Íþróttalistamenn Ingvar Sverrisson skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um niðurskurð til tónlistarskóla í Reykjavík. Ekki get ég sagt að ég sé sáttur við niðurskurð til tónlistarkennslu barna og unglinga frekar en niðurskurð til íþróttastarfs fyrir sama aldurshóp enda er verið að vinna mikilvægt starf með börnum og unglingum í báðum tilfellum. Hitt er svo spurning hvort ekki sé rétt að framhaldsnám í tónlist sé hjá ríkinu eins og allt framhaldsnám er. Mikilvægt er að niðurstaða komist í það mál sem allra fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju forystumenn tónlistarskóla og ákveðnir tónlistarmenn velja að nota íþróttamál til viðmiðunar í baráttunni fyrir sínum málsstað, gegn niðurskurði á framlögum borgarinnar til tónlistarskóla. Ég hefði miklu frekar talið það styrk okkar allra sem vinnum af krafti með börnum og unglingum í þeirra frístundum ef við snerum bökum saman og gerðum ráðamönnum, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, grein fyrir því mikilvæga starfi sem við erum að vinna á okkar vettvangi. Á vettvangi frítíma barna og unglinga. Að undanförnu hafa sumir listamenn og einhverjir sem starfa í menningarmálum aftur og aftur ráðast til atlögu gegn íþróttastarfi, allt til að upphefja sinn eigin málsstað. Það hefur alltaf talist vera veikur málflutningur þegar ráðist er á aðra í slíkri baráttu, það hvarflar að manni að þá sé málstaðurinn sem barist er fyrir veikur. Ýmsu hefur verið haldið fram varðandi íþróttir og starfsemi íþróttahreyfingarinnar í þessum málflutningi, í flestum tilfellum hefur verið farið með rangt mál og flutningsmenn varpað fram tölum og fullyrðingum sem ekki hefur verið haft fyrir að kanna hvort séu réttar. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að alltaf megi gera betur í starfinu en það hefur oftar en ekki verið með ólíkindum að hlusta á umræðuna sem virðist eiga greiðan aðgang í fjölmiðla nánast gagnrýnilaust.Tónlistarskólar og íþróttirNiðurskurður Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla hefur af einhverjum ástæðum verið borinn saman við húsaleigu- og æfingastyrki borgarinnar til íþróttafélaga. Nú síðast með grein og viðtali við einn fremsta listamann þjóðarinnar í Fréttablaðinu á fimmtudag og föstudag. Í greininni er sýnd tafla sem á að sýna hvernig umræddir styrkir hafi aukist á undanförnum 6 árum en framlög til tónlistarskóla lækkað á sama tíma. Iðkendur innan íþróttafélaganna í Reykjavík eru um 36.000 og þar af 20.000 yngri en 18 ára. Nemendur tónlistarskóla í Reykjavík eru 2.900 þar af 2.400 yngri en18 ára. Skólarnir eru 18 í Reykjavík sem þýðir að það eru að meðaltali rétt rúmlega 150 nemendur í hverjum skóla. Íþróttafélög borgarinnar eru 70 en styrki til barna og unglingastarfs fá 43 í 42 íþróttagreinum. Það þýðir rúmlega 500 manns í hverju félagi að meðaltali. Ekki hljóta þeir sem náð hafa 18 ára aldri styrk frá borginni í íþróttastarfi. Ljóst er að að ekki er hægt að bera saman starfsemina eins og gert er í greininni. Staðreynd er að íþróttafélögin sjálf hafa þurft að mæta 27% niðurskurði á fjárveitingum á þremur árum. Aukning fjárveitinga inn á æfinga- og húsaleiguliðinn hjá Reykjavíkurborg/ÍTR er fyrst og fremst tilkomin vegna nýrra íþróttahúsa við skóla, vegna Egilshallar og Mest-hússins svokallaða sem hýsir fimleika, karate og aðra frístundastarfsemi. Þetta eru ekki hækkanir vegna aukins reksturs íþróttafélaga heldur auknir tímar til æfinga í samræmi við fjölgun ungs fólks í íþrótta- og tómstundastarfi. Ég vil líka taka fram að flestar íþróttir krefjast þess að hægt sé að æfa í þar til gerðum húsum, en ekki er hægt að taka æfingar heima hjá sér 4 sinnum í viku og mæta svo á íþróttaæfingu 1-2 skipti í viku. Foreldrar velta auðvitað fyrir sér af hverju margfalt dýrara er fyrir börn í tónlistarnám umfram íþróttastarf. Augljóst er að einkatímar sem eru algengasta formið í tónlistarkennslu eru dýrari en hóptímar sem alla jafna eru hjá íþróttafélögunum. Auk þess eru þjálfarar hjá íþróttafélögunum með mun lakari laun en kollegar þeirra í tónlistarskólunum og stjórnun íþróttafélaga og rekstur starfsins er að langmestu leyti unnin í sjálfboðavinnu. Munurinn liggur í það minnsta ekki í framlagi borgarinnar þar sem hver einstaklingur í tónlistarnámi kostar borgina 266.000 krónur á ári á meðan einstaklingur í íþróttum kostar Reykjavíkurborg 80.000,- krónur á ári.RíkisstyrkirListamaðurinn talar um ríkisstyrk til íþróttafélaga og spyr af hverju hann sé ekki nefndur. Fróðlegt er að skoða hvaða styrki íþróttahreyfingin fær frá ríkinu í samanburði við menningu og listir. Menning og listir fá um 7 milljarða króna af fjárlögum. ÍSÍ fær tæplega 275 milljónir og tekjur af Lottóinu eru 270 milljónir í góðu ári. Mér finnst munurinn skammarlegur, íþróttirnar fá vel innan við 10% af framlagi til menningar og lista. Í dag eru 400 einstaklingar á Íslandi á listamannalaunum hjá íslenska ríkinu. Það kostar um 440 milljónir á ári. Á sama tíma þiggja 14 einstaklingar mánaðarlega styrki úr afrekssjóði ÍSÍ en framlag ríkisins í þann sjóð eru 25 milljónir. Við setningu Reykjavíkurleikanna sem haldnir voru nú í janúar voru hópar úr mismunandi íþróttagreinum með með stórkostlega sýningu á íþrótt sinni og við það tilefni sagði borgarstjóri: "Ég fæ gæsahúð, þið eruð íþróttalistamenn!" Ef til vill sá hann hvernig þessir tveir hópar sem eru að vinna öflugt og gott starf, geta og eiga að vinna saman. Ég held það sé komin tími til að slíðra sverðin og snúa bökum saman í þeirri baráttu sem framundan er til að fá aukna fjármuni til starfs með börnum og unglingum í frítíma þeirra. Hvort sem er frá ríki eða sveitarfélögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um niðurskurð til tónlistarskóla í Reykjavík. Ekki get ég sagt að ég sé sáttur við niðurskurð til tónlistarkennslu barna og unglinga frekar en niðurskurð til íþróttastarfs fyrir sama aldurshóp enda er verið að vinna mikilvægt starf með börnum og unglingum í báðum tilfellum. Hitt er svo spurning hvort ekki sé rétt að framhaldsnám í tónlist sé hjá ríkinu eins og allt framhaldsnám er. Mikilvægt er að niðurstaða komist í það mál sem allra fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að ég geri mér ekki alveg grein fyrir af hverju forystumenn tónlistarskóla og ákveðnir tónlistarmenn velja að nota íþróttamál til viðmiðunar í baráttunni fyrir sínum málsstað, gegn niðurskurði á framlögum borgarinnar til tónlistarskóla. Ég hefði miklu frekar talið það styrk okkar allra sem vinnum af krafti með börnum og unglingum í þeirra frístundum ef við snerum bökum saman og gerðum ráðamönnum, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, grein fyrir því mikilvæga starfi sem við erum að vinna á okkar vettvangi. Á vettvangi frítíma barna og unglinga. Að undanförnu hafa sumir listamenn og einhverjir sem starfa í menningarmálum aftur og aftur ráðast til atlögu gegn íþróttastarfi, allt til að upphefja sinn eigin málsstað. Það hefur alltaf talist vera veikur málflutningur þegar ráðist er á aðra í slíkri baráttu, það hvarflar að manni að þá sé málstaðurinn sem barist er fyrir veikur. Ýmsu hefur verið haldið fram varðandi íþróttir og starfsemi íþróttahreyfingarinnar í þessum málflutningi, í flestum tilfellum hefur verið farið með rangt mál og flutningsmenn varpað fram tölum og fullyrðingum sem ekki hefur verið haft fyrir að kanna hvort séu réttar. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að alltaf megi gera betur í starfinu en það hefur oftar en ekki verið með ólíkindum að hlusta á umræðuna sem virðist eiga greiðan aðgang í fjölmiðla nánast gagnrýnilaust.Tónlistarskólar og íþróttirNiðurskurður Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla hefur af einhverjum ástæðum verið borinn saman við húsaleigu- og æfingastyrki borgarinnar til íþróttafélaga. Nú síðast með grein og viðtali við einn fremsta listamann þjóðarinnar í Fréttablaðinu á fimmtudag og föstudag. Í greininni er sýnd tafla sem á að sýna hvernig umræddir styrkir hafi aukist á undanförnum 6 árum en framlög til tónlistarskóla lækkað á sama tíma. Iðkendur innan íþróttafélaganna í Reykjavík eru um 36.000 og þar af 20.000 yngri en 18 ára. Nemendur tónlistarskóla í Reykjavík eru 2.900 þar af 2.400 yngri en18 ára. Skólarnir eru 18 í Reykjavík sem þýðir að það eru að meðaltali rétt rúmlega 150 nemendur í hverjum skóla. Íþróttafélög borgarinnar eru 70 en styrki til barna og unglingastarfs fá 43 í 42 íþróttagreinum. Það þýðir rúmlega 500 manns í hverju félagi að meðaltali. Ekki hljóta þeir sem náð hafa 18 ára aldri styrk frá borginni í íþróttastarfi. Ljóst er að að ekki er hægt að bera saman starfsemina eins og gert er í greininni. Staðreynd er að íþróttafélögin sjálf hafa þurft að mæta 27% niðurskurði á fjárveitingum á þremur árum. Aukning fjárveitinga inn á æfinga- og húsaleiguliðinn hjá Reykjavíkurborg/ÍTR er fyrst og fremst tilkomin vegna nýrra íþróttahúsa við skóla, vegna Egilshallar og Mest-hússins svokallaða sem hýsir fimleika, karate og aðra frístundastarfsemi. Þetta eru ekki hækkanir vegna aukins reksturs íþróttafélaga heldur auknir tímar til æfinga í samræmi við fjölgun ungs fólks í íþrótta- og tómstundastarfi. Ég vil líka taka fram að flestar íþróttir krefjast þess að hægt sé að æfa í þar til gerðum húsum, en ekki er hægt að taka æfingar heima hjá sér 4 sinnum í viku og mæta svo á íþróttaæfingu 1-2 skipti í viku. Foreldrar velta auðvitað fyrir sér af hverju margfalt dýrara er fyrir börn í tónlistarnám umfram íþróttastarf. Augljóst er að einkatímar sem eru algengasta formið í tónlistarkennslu eru dýrari en hóptímar sem alla jafna eru hjá íþróttafélögunum. Auk þess eru þjálfarar hjá íþróttafélögunum með mun lakari laun en kollegar þeirra í tónlistarskólunum og stjórnun íþróttafélaga og rekstur starfsins er að langmestu leyti unnin í sjálfboðavinnu. Munurinn liggur í það minnsta ekki í framlagi borgarinnar þar sem hver einstaklingur í tónlistarnámi kostar borgina 266.000 krónur á ári á meðan einstaklingur í íþróttum kostar Reykjavíkurborg 80.000,- krónur á ári.RíkisstyrkirListamaðurinn talar um ríkisstyrk til íþróttafélaga og spyr af hverju hann sé ekki nefndur. Fróðlegt er að skoða hvaða styrki íþróttahreyfingin fær frá ríkinu í samanburði við menningu og listir. Menning og listir fá um 7 milljarða króna af fjárlögum. ÍSÍ fær tæplega 275 milljónir og tekjur af Lottóinu eru 270 milljónir í góðu ári. Mér finnst munurinn skammarlegur, íþróttirnar fá vel innan við 10% af framlagi til menningar og lista. Í dag eru 400 einstaklingar á Íslandi á listamannalaunum hjá íslenska ríkinu. Það kostar um 440 milljónir á ári. Á sama tíma þiggja 14 einstaklingar mánaðarlega styrki úr afrekssjóði ÍSÍ en framlag ríkisins í þann sjóð eru 25 milljónir. Við setningu Reykjavíkurleikanna sem haldnir voru nú í janúar voru hópar úr mismunandi íþróttagreinum með með stórkostlega sýningu á íþrótt sinni og við það tilefni sagði borgarstjóri: "Ég fæ gæsahúð, þið eruð íþróttalistamenn!" Ef til vill sá hann hvernig þessir tveir hópar sem eru að vinna öflugt og gott starf, geta og eiga að vinna saman. Ég held það sé komin tími til að slíðra sverðin og snúa bökum saman í þeirri baráttu sem framundan er til að fá aukna fjármuni til starfs með börnum og unglingum í frítíma þeirra. Hvort sem er frá ríki eða sveitarfélögum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun