Ísland og Írland: Ólíkar leiðir í kreppu Stefán Ólafsson skrifar 8. janúar 2011 06:15 Ríkisstjórnir grannríkjanna bregðast með ólíkum hætti við fjármálakreppunni. Helstu leiðir út úr vandanum eru niðurskurður útgjalda og/eða skattahækkanir. Hvernig úrræðin eru útfærð skiptir höfuðmáli fyrir dreifingu byrðanna af kreppunni, þ.e. hvort þunginn kemur í meiri eða minni mæli á herðar lágtekjufólks, meðaltekjufólks eða hátekjufólks. Írar og Bretar eiga það sameiginlegt að leggja meiri áherslu á niðurskurð opinberra útgjalda en skattahækkanir. Sú leið leggst oft með meiri þunga á lægri tekjuhópa. Skandinavíska leiðin, þ.e. varðstaða um velferðarríkið, felur í sér að tekjulægra fólki er frekar hlíft við afleiðingum kreppunnar. Berum nú saman kreppuúrræðin á Írlandi og Íslandi. Ríkisstjórn Írlands kynnti nýlega stærstu kreppuúrræðin til þessa. Lægstu laun verða lækkuð um 12%, lífeyrir verður lækkaður, einnig barnabætur, húsnæðisbætur og atvinnuleysisbætur. Skólagjöld í háskólum verða hækkuð um þriðjung. Skattleysismörk verða lækkuð svo fólk með lægri tekjur borgi meiri skatta. Skattar verða þó einnig hækkaðir á hærri tekjuhópa. Lífeyristekjur verða skattlagðar meira og frádráttur vegna lífeyrisiðgjalda verður lækkaður um helming til 2014. Þá verða útgjöld til rekstrar velferðarkerfisins og menntakerfisins lækkuð umtalsvert. Flest ofangreind úrræði leggjast með meiri þunga á lægri tekjuhópana á Írlandi. Hið sama sagði hlutlaus bresk fjármálastofnun (Institute for Fiscal Studies) um úrræði hægri ríkisstjórnar íhaldsmanna og frjálslyndra í Bretlandi. Á Íslandi hefur þróunin verið að mestu öndverð við það sem er að gerast á Írlandi og Bretlandi. Hér voru lægstu laun hækkuð lítillega, en ekki lækkuð eins og á Írlandi. Lágmarkslífeyrir almannatrygginga var hækkaður um 20% árið 2009 og almennur lífeyrir um 9,6%. Lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega á Íslandi er nú ein sú allra hæsta í Evrópu. Lífeyrir tekjuhærri lífeyrisþega var hins vegar lækkaður lítillega 1. júlí 2009, með auknum skerðingum grunnlífeyris. Atvinnuleysisbætur voru líka hækkaðar hér. Þá voru barnabætur og vaxtabætur vegna húsnæðislána hækkaðar umtalsvert. Skattbyrði lágtekjufólks var lækkuð bæði 2009 og 2010, en hækkuð hjá hærri tekjuhópum. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður og lagður var sérstakur auðlegðarskattur á verulega miklar eignir. Skólagjöld í ríkisháskólum hafa rýrnað að raungildi frá 2007. Ríkisstjórnin á Íslandi hefur þegar innleitt úrræði fyrir skuldug heimili sem fela í sér að fólki býðst að færa greiðslubyrði sína til þess sem var fyrir hrun. Einnig býðst sá kostur að fá höfuðstól skulda lækkaðan niður í 110% af verðmæti fasteignar og enn neðar með sértækri skuldaaðlögun ef erfiðleikar eru mjög miklir. Nýjustu úrræðin, sem tilkynnt voru fyrir skömmu, fela auk þess í sér að vaxtabætur verða stórhækkaðar umfram það sem áður var. Þessi úrræði ná best til þeirra sem mest þurfa á stuðningi að halda. Megineinkenni úrræðanna á Íslandi eru þannig, að reynt er að hlífa lægri tekjuhópum. Allir hafa orðið fyrir kaupmáttarrýrnun en hún er minnst hjá lægri og milli tekjuhópunum en mest hjá þeim tekjuhæstu. Að sama skapi dregur nú verulega úr þeim ójöfnuði í tekjuskiptingunni sem stigmagnaðist frá 1995 til 2007. Ísland færist nú hröðum skrefum nær skandinavísku samfélögunum á því sviði (sjá nánar um þetta á vef Þjóðmálastofnunar HÍ - www.ts.hi.is). Það virðist því ljóst að stefna stjórnvalda á Íslandi hefur náð því markmiði að milda afleiðingar kreppunnar fyrir lægri- og millitekjuhópa. Ætla má að verndun lægri tekjuhópanna hér á landi hjálpi til við endurreisn efnahagslífsins, því það vinnur gegn atvinnuleysi. Atvinnuleysi er einmitt mun minna á Íslandi en á Írlandi. Hagvöxtur er auk þess hafinn hér og heldur áfram á næsta ári að öðru óbreyttu. Skuldir hins opinbera verða ekki eins miklar hér og á Írlandi, þegar upp verður staðið. Skandinavíska leiðin, sem er yfirlýst stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, er um margt öndverð við stefnu hægri stjórnanna á Írlandi og Bretlandi, þar sem tekjulægra fólk finnur hlutfallslega meira fyrir kreppunni. Stefnan hér á landi er að skila árangri sem eftir er tekið erlendis. Neikvæðar afleiðingar kreppunnar eru markvert minni en spáð var og minni en hjá mörgum þjóðum í Evrópu og Ameríku, sem í reynd hefðu átt að geta sloppið betur en Ísland. Hrunið á Íslandi var jú mun stærra og alvarlegra en hjá öðrum vestrænum þjóðum. Stærsta verkefnið framundan hlýtur að vera að ná atvinnuleysinu niður. Ísland er sem betur fer á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir grannríkjanna bregðast með ólíkum hætti við fjármálakreppunni. Helstu leiðir út úr vandanum eru niðurskurður útgjalda og/eða skattahækkanir. Hvernig úrræðin eru útfærð skiptir höfuðmáli fyrir dreifingu byrðanna af kreppunni, þ.e. hvort þunginn kemur í meiri eða minni mæli á herðar lágtekjufólks, meðaltekjufólks eða hátekjufólks. Írar og Bretar eiga það sameiginlegt að leggja meiri áherslu á niðurskurð opinberra útgjalda en skattahækkanir. Sú leið leggst oft með meiri þunga á lægri tekjuhópa. Skandinavíska leiðin, þ.e. varðstaða um velferðarríkið, felur í sér að tekjulægra fólki er frekar hlíft við afleiðingum kreppunnar. Berum nú saman kreppuúrræðin á Írlandi og Íslandi. Ríkisstjórn Írlands kynnti nýlega stærstu kreppuúrræðin til þessa. Lægstu laun verða lækkuð um 12%, lífeyrir verður lækkaður, einnig barnabætur, húsnæðisbætur og atvinnuleysisbætur. Skólagjöld í háskólum verða hækkuð um þriðjung. Skattleysismörk verða lækkuð svo fólk með lægri tekjur borgi meiri skatta. Skattar verða þó einnig hækkaðir á hærri tekjuhópa. Lífeyristekjur verða skattlagðar meira og frádráttur vegna lífeyrisiðgjalda verður lækkaður um helming til 2014. Þá verða útgjöld til rekstrar velferðarkerfisins og menntakerfisins lækkuð umtalsvert. Flest ofangreind úrræði leggjast með meiri þunga á lægri tekjuhópana á Írlandi. Hið sama sagði hlutlaus bresk fjármálastofnun (Institute for Fiscal Studies) um úrræði hægri ríkisstjórnar íhaldsmanna og frjálslyndra í Bretlandi. Á Íslandi hefur þróunin verið að mestu öndverð við það sem er að gerast á Írlandi og Bretlandi. Hér voru lægstu laun hækkuð lítillega, en ekki lækkuð eins og á Írlandi. Lágmarkslífeyrir almannatrygginga var hækkaður um 20% árið 2009 og almennur lífeyrir um 9,6%. Lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega á Íslandi er nú ein sú allra hæsta í Evrópu. Lífeyrir tekjuhærri lífeyrisþega var hins vegar lækkaður lítillega 1. júlí 2009, með auknum skerðingum grunnlífeyris. Atvinnuleysisbætur voru líka hækkaðar hér. Þá voru barnabætur og vaxtabætur vegna húsnæðislána hækkaðar umtalsvert. Skattbyrði lágtekjufólks var lækkuð bæði 2009 og 2010, en hækkuð hjá hærri tekjuhópum. Fjármagnstekjuskattur var hækkaður og lagður var sérstakur auðlegðarskattur á verulega miklar eignir. Skólagjöld í ríkisháskólum hafa rýrnað að raungildi frá 2007. Ríkisstjórnin á Íslandi hefur þegar innleitt úrræði fyrir skuldug heimili sem fela í sér að fólki býðst að færa greiðslubyrði sína til þess sem var fyrir hrun. Einnig býðst sá kostur að fá höfuðstól skulda lækkaðan niður í 110% af verðmæti fasteignar og enn neðar með sértækri skuldaaðlögun ef erfiðleikar eru mjög miklir. Nýjustu úrræðin, sem tilkynnt voru fyrir skömmu, fela auk þess í sér að vaxtabætur verða stórhækkaðar umfram það sem áður var. Þessi úrræði ná best til þeirra sem mest þurfa á stuðningi að halda. Megineinkenni úrræðanna á Íslandi eru þannig, að reynt er að hlífa lægri tekjuhópum. Allir hafa orðið fyrir kaupmáttarrýrnun en hún er minnst hjá lægri og milli tekjuhópunum en mest hjá þeim tekjuhæstu. Að sama skapi dregur nú verulega úr þeim ójöfnuði í tekjuskiptingunni sem stigmagnaðist frá 1995 til 2007. Ísland færist nú hröðum skrefum nær skandinavísku samfélögunum á því sviði (sjá nánar um þetta á vef Þjóðmálastofnunar HÍ - www.ts.hi.is). Það virðist því ljóst að stefna stjórnvalda á Íslandi hefur náð því markmiði að milda afleiðingar kreppunnar fyrir lægri- og millitekjuhópa. Ætla má að verndun lægri tekjuhópanna hér á landi hjálpi til við endurreisn efnahagslífsins, því það vinnur gegn atvinnuleysi. Atvinnuleysi er einmitt mun minna á Íslandi en á Írlandi. Hagvöxtur er auk þess hafinn hér og heldur áfram á næsta ári að öðru óbreyttu. Skuldir hins opinbera verða ekki eins miklar hér og á Írlandi, þegar upp verður staðið. Skandinavíska leiðin, sem er yfirlýst stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, er um margt öndverð við stefnu hægri stjórnanna á Írlandi og Bretlandi, þar sem tekjulægra fólk finnur hlutfallslega meira fyrir kreppunni. Stefnan hér á landi er að skila árangri sem eftir er tekið erlendis. Neikvæðar afleiðingar kreppunnar eru markvert minni en spáð var og minni en hjá mörgum þjóðum í Evrópu og Ameríku, sem í reynd hefðu átt að geta sloppið betur en Ísland. Hrunið á Íslandi var jú mun stærra og alvarlegra en hjá öðrum vestrænum þjóðum. Stærsta verkefnið framundan hlýtur að vera að ná atvinnuleysinu niður. Ísland er sem betur fer á réttri leið.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar