„Óvissuferð“ sérstaks saksóknara Lýður Guðmundsson skrifar 22. júní 2011 06:15 Nýverið var undirritaður sóttur heim að morgni og færður í yfirheyrslu af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara (ESS) í tengslum við rannsókn embættisins á starfsemi VÍS. Handtakan kom mér verulega á óvart, enda var ég fullviss þá og er enn að ekkert ólöglegt átti sér stað í starfsemi VÍS þau ár sem ég tengdist félaginu. Við skýrslutöku hjá ESS voru bornar á mig fjarstæðukenndar sakir, í raun svo fráleitar að ég get ekki orða bundist. Á hrunárinu 2008 skilaði VÍS 242 milljóna króna hagnaði eftir skatta. Til samanburðar þá tapaði Tryggingamiðstöðin 17,6 milljörðum og Sjóvá tapaði 30,2 milljörðum. Ástæða þessa mikla munar er ekki tilviljun. Þegar Exista keypti allt hlutafé í VÍS á árinu 2006 átti VÍS fyrir stóran eignarhlut í Kaupþingi banka. Eftir kaupin var ákveðið að geyma öruggustu eignir samstæðunnar í VÍS en áhættusamari eignir (t.d. hlutabréf í Kaupþingi) í móðurfélaginu Exista. Lögum samkvæmt þurfa tryggingafélög alltaf að eiga næga sjóði til að geta mætt framtíðartjónum. VÍS átti eftir þessa breytingu öruggar eignir til að mæta öllum skuldbindingum vegna áætlaðra tjóna. Til viðbótar átti VÍS tæpa 10 milljarða króna í eiginfé í árslok 2008. Öldungis frábær staða eftir mesta eignahrun í sögu þjóðarinnar.Umboðssvik gegn sjálfum mérÞótt stefna VÍS um fjárfestingar hafi í raun aðeins fylgt erlendum viðmiðum taldi Fjármálaeftirlitið (FME) rétt að rannsaka hvort góð afkoma VÍS á árinu 2008 byggðist á hagnýtingu innherjaupplýsinga. Þeirri rannsókn var sjálfhætt. FME var þó ekki af baki dottið og nú stend ég í þeim sporum að vera sakaður um hið gagnstæða – að hafa misbeitt stöðu minni hjá VÍS þannig að fjármunir hafi tapast. ESS tók svo við keflinu af FME og gerði lýðum ljóst að meint brot mín vörðuðu hvorki meira né minna en við allan auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Mátti ég láta segja mér tíðindin þrisvar eins og Njáll forðum enda hljóma sakirnar fyrir mér, ólöglærðum manni, líkt og ég hafi stolið peningum VÍS. Staðreyndin er þó sú að meint brot lúta ekki að því að ég hafi hagnast persónulega heldur er ég sakaður um að hafa ekki gætt hagsmuna VÍS sem stjórnarformaður, sem heitir í lögfræði umboðssvik. Mér finnst þessi ásökun galin enda var Exista eigandi alls hlutafjár VÍS og ég var stærsti eigandi Exista. Með því að gæta ekki hagsmuna VÍS hefði ég því skaðað sjálfan mig mest.Ruglið úr rannsóknarskýrslunniFME er fullkunnugt um þessa forsögu málsins enda hafa henni verið gerð rækileg skil í bréfaskiptum við stofnunina. Samt er ákveðið að leggja upp í það sem Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, kallaði svo ósmekklega í viðtali við mbl.is 1. júní „óvissuferð“. ESS réttlætti ferðalagið með því að fyrir lægi kæra frá FME. Embættinu ber engu að síður, áður en lagt er upp í slíka „óvissuferð“, að huga að réttmæti kærunnar og hvort hún eigi við einhver rök að styðjast. Í yfirheyrslunni varð mér fljótt ljóst að þetta hafði ESS ekki gert. Margar spurningar sem fyrir mig voru lagðar voru mér óskiljanlegar og það sem verra var spyrjandinn virtist ekki átta sig á þeim heldur. Á einum tímapunkti í yfirheyrslunni var Rannsóknarskýrsla Aþingis dregin upp og spurt beint upp úr henni, eins og hún væri hluti af rannsóknargögnunum. Þótt vænisjúkustu sófasaksóknarar þjóðarinnar hafi keppst við að lofa skýrsluna fyrir „mikil gæði“, sumir jafnvel sama dag og þessi mörg þúsund blaðsíðna doðrantur kom út, þá var aldrei rætt við mig né nokkurn hjá Exista við gerð hennar. Það er vitaskuld með ólíkindum miðað við hve miklu rými er varið í Exista í skýrslunni. Og hvað við kemur Exista er skýrslan morandi í villum og röngum ályktunum og því frábað ég mér með öllu að þurfa sitja undir slíku rugli í yfirheyrslu.Uppgjör án fordæmaFME stærir sig af því hafa sent nálega 70 mál til ESS frá því að nýr forstjóri tók við. Margir hrapa sjálfsagt að þeirri ályktun að þetta sé til merkis um að hér hafi verið rekið fjármálakerfi sem byggðist almennt á óheiðarlegu fólki sem skirrðist ekki við að ganga á svig við lög. Mér finnst blasa við að þetta séu merki um að rannsóknin sé komin í ógöngur. Því til enn frekari staðfestingar nefni ég þá staðreynd að 216 manns höfðu réttarstöðu sakbornings í málum sem ESS hafði til meðferðar í mars 2011. Eflaust hefur þeim fjölgað eitthvað síðan. „Uppgjörið“ hér á landi við hrunið á sér engin fordæmi erlendis. Ekkert sambærilegt á sér stað á Írlandi eða Grikklandi svo dæmi séu tekin. Þá hefur enginn forstjóri banka á Wall Street verið ákærður í kjölfar hrunsins, þótt þar hafi allir fjárfestingarbankarnir í raun orðið gjaldþrota. Enginn hefur verið ákærður vegna hinna svokölluðu undirmálslána í Bandaríkjunum, en almennt eru þau talin ein helsta orsök þess óskapnaðar sem skall á fjármálamörkuðum haustið 2008. Ástæðan er ekki að lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki verið að skoða þessi mál, heldur að illa hefur gengið að finna lögbrot. Þar leyfast ekki „óvissuferðir“ eins og ESS stundar hér. Þá má bæta því við að enginn stjórnmálamaður í heiminum hefur verðið ákærður í tengslum við hrunið nema Geir H. Haarde. Landsdómsmálið er vitaskuld þjóðarskömm enda augljóslega pólitík í sinni ömurlegustu mynd.Óendanlega sártMér gremst það mjög að horfa upp á fyrrum samstarfsmenn mína missa lífsviðurværi sitt og æru vegna þess eins að þeir framfylgdu stefnu og ákvörðunum stjórna fyrirtækja þar sem ég var í fyrirsvari. Ég mun standa reikningsskil gjörða minna og óttast þau ekki. Ég hafði sjálfur mikla persónulega hagsmuni af rekstri og viðgangi þessara fyrirtækja. Mig tekur það óendanlega sárt að sjá rannsakendur reyna að flækja samstarfsmenn mína, fagmenn með áratugareynslu á sínu sviði, inn í rannsókn sem er byggð á sandi. Þeir, eins og aðrir sakborningar, mega búast við því að hafa stöðu sakbornings svo árum skiptir. Óhjákvæmilega markar slíkt þá og þeirra nánustu fyrir lífstíð. Og þegar mál þeirra verða látin niður falla þá mun hinn sérstaki saksóknari eflaust bregða út af vananum og sleppa því að hringja í fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var undirritaður sóttur heim að morgni og færður í yfirheyrslu af starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara (ESS) í tengslum við rannsókn embættisins á starfsemi VÍS. Handtakan kom mér verulega á óvart, enda var ég fullviss þá og er enn að ekkert ólöglegt átti sér stað í starfsemi VÍS þau ár sem ég tengdist félaginu. Við skýrslutöku hjá ESS voru bornar á mig fjarstæðukenndar sakir, í raun svo fráleitar að ég get ekki orða bundist. Á hrunárinu 2008 skilaði VÍS 242 milljóna króna hagnaði eftir skatta. Til samanburðar þá tapaði Tryggingamiðstöðin 17,6 milljörðum og Sjóvá tapaði 30,2 milljörðum. Ástæða þessa mikla munar er ekki tilviljun. Þegar Exista keypti allt hlutafé í VÍS á árinu 2006 átti VÍS fyrir stóran eignarhlut í Kaupþingi banka. Eftir kaupin var ákveðið að geyma öruggustu eignir samstæðunnar í VÍS en áhættusamari eignir (t.d. hlutabréf í Kaupþingi) í móðurfélaginu Exista. Lögum samkvæmt þurfa tryggingafélög alltaf að eiga næga sjóði til að geta mætt framtíðartjónum. VÍS átti eftir þessa breytingu öruggar eignir til að mæta öllum skuldbindingum vegna áætlaðra tjóna. Til viðbótar átti VÍS tæpa 10 milljarða króna í eiginfé í árslok 2008. Öldungis frábær staða eftir mesta eignahrun í sögu þjóðarinnar.Umboðssvik gegn sjálfum mérÞótt stefna VÍS um fjárfestingar hafi í raun aðeins fylgt erlendum viðmiðum taldi Fjármálaeftirlitið (FME) rétt að rannsaka hvort góð afkoma VÍS á árinu 2008 byggðist á hagnýtingu innherjaupplýsinga. Þeirri rannsókn var sjálfhætt. FME var þó ekki af baki dottið og nú stend ég í þeim sporum að vera sakaður um hið gagnstæða – að hafa misbeitt stöðu minni hjá VÍS þannig að fjármunir hafi tapast. ESS tók svo við keflinu af FME og gerði lýðum ljóst að meint brot mín vörðuðu hvorki meira né minna en við allan auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Mátti ég láta segja mér tíðindin þrisvar eins og Njáll forðum enda hljóma sakirnar fyrir mér, ólöglærðum manni, líkt og ég hafi stolið peningum VÍS. Staðreyndin er þó sú að meint brot lúta ekki að því að ég hafi hagnast persónulega heldur er ég sakaður um að hafa ekki gætt hagsmuna VÍS sem stjórnarformaður, sem heitir í lögfræði umboðssvik. Mér finnst þessi ásökun galin enda var Exista eigandi alls hlutafjár VÍS og ég var stærsti eigandi Exista. Með því að gæta ekki hagsmuna VÍS hefði ég því skaðað sjálfan mig mest.Ruglið úr rannsóknarskýrslunniFME er fullkunnugt um þessa forsögu málsins enda hafa henni verið gerð rækileg skil í bréfaskiptum við stofnunina