Erlent

Cameron stefnir að fleiri vinnufundum

Jóhanna Sigurðardóttir, David Cameron og hinir þjóðarleiðtogarnir koma frá móttöku á heimili forsætisráðherra Bretlands í Downingstræti 10.
Jóhanna Sigurðardóttir, David Cameron og hinir þjóðarleiðtogarnir koma frá móttöku á heimili forsætisráðherra Bretlands í Downingstræti 10. Mynd/AP

Leiðtogafundur Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem haldinn var í London á fimmtudag, verður einungis sá fyrsti, verði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að ósk sinni.

Hann stefndi leiðtogunum saman til vinnufundar, þar sem fulltrúar frá öllum ríkjunum kynntu nýstárlegar aðferðir og vinnubrögð á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Hann sagði árangurinn fundarins ekki verða mældan „í þeim stóru yfirlýsingum sem við getum gefið, heldur því sem við getum lært af hvert öðru“.

„Ég er mjög stolt og ánægð með framlag íslensku fulltrúanna á þessum fundi,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd ásamt fulltrúum frá Mentor, Marorku, Vinnumálastofnun Norður- og Austurlands, Hjallastefnunni og Nýsköpunarsjóði.

„Þarna komu saman sérfræðingar, forsætisráðherrar og embættismenn sem höfðu það markmið að kynna sér lausnir og aðferðir sem hafa gefið góða raun.“- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×