Sérstakir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 22. júní 2011 16:00 Árið 2007 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður á Íslandi. Sá samningur hefur ekki enn verið lögfestur. Að undanförnu hafa sjö einstaklingar sótt námskeiðið „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Námskeiðið er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Meginmarkmið verkefnisins er að fræða um réttindi fatlaðs fólks og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstaklinga. Þeir sjö einstaklingar sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa allir mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra, sumir þeirra í gegn um samtökin Átak, sem er félag fólks með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp fengu styrk frá Progress-áætlun Evrópusambandsins til að standa að sendiherraverkefninu. Það hefur verið unnið innanlands og beinist að fólki með þroskahömlun með það að markmiði að þátttakendur geti séð um fræðslu á jafningjagrunni fyrir aðra fatlaða einstaklinga. Fræðslan snýst um að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hvort sem er á vernduðum vinnustöðum og/eða hæfingarstöðvum á Íslandi. Afar vel hefur til tekist með verkefnið, sem hefur í senn verið fræðandi og upplýsandi fyrir þá sem hafa tekið þátt. Margir hafa liðsinnt okkur, bæði hönnuðir og aðrir en meðal þeirra sem flutt hafa erindi fyrir hópinn eru Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA, Dóra Bjarnason, prófessor við HÍ, Sigríður Snævarr sendiherra, Helgi Hjörvar alþingismaður og María Hildiþórsdóttir, forstöðumaður Fjölmenntar. Í apríl sóttu sendiherrarnir móttöku hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem þeir fengu afhent skírteini sem sérstakir sendiherrar samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks. Þá hitti hópurinn Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem einnig er ráðherra mannréttinda á fundi í Alþingishúsinu og gerði honum grein fyrir verkefninu. Á næstu dögum og vikum mun hópurinn fara með kynningar á verndaða vinnustaði, s.s. hæfingarstöðvar sem og aðra staði þar sem fatlað fólk vinnur eða býr. Ráðgert er að heimsækja vinnustaði um allt land. Stefnt er að því að sendiherrarnir haldi áfram að vera boðberar samningsins í framhaldinu. Meðal verkefna sem þátttakendur hafa unnið að er að skrifa stuttar persónulegar greinar/lýsingar um upplifun sína af hindrunum og ávinningum sem orðið hafa á vegi þeirra, svo sem varðandi búsetu, menntun, atvinnu og réttarins til að stofna fjölskyldu. Auk þess hefur verið gerð stuttmynd um samninginn með þátttöku sendiherranna og gefinn út sérstakur bæklingur á auðskildu máli með myndrænni framsetningu. Fyrrnefndar greinar sendiherranna hafa að undanförnu verið birtar í Fréttablaðinu. Það er í samræmi við 8. grein samnings SÞ, þar sem fjölmiðlar eru sérstaklega hvattir til þess að fjalla um fatlað fólk með virðingu og á jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Menntun Ég var í rauninni ekki velkominn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir mér af því að ég er með fötlun. 16. júní 2011 09:00 Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01 Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Að vera foreldri Hér á árum áður var komið í veg fyrir að konur með þroskahömlun eignuðust börn með því að þær voru gerðar ófrjóar án vitundar og vilja þeirra sjálfra. Þar með voru brotin á þeim þau sjálfsögðu mannréttindi sem fela í sér að eiga börn og ráða yfir sínum líkama sem er það persónulegasta sem maður á. 18. júní 2011 00:01 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2007 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður á Íslandi. Sá samningur hefur ekki enn verið lögfestur. Að undanförnu hafa sjö einstaklingar sótt námskeiðið „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Námskeiðið er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Meginmarkmið verkefnisins er að fræða um réttindi fatlaðs fólks og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstaklinga. Þeir sjö einstaklingar sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa allir mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra, sumir þeirra í gegn um samtökin Átak, sem er félag fólks með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp fengu styrk frá Progress-áætlun Evrópusambandsins til að standa að sendiherraverkefninu. Það hefur verið unnið innanlands og beinist að fólki með þroskahömlun með það að markmiði að þátttakendur geti séð um fræðslu á jafningjagrunni fyrir aðra fatlaða einstaklinga. Fræðslan snýst um að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hvort sem er á vernduðum vinnustöðum og/eða hæfingarstöðvum á Íslandi. Afar vel hefur til tekist með verkefnið, sem hefur í senn verið fræðandi og upplýsandi fyrir þá sem hafa tekið þátt. Margir hafa liðsinnt okkur, bæði hönnuðir og aðrir en meðal þeirra sem flutt hafa erindi fyrir hópinn eru Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA, Dóra Bjarnason, prófessor við HÍ, Sigríður Snævarr sendiherra, Helgi Hjörvar alþingismaður og María Hildiþórsdóttir, forstöðumaður Fjölmenntar. Í apríl sóttu sendiherrarnir móttöku hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem þeir fengu afhent skírteini sem sérstakir sendiherrar samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks. Þá hitti hópurinn Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem einnig er ráðherra mannréttinda á fundi í Alþingishúsinu og gerði honum grein fyrir verkefninu. Á næstu dögum og vikum mun hópurinn fara með kynningar á verndaða vinnustaði, s.s. hæfingarstöðvar sem og aðra staði þar sem fatlað fólk vinnur eða býr. Ráðgert er að heimsækja vinnustaði um allt land. Stefnt er að því að sendiherrarnir haldi áfram að vera boðberar samningsins í framhaldinu. Meðal verkefna sem þátttakendur hafa unnið að er að skrifa stuttar persónulegar greinar/lýsingar um upplifun sína af hindrunum og ávinningum sem orðið hafa á vegi þeirra, svo sem varðandi búsetu, menntun, atvinnu og réttarins til að stofna fjölskyldu. Auk þess hefur verið gerð stuttmynd um samninginn með þátttöku sendiherranna og gefinn út sérstakur bæklingur á auðskildu máli með myndrænni framsetningu. Fyrrnefndar greinar sendiherranna hafa að undanförnu verið birtar í Fréttablaðinu. Það er í samræmi við 8. grein samnings SÞ, þar sem fjölmiðlar eru sérstaklega hvattir til þess að fjalla um fatlað fólk með virðingu og á jákvæðan hátt.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Menntun Ég var í rauninni ekki velkominn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir mér af því að ég er með fötlun. 16. júní 2011 09:00
Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01
Að vera foreldri Hér á árum áður var komið í veg fyrir að konur með þroskahömlun eignuðust börn með því að þær voru gerðar ófrjóar án vitundar og vilja þeirra sjálfra. Þar með voru brotin á þeim þau sjálfsögðu mannréttindi sem fela í sér að eiga börn og ráða yfir sínum líkama sem er það persónulegasta sem maður á. 18. júní 2011 00:01
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun