Fréttaskýring: Landbúnaðarstefna ESB til grundvallar 17. febrúar 2011 22:00 Íslendingar fallast á að vinna út frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB en minna á mikilvægi tollverndar.Nordicphotos/afp Hverju vill landbúnaðarráðherra ná fram í viðræðum við ESB? Á rýnifundi Íslands og ESB í Brussel fyrir mánaðamót var íslenski samningahópurinn um landbúnaðarmál spurður af viðsemjendum sínum hvort Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll aðildarviðræðna. Svarið var já, en formaður samningahópsins segir það hafa verið með ströngum fyrirvörum. „Við svöruðum því til að Íslendingar, með ótal sterkum fyrirvörum, geri sér grein fyrir því að Evrópulöggjöfin myndi grundvöll að þessum viðræðum og það var ekki gerð athugasemd við það svar," segir Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps landbúnaðarmála, en hann er einnig ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar með er ekki sagt að einhugur ríki um þessa niðurstöðu við ríkisstjórnarborðið. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi Ísafoldar í vikunni að hann vildi að það yrðu ávallt íslensk lög sem réðu um tilhögun landbúnaðar á Íslandi. Um þetta hefði „verið ágreiningur og er enn". Jón sagði þar: „Við sækjum um á forsendum ESB og það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að við ættum að gera það en það eru þær reglur sem lagt er upp með." Þegar yfirstandandi samanburði á lögum Íslands og ESB lýkur vill Jón ekki bara setja markmið heldur klár skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum: „Undanþágur frá lögum ESB, sem ekki eru bundnar íslenskum lögum, eru meira og minna tímabundnar. Hvort þær eru tíu eða fimmtíu er ekki meginmálið. Við ætlum að eiga okkar óskoraða forræði í þessum málaflokkum," segir Jón og telur meðal annars upp landbúnað, sjávarútveg og heilbrigðismál. Skilyrðin eigi að hafa „varanlega lögbundna sérstöðu". Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir svar samningahópsins ekki koma á óvart. „Þetta höfum við alltaf sagt. Þegar sótt er um aðild að ESB þá er bara ESB í boði. ESB sótti ekki um aðild að Íslandi." Hann segir meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis „draumóraályktun". Ekki náist allt fram sem þar er beðið um í landbúnaðarmálum.klemens@frettabladid.is Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Hverju vill landbúnaðarráðherra ná fram í viðræðum við ESB? Á rýnifundi Íslands og ESB í Brussel fyrir mánaðamót var íslenski samningahópurinn um landbúnaðarmál spurður af viðsemjendum sínum hvort Ísland féllist á sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sem grundvöll aðildarviðræðna. Svarið var já, en formaður samningahópsins segir það hafa verið með ströngum fyrirvörum. „Við svöruðum því til að Íslendingar, með ótal sterkum fyrirvörum, geri sér grein fyrir því að Evrópulöggjöfin myndi grundvöll að þessum viðræðum og það var ekki gerð athugasemd við það svar," segir Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samningahóps landbúnaðarmála, en hann er einnig ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar með er ekki sagt að einhugur ríki um þessa niðurstöðu við ríkisstjórnarborðið. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi Ísafoldar í vikunni að hann vildi að það yrðu ávallt íslensk lög sem réðu um tilhögun landbúnaðar á Íslandi. Um þetta hefði „verið ágreiningur og er enn". Jón sagði þar: „Við sækjum um á forsendum ESB og það er bara þannig. Ég er ekki sammála því að við ættum að gera það en það eru þær reglur sem lagt er upp með." Þegar yfirstandandi samanburði á lögum Íslands og ESB lýkur vill Jón ekki bara setja markmið heldur klár skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum: „Undanþágur frá lögum ESB, sem ekki eru bundnar íslenskum lögum, eru meira og minna tímabundnar. Hvort þær eru tíu eða fimmtíu er ekki meginmálið. Við ætlum að eiga okkar óskoraða forræði í þessum málaflokkum," segir Jón og telur meðal annars upp landbúnað, sjávarútveg og heilbrigðismál. Skilyrðin eigi að hafa „varanlega lögbundna sérstöðu". Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir svar samningahópsins ekki koma á óvart. „Þetta höfum við alltaf sagt. Þegar sótt er um aðild að ESB þá er bara ESB í boði. ESB sótti ekki um aðild að Íslandi." Hann segir meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis „draumóraályktun". Ekki náist allt fram sem þar er beðið um í landbúnaðarmálum.klemens@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira