Lífið

Yrsa skellir Arnaldi aftur

Skál Pétur Már Ólafsson og Yrsa Sigurðardóttir skáluðu í kampavíni í gær eftir að ljóst varð að bók Yrsu, Brakið, sæti á toppnum aðra vikuna í röð.Fréttablaðið/HAG
Skál Pétur Már Ólafsson og Yrsa Sigurðardóttir skáluðu í kampavíni í gær eftir að ljóst varð að bók Yrsu, Brakið, sæti á toppnum aðra vikuna í röð.Fréttablaðið/HAG
Yrsa Sigurðardóttir trónir á toppi metsölulista bókaútgefenda aðra vikuna í röð með bók sína, Brakið. Þetta er í þriðja sinn í þessu jólabókaflóði sem Yrsa kemst í toppinn.

„Við erum bara kampakát,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Yrsu, en skálað var í kampavíni í höfuðstöðvum Bjarts/Veraldar í gær þegar tíðindin bárust.

Arnaldur getur þó vel við unað, Einvígið er enn mest selda bók ársins. Fast á hæla hans kemur hins vegar Gamlinginn eftir Jonas Jonasson, hún er önnur mest selda bók ársins samkvæmt heildarlistanum og situr í þriðja sæti á metsölulistanum. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.