúarlega skírskotun. Sögn er að Helgi léti drösla galdrakerlingu upp á Kötlufjall og grýta þar í hel, það gerir maður ekki á neinu sólarfjalli. Helgi og Þórunn hyrna eru einn vetur á Bíldsá austan fjarðarbotns. Þá ákveða þau að setjast að í Kristnesi, þurfa þá að fara vestur yfir frjósama óshólma Eyjafjarðarár. Á leiðinni, í hólmunum, verður Þórunn léttari. Fædd er mær, nefnd Hólmasól, Þorbjörg hólmasól. Óshólmar fljótanna bera í sér frjósemi jarðar. Þess vegna er barnið borið þar, sagan höfð þannig; tvöföld tenging við frjósemi. Það glittir í frjósemisdýrkun, sem á margt sameiginlegt með sólardýrkun. Afkomendur þeirra gömlu hjónanna, Helga og Þórunnar, höfðu átrúnað á frjósemisgoðinu, Frey. Á sólguðinn treysti Þorkell máni, Reykvíkingurinn, venslaður Þórunni. Gömul kona bjó í Ólafsfirði, alin upp á Látraströnd, og þurfti hún að leiðrétta krakkana á Ólafsfirði þegar þeir töluðu um Látrastrandarfjöll: "Þetta heita Sólarfjöll" sagði hún. Við landnám um Eyjafjörð gerði Helgi elda við ósa. Enn koma ósar fljótanna við sögu. Keltar voru víðförlir, höfðu kynni af heimspeki og heimssýn fjarlægustu þjóða. Vel fer saman kristni og trú á öfl náttúrunnar. Frásagan af landnámi Helga og Þórunnar um Eyjafjarðarhérað er sérstæð, þó eru tengsl við landnám í Vatnsdal. Ég styð þá hugmynd að skaginn milli Eyjafjarðar og Skjálfanda verði nefndur Reynisnes.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar