Er verið að leggja niður sérskóla fyrir þroskahömluð börn? Jóhanna G. Kristjánsdóttir skrifar 19. maí 2011 09:00 Tilefni eftirfarandi vangaveltna er m.a. grein Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra í Reykjavík, Sérskólar og nemendur með þroskahömlun sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars sl. Grein hans fylgir í kjölfar nokkurrar umræðu um breytingarnar sem gerðar hafa verið af hálfu Reykjavíkurborgar og varða skólagöngu nemenda með væga þroskahömlun. Inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla hefur nú þegar verið breytt og Safamýrarskóli og Öskjuhlíðarskóli verða sameinaðir frá og með næsta hausti. Umræðan hófst með grein Ástu K. Ólafsdóttur, sálfræðings og móður drengs með væga þroskahömlun Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? sem birtist í Fréttablaðinu 27. janúar sl. Nemendahópurinn sem á við væga þroskahömlun að stríða er nokkuð stór eða allt að 2% af hverjum aldursárgangi. Skilgreiningar á þroskahömlun gera ráð fyrir fjórum stigum skerts vitsmunaþroska eða frá vægri (greindartala 50-70) til mjög alvarlegrar þroskahömlunar. Nemendur með væga þroskahömlun, sem áður áttu kost á skólagöngu í Höfðaskóla frá 1961 og frá 1975 í Öskjuhlíðarskóla, fá nú ekki lengur inngöngu nema um fjölfatlaða nemendur sé að ræða. Nú skal þörfum þessa hóps alfarið mætt innan almennu grunnskólanna, ýmist í almennum bekkjardeildum eða svokölluðum þátttökubekkjum þar sem möguleikar verða stórlega skertir sé miðað við sérskólastarf þar sem nemendafjöldi og aldursdreifing er meiri. Það er skólastarfið í sinni fjölbreyttu mynd í sérskólanum sem er nemendum ekki hvað síst dýrmætt. Hugmyndafræðina að baki stefnunnar Skóli án aðgreiningar má rekja til baráttuhreyfinga fyrir félagslegum réttlætismálum og hafa lög og reglugerðir víða tekið mið af stefnunni þrátt fyrir nokkurt andóf í hinum vestræna heimshluta og víðar. Samkvæmt henni eiga öll börn að stunda nám í almennum skólum. Allan þennan tíma hafa hins vegar verið nokkuð skiptar skoðanir meðal talsmanna hugmyndafræðinnar hvort leyfa eigi einhverjar undantekningar frá stefnunni. Ef engar undantekningar eru leyfðar eiga foreldrar augljóslega ekkert val um það hvort fatlað barn þeirra stundi nám í sérskóla eða almennum skóla. Nú er það staðreynd að á Íslandi hefur valkosturinn sérskóli fyrir nemendur með væga þroskahömlun verið tekinn frá foreldrum. Sú gjörð verður undirstrikuð með því að leggja niður nafnið Öskjuhlíðarskóli. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, neitar því hins vegar í grein sinni, sem vísað var til hér að framan, að verið sé að leggja niður sérskóla í Reykjavík, sbr. þessi orð hans: „Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í Reykjavík, né hefur komið fram tillaga þess efnis.“ Þessi orð eru afar villandi því það er vissulega verið að leggja niður sérskólann fyrir nemendur með væga þroskahömlun. Framkvæmdinni er bara skipt í áfanga þar sem breytingum á viðmiðunum varðandi inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla var komið á nokkru áður en ákvörðun um sameiningu sérskólanna var tilkynnt. Ljóst má vera að það var gert til þess að ráðamenn gætu sagt að sameining sérskólanna hefði í sjálfu sér enga breytingu í för með sér varðandi inntökuskilyrðin. Öskjuhlíðarskóli hefur frá 1975 þjónað öllu landinu þótt rekstur hafi undanfarin ár verið á ábyrgð fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Í grein fræðslustjóra segir einnig að þegar ný lög um grunnskóla hafi verið samþykkt árið 1990 hafi fallið úr gildi viðmið sem