Dellusafn á Flateyri fyrir áráttusafnara 16. febrúar 2011 13:15 Fyrrverandi lögreglumaður vill auka fjölbreytni afþreyingar fyrir ferðamenn og skapa umsvif á Flateyri með safni með ýmiss konar einkasöfnum.Fréttablaðið/Heiða „Þetta er náttúrlega della," segir Jón Svanberg Hjartarson, safnari á Ísafirði, sem vill koma á fót „Dellusafni" á Flateyri. Jón Svanberg óskar eftir því við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að fá efri hæðina á gömlu bæjarskrifstofunum á Flateyri undir safnið. Ætlun hans er að þar verði, auk hans eigin lögreglumunasafns, söfn annarra sem safna gripum af öðru tagi. Úr verði eitt allsherjar dellusafn. „Ég hef áður velt því fyrir mér að koma mínum gripum í safn sem fólk hefði aðgang að en ekkert varð af því. Nú spyrja menn hvað sé til ráða til að bæta úr atvinnuástandinu á minni stöðum og þá datt mér í hug að taka þessa hugmynd fram aftur," útskýrir Jón Svanberg sem vonast til að Dellusafnið verði lyftistöng fyrir Flateyri. Jón Svanberg Hjartarson „Það vantar meiri fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn og með þessu væri hægt að búa til allt að einu starfi yfir sumartímann. Það munar um það," bendir Jón Svanberg á. Áhugann á lögreglumunum segir Jón Svanberg tengjast því að hann hafi verið lögreglumaður í sextán ár þar til hann hætti fyrir um tveimur árum. Áhersla hans sé á einkennishúfur. Hann eigi um 120 slíkar húfur víðs vegar að úr heiminum, lengst að frá Kína. Þá segist hann eiga um eitt þúsund einkennismerki, nokkra búninga og „valdbeitingarbúnað" frá ýmsum tímum, meðal annars frá óeirðunum á Austurvelli 1949. „Hugmyndin þróaðist að lokum út í að koma upp safni um hinar ýmsu dellur, til dæmis fyrir þá sem safna bátalíkönum og ég hef heyrt um einn sem safnar sykurmolum," segir Jón Svanberg. Forsenda fyrir því að málið nái á næsta stig sé að tryggja húsnæði. „Ég veit ekki um neina fyrirséða notkun á húsnæðinu og það gæti hentað," segir Jón Svanberg um aðra hæðina á gömlu bæjarstjórnarskrifstofunni. Bæjarráðið vísaði ósk hans „inn í aðra vinnslu hvað varðar málefni Flateyrar" eins og segir í afgreiðslunni. Hann kveðst ekki átta sig á merkingu þess. „Það er góð spurning. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð en ekki svar af eða á og er að bíða eftir frekari upplýsingum frá bæjarráðinu." gar@frettabladid.is Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
„Þetta er náttúrlega della," segir Jón Svanberg Hjartarson, safnari á Ísafirði, sem vill koma á fót „Dellusafni" á Flateyri. Jón Svanberg óskar eftir því við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að fá efri hæðina á gömlu bæjarskrifstofunum á Flateyri undir safnið. Ætlun hans er að þar verði, auk hans eigin lögreglumunasafns, söfn annarra sem safna gripum af öðru tagi. Úr verði eitt allsherjar dellusafn. „Ég hef áður velt því fyrir mér að koma mínum gripum í safn sem fólk hefði aðgang að en ekkert varð af því. Nú spyrja menn hvað sé til ráða til að bæta úr atvinnuástandinu á minni stöðum og þá datt mér í hug að taka þessa hugmynd fram aftur," útskýrir Jón Svanberg sem vonast til að Dellusafnið verði lyftistöng fyrir Flateyri. Jón Svanberg Hjartarson „Það vantar meiri fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn og með þessu væri hægt að búa til allt að einu starfi yfir sumartímann. Það munar um það," bendir Jón Svanberg á. Áhugann á lögreglumunum segir Jón Svanberg tengjast því að hann hafi verið lögreglumaður í sextán ár þar til hann hætti fyrir um tveimur árum. Áhersla hans sé á einkennishúfur. Hann eigi um 120 slíkar húfur víðs vegar að úr heiminum, lengst að frá Kína. Þá segist hann eiga um eitt þúsund einkennismerki, nokkra búninga og „valdbeitingarbúnað" frá ýmsum tímum, meðal annars frá óeirðunum á Austurvelli 1949. „Hugmyndin þróaðist að lokum út í að koma upp safni um hinar ýmsu dellur, til dæmis fyrir þá sem safna bátalíkönum og ég hef heyrt um einn sem safnar sykurmolum," segir Jón Svanberg. Forsenda fyrir því að málið nái á næsta stig sé að tryggja húsnæði. „Ég veit ekki um neina fyrirséða notkun á húsnæðinu og það gæti hentað," segir Jón Svanberg um aðra hæðina á gömlu bæjarstjórnarskrifstofunni. Bæjarráðið vísaði ósk hans „inn í aðra vinnslu hvað varðar málefni Flateyrar" eins og segir í afgreiðslunni. Hann kveðst ekki átta sig á merkingu þess. „Það er góð spurning. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð en ekki svar af eða á og er að bíða eftir frekari upplýsingum frá bæjarráðinu." gar@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira