„Þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar“ 15. febrúar 2011 19:09 Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka. Stjórnarandstæðingar hömruðu á því að ríkisstjórnin gerði lítið úr dómi Hæstaréttar. Framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson sagði að alþingismenn ættu að spyrja sig að því á hvaða vegferð íslensk stjórnmál væru þegar valdhrokinn væri svo yfirgengilegur sem raun bæri vitni; að ríkisstjórnin skyldi ekki viðurkenna það gagnvart kjósendum og Hæstarétti að lög hefðu verið brotin. „Og þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar," sagði Birkir. Stuðningsmenn umhverfisráðherra beindu umræðunni að samskiptum Landsvirkjunar og Flóahrepps, og sagði Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, að samningar þeirra vektu áleitnar spurningar um hvort ítök og afskipti raforkufyrirtækjanna í stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi væru sæmandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði verkefni Alþingis að sjá til þess að skipulagsmál sveitarfélaga væru með almannahagsmuni að leiðarljósi. "En ekki með hinni sunnlensku hreppapólitík, sem sumir virðast bara kunna hér," sagði Þórunn. Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, spurði hvort það væri hluti af hinu nýja Íslandi að gera áfram það sem allir aðrir myndu kalla mútur. Framsóknarmenn kröfðust afsagnar ráðherra, sjálfstæðismenn vildu að ráðherra bæri pólitiska ábyrgð; þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spurði hvort umhverfisráðherra liti svo á að pólitík Vinstri grænna væri hafin yfir landslög. Umhverfisráðherrann taldi það kjarna málsins hvaða hagsmunir ættu að njóta vafans. „Eru það hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs eða eru það hagsmunir almennings og náttúru," spurði Svandís Svavarsdóttir. „Þessi forgangsröðun liggur fyrir í mínum huga. Náttúran og almenningur eiga alltaf að njóta vafans." Samfylkingarþingmenn studdu Svandísi. Mörður Árnason sagði ásakanir um lögbrot og valdníðslu fáránlegar. Hér hefðu engin lög verið brotin og ráðherra hefði hlotið að túlka bókstaf laganna eins og honum þótti réttast og vitlegast. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði enga iðrun og enga afsökun koma frá umhverfisráðherra. Viðbrögð ráðherrans, sem sæti nú með þungan dóm á bakinu, væru ekkert annað en hneyksli. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Óvenju þung orð féllu í hatrömmum deilum á Alþingi í dag um stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Stuðningsmenn hennar sökuðu Landsvirkjun og Flóahrepp um mútur en stjórnarforystan var sökuð um yfirgengilegan valdhroka. Stjórnarandstæðingar hömruðu á því að ríkisstjórnin gerði lítið úr dómi Hæstaréttar. Framsóknarmaðurinn Birkir Jón Jónsson sagði að alþingismenn ættu að spyrja sig að því á hvaða vegferð íslensk stjórnmál væru þegar valdhrokinn væri svo yfirgengilegur sem raun bæri vitni; að ríkisstjórnin skyldi ekki viðurkenna það gagnvart kjósendum og Hæstarétti að lög hefðu verið brotin. „Og þeim dettur ekki einu sinni í hug að biðjast afsökunar," sagði Birkir. Stuðningsmenn umhverfisráðherra beindu umræðunni að samskiptum Landsvirkjunar og Flóahrepps, og sagði Álfheiður Ingadóttir, Vinstri grænum, að samningar þeirra vektu áleitnar spurningar um hvort ítök og afskipti raforkufyrirtækjanna í stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi væru sæmandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, sagði verkefni Alþingis að sjá til þess að skipulagsmál sveitarfélaga væru með almannahagsmuni að leiðarljósi. "En ekki með hinni sunnlensku hreppapólitík, sem sumir virðast bara kunna hér," sagði Þórunn. Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingunni, spurði hvort það væri hluti af hinu nýja Íslandi að gera áfram það sem allir aðrir myndu kalla mútur. Framsóknarmenn kröfðust afsagnar ráðherra, sjálfstæðismenn vildu að ráðherra bæri pólitiska ábyrgð; þingflokksformaður þeirra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, spurði hvort umhverfisráðherra liti svo á að pólitík Vinstri grænna væri hafin yfir landslög. Umhverfisráðherrann taldi það kjarna málsins hvaða hagsmunir ættu að njóta vafans. „Eru það hagsmunir viðskipta- og atvinnulífs eða eru það hagsmunir almennings og náttúru," spurði Svandís Svavarsdóttir. „Þessi forgangsröðun liggur fyrir í mínum huga. Náttúran og almenningur eiga alltaf að njóta vafans." Samfylkingarþingmenn studdu Svandísi. Mörður Árnason sagði ásakanir um lögbrot og valdníðslu fáránlegar. Hér hefðu engin lög verið brotin og ráðherra hefði hlotið að túlka bókstaf laganna eins og honum þótti réttast og vitlegast. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði enga iðrun og enga afsökun koma frá umhverfisráðherra. Viðbrögð ráðherrans, sem sæti nú með þungan dóm á bakinu, væru ekkert annað en hneyksli.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira