Samheldni í breyttum heimi Catherine Ashton skrifar 9. maí 2011 06:00 Í dag, 9. maí, fagnar Evrópusambandið því að þennan dag árið 1950 lagði Robert Schuman fram hugmyndir sínar um náið samstarf Evrópuríkja til að koma á varanlegum friði og hagsæld í álfunni. Kjarninn í sýn Schumans var að samstarf Evrópuríkja gæti þróast smátt og smátt en ekki með einni ákvörðun eða á einn tiltekinn hátt. Evrópuríki myndu deila með sér fullveldi og byggja upp samstöðu í gegnum sameiginleg verkefni. Og sú varð raunin. Það sem byrjaði sem kola- og stálbandalag og þróaðist yfir í efnahagsbandalag, hefur breyst í samband sem beinir sjónum sínum í auknum mæli út á við og lætur gott af sér leiða í nánasta umhverfi sínu og um allan heim. Það ber framsýni Schumans glöggt vitni hversu vel þessi hópur lýðrræðisríkja hefur stækkað og dafnað. Aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr sex í 27 og lýðræði, réttarríki og virðing fyrir mannréttindum hefur breiðst út til 500 milljóna íbúa sambandsins. Stórt skref í átt að markmiðinu um að byggja upp trúverðuga utanríkisstefnu var tekið með stofnun utanríkisþjónustu ESB (European External Action Service - EEAS) 1. janúar á þessu ári. Utanríkisþjónustan er sameiginlegur vettvangur ESB-ríkja til að koma á framfæri gildum og hagsmunum Evrópu á alþjóðavettvangi. Í fyrsta skipti getum við sameinað á einum stað þau tæki sem ESB hefur yfir að ráða: samningsumleitanir, pólitíska þátttöku, þróunaraðstoð, neyðar- og mannúðaraðstoð, efnahagssamstarf og borgaralega og hernaðarlega stjórnun hættuástands. Við erum þegar farin að nýta þessa möguleika í viðbrögðum okkar við áskorunum og tækifærum sem upp hafa komið í tengslum við þróun mála í Norður-Afríku. Markmið okkar er að búa til betri og samstæðari utanríkisstefnu ESB, þróa viðbrögð og svör við hnattrænum vandamálum og vinna náið með bandamönnum okkar um allan heim. Þetta er þróun sem ég veit að lengi hefur verið kallað eftir og sem við höfum nú komið til móts við. Skilaboðin frá Evrópu til vina okkar um allan heim eru skýr: við viljum vinna saman að því að að takast á við þær miklu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Með stofnun sameiginlegrar utanríkisþjónustu verðum við betri og hæfari samstarfsaðili. Við erum stærsta viðskiptaheildin og stærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum, en við gerum meira en það. Við styðjum við lýðræðisþróun í Egyptalandi og Túnís, vinnum með alþjóðasamfélaginu í að skapa aðstæður fyrir betri framtíð í Líbíu og þrýstum á um breytingar í löndum eins og Sýrlandi sem búa við harðstjórn. Við eigum í baráttu við sjóræningja út af ströndum Sómalíu og aðstoðum við uppbyggingarstarf á Haítí eftir eyðileggingu jarðskjálftans þar. Við miðlum málum milli Serbíu og Kósóvó til að koma á varanlegum friði á vesturhluta Balkanskaga og við leiðum samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra. Á Evrópudeginum 9. maí notar ESB tækifærið til að minnast upphafs Evrópusamvinnunnar. Þar fyrir utan gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur áunnist. Utanríkisþjónusta ESB, ásamt sendinefndum í 130 löndum, er fulltrúi sterkrar og sameinaðar Evrópu. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og stöðugleika fyrir íbúa Evrópu og stuðla að því að íbúar annarra landa njóti sömu gæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 9. maí, fagnar Evrópusambandið því að þennan dag árið 1950 lagði Robert Schuman fram hugmyndir sínar um náið samstarf Evrópuríkja til að koma á varanlegum friði og hagsæld í álfunni. Kjarninn í sýn Schumans var að samstarf Evrópuríkja gæti þróast smátt og smátt en ekki með einni ákvörðun eða á einn tiltekinn hátt. Evrópuríki myndu deila með sér fullveldi og byggja upp samstöðu í gegnum sameiginleg verkefni. Og sú varð raunin. Það sem byrjaði sem kola- og stálbandalag og þróaðist yfir í efnahagsbandalag, hefur breyst í samband sem beinir sjónum sínum í auknum mæli út á við og lætur gott af sér leiða í nánasta umhverfi sínu og um allan heim. Það ber framsýni Schumans glöggt vitni hversu vel þessi hópur lýðrræðisríkja hefur stækkað og dafnað. Aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr sex í 27 og lýðræði, réttarríki og virðing fyrir mannréttindum hefur breiðst út til 500 milljóna íbúa sambandsins. Stórt skref í átt að markmiðinu um að byggja upp trúverðuga utanríkisstefnu var tekið með stofnun utanríkisþjónustu ESB (European External Action Service - EEAS) 1. janúar á þessu ári. Utanríkisþjónustan er sameiginlegur vettvangur ESB-ríkja til að koma á framfæri gildum og hagsmunum Evrópu á alþjóðavettvangi. Í fyrsta skipti getum við sameinað á einum stað þau tæki sem ESB hefur yfir að ráða: samningsumleitanir, pólitíska þátttöku, þróunaraðstoð, neyðar- og mannúðaraðstoð, efnahagssamstarf og borgaralega og hernaðarlega stjórnun hættuástands. Við erum þegar farin að nýta þessa möguleika í viðbrögðum okkar við áskorunum og tækifærum sem upp hafa komið í tengslum við þróun mála í Norður-Afríku. Markmið okkar er að búa til betri og samstæðari utanríkisstefnu ESB, þróa viðbrögð og svör við hnattrænum vandamálum og vinna náið með bandamönnum okkar um allan heim. Þetta er þróun sem ég veit að lengi hefur verið kallað eftir og sem við höfum nú komið til móts við. Skilaboðin frá Evrópu til vina okkar um allan heim eru skýr: við viljum vinna saman að því að að takast á við þær miklu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Með stofnun sameiginlegrar utanríkisþjónustu verðum við betri og hæfari samstarfsaðili. Við erum stærsta viðskiptaheildin og stærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum, en við gerum meira en það. Við styðjum við lýðræðisþróun í Egyptalandi og Túnís, vinnum með alþjóðasamfélaginu í að skapa aðstæður fyrir betri framtíð í Líbíu og þrýstum á um breytingar í löndum eins og Sýrlandi sem búa við harðstjórn. Við eigum í baráttu við sjóræningja út af ströndum Sómalíu og aðstoðum við uppbyggingarstarf á Haítí eftir eyðileggingu jarðskjálftans þar. Við miðlum málum milli Serbíu og Kósóvó til að koma á varanlegum friði á vesturhluta Balkanskaga og við leiðum samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra. Á Evrópudeginum 9. maí notar ESB tækifærið til að minnast upphafs Evrópusamvinnunnar. Þar fyrir utan gefst tækifæri til að líta yfir farinn veg og fagna því sem hefur áunnist. Utanríkisþjónusta ESB, ásamt sendinefndum í 130 löndum, er fulltrúi sterkrar og sameinaðar Evrópu. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og stöðugleika fyrir íbúa Evrópu og stuðla að því að íbúar annarra landa njóti sömu gæða.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar