Innlent

Reykjanesbær vill undirbúa flutning Gæslunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjanesbær vill hefja undirbúning að flutningi Gæslunnar. Mynd/ Daníel.
Reykjanesbær vill hefja undirbúning að flutningi Gæslunnar. Mynd/ Daníel.
Reykjanesbær er reiðubúinn til samstarfs við innanríkisráðuneytið um hagkvæmniathugun og undirbúning þess að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær.

Það var á ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ þann 9. nóvember síðastliðinn sem ríkisstjórnin lýsti yfir vilja til þess að flytja aðsetur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar. Bæjarstjórnin segir að öll aðstaða fyrir Landhelgisgæslu Íslands sé fyrir hendi á Suðurnesjum. Þar sé húsnæði, flugbrautir, góð hafnaraðstaða og stoðkerfi sem fullnægi þörfum Landhelgisgæslunnar að öllu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×