áður hefðu gilt um inntöku nemenda í sérskóla, þ.e. efri og neðri mörk „greindartölu“. Hann segir ennfremur að umræðan hafi þróast „frá umræðu um afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í samspili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu“. Þessi orð fræðslustjóra er erfitt að skilja þar sem það er einmitt „greindarstigsviðmiðið“ sem notað hefur verið grimmt til þess að koma í veg fyrir skólavist nemenda með væga þroskahömlun í Öskjuhlíðarskóla sl. tvö ár. Þá virðast hvorki hafðar í huga heildaraðstæður nemandans né óskir foreldra – aðeins „greindartalan“. Það er nú einlæg von mín að eftirfarandi orð fræðslustjóra séu sett fram í alvöru og af einlægni: „Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarðanir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar.“ Vegna þessara orða leyfi ég mér að vona að tekin verði sem allra fyrst til endurskoðunar skólastefnan sem sett hefur verið fram af svo mikilli óbilgirni á undanförnum árum og áratugum. Tilboðin eiga að vera fjölbreytt og sveigjanleg. Börn með væga þroskahömlun eiga áfram að eiga þess kost að stunda nám í sérskóla sem miðar kennslu og uppeldisstarf við þeirra hæfi. Foreldrar eiga hér eftir sem hingað til að hafa síðasta orðið um þá ákvörðun hvort sérskólinn eða almenni skólinn sé valinn. Það eru mikil mistök og skammsýni að taka þennan valkost frá foreldrum. Vonandi verða mistökin leiðrétt sem allra fyrst. Og vonandi verður tekin upp málefnaleg umræða um skólamál fatlaðra barna og þeim misskilningi útrýmt að það sé eins og brot á helgisetningu að mæla með því eða óska eftir því að barn með væga þroskaskerðingu njóti kennslu og uppeldisskilyrða í vönduðum sérskóla. Takk Ásta fyrir að hafa kjark til að taka þessi mál til skoðunar á opinberum vettvangi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilefni eftirfarandi vangaveltna er m.a. grein Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra í Reykjavík, Sérskólar og nemendur með þroskahömlun sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars sl. Grein hans fylgir í kjölfar nokkurrar umræðu um breytingarnar sem gerðar hafa verið af hálfu Reykjavíkurborgar og varða skólagöngu nemenda með væga þroskahömlun. Inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla hefur nú þegar verið breytt og Safamýrarskóli og Öskjuhlíðarskóli verða sameinaðir frá og með næsta hausti. Umræðan hófst með grein Ástu K. Ólafsdóttur, sálfræðings og móður drengs með væga þroskahömlun Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? sem birtist í Fréttablaðinu 27. janúar sl. Nemendahópurinn sem á við væga þroskahömlun að stríða er nokkuð stór eða allt að 2% af hverjum aldursárgangi. Skilgreiningar á þroskahömlun gera ráð fyrir fjórum stigum skerts vitsmunaþroska eða frá vægri (greindartala 50-70) til mjög alvarlegrar þroskahömlunar. Nemendur með væga þroskahömlun, sem áður áttu kost á skólagöngu í Höfðaskóla frá 1961 og frá 1975 í Öskjuhlíðarskóla, fá nú ekki lengur inngöngu nema um fjölfatlaða nemendur sé að ræða. Nú skal þörfum þessa hóps alfarið mætt innan almennu grunnskólanna, ýmist í almennum bekkjardeildum eða svokölluðum þátttökubekkjum þar sem möguleikar verða stórlega skertir sé miðað við sérskólastarf þar sem nemendafjöldi og aldursdreifing er meiri. Það er skólastarfið í sinni fjölbreyttu mynd í sérskólanum sem er nemendum ekki hvað síst dýrmætt. Hugmyndafræðina að baki stefnunnar Skóli án aðgreiningar má rekja til baráttuhreyfinga fyrir félagslegum réttlætismálum og hafa lög og reglugerðir víða tekið mið af stefnunni þrátt fyrir nokkurt andóf í hinum vestræna heimshluta og víðar. Samkvæmt henni eiga öll börn að stunda nám í almennum skólum. Allan þennan tíma hafa hins vegar verið nokkuð skiptar skoðanir meðal talsmanna hugmyndafræðinnar hvort leyfa eigi einhverjar undantekningar frá stefnunni. Ef engar undantekningar eru leyfðar eiga foreldrar augljóslega ekkert val um það hvort fatlað barn þeirra stundi nám í sérskóla eða almennum skóla. Nú er það staðreynd að á Íslandi hefur valkosturinn sérskóli fyrir nemendur með væga þroskahömlun verið tekinn frá foreldrum. Sú gjörð verður undirstrikuð með því að leggja niður nafnið Öskjuhlíðarskóli. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, neitar því hins vegar í grein sinni, sem vísað var til hér að framan, að verið sé að leggja niður sérskóla í Reykjavík, sbr. þessi orð hans: „Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í Reykjavík, né hefur komið fram tillaga þess efnis.“ Þessi orð eru afar villandi því það er vissulega verið að leggja niður sérskólann fyrir nemendur með væga þroskahömlun. Framkvæmdinni er bara skipt í áfanga þar sem breytingum á viðmiðunum varðandi inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla var komið á nokkru áður en ákvörðun um sameiningu sérskólanna var tilkynnt. Ljóst má vera að það var gert til þess að ráðamenn gætu sagt að sameining sérskólanna hefði í sjálfu sér enga breytingu í för með sér varðandi inntökuskilyrðin. Öskjuhlíðarskóli hefur frá 1975 þjónað öllu landinu þótt rekstur hafi undanfarin ár verið á ábyrgð fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Í grein fræðslustjóra segir einnig að þegar ný lög um grunnskóla hafi verið samþykkt árið 1990 hafi fallið úr gildi viðmið sem áður hefðu gilt um inntöku nemenda í sérskóla, þ.e. efri og neðri mörk „greindartölu“. Hann segir ennfremur að umræðan hafi þróast „frá umræðu um afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í samspili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu“. Þessi orð fræðslustjóra er erfitt að skilja þar sem það er einmitt „greindarstigsviðmiðið“ sem notað hefur verið grimmt til þess að koma í veg fyrir skólavist nemenda með væga þroskahömlun í Öskjuhlíðarskóla sl. tvö ár. Þá virðast hvorki hafðar í huga heildaraðstæður nemandans né óskir foreldra – aðeins „greindartalan“. Það er nú einlæg von mín að eftirfarandi orð fræðslustjóra séu sett fram í alvöru og af einlægni: „Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarðanir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar.“ Vegna þessara orða leyfi ég mér að vona að tekin verði sem allra fyrst til endurskoðunar skólastefnan sem sett hefur verið fram af svo mikilli óbilgirni á undanförnum árum og áratugum. Tilboðin eiga að vera fjölbreytt og sveigjanleg. Börn með væga þroskahömlun eiga áfram að eiga þess kost að stunda nám í sérskóla sem miðar kennslu og uppeldisstarf við þeirra hæfi. Foreldrar eiga hér eftir sem hingað til að hafa síðasta orðið um þá ákvörðun hvort sérskólinn eða almenni skólinn sé valinn. Það eru mikil mistök og skammsýni að taka þennan valkost frá foreldrum. Vonandi verða mistökin leiðrétt sem allra fyrst. Og vonandi verður tekin upp málefnaleg umræða um skólamál fatlaðra barna og þeim misskilningi útrýmt að það sé eins og brot á helgisetningu að mæla með því eða óska eftir því að barn með væga þroskaskerðingu njóti kennslu og uppeldisskilyrða í vönduðum sérskóla. Takk Ásta fyrir að hafa kjark til að taka þessi mál til skoðunar á opinberum vettvangi!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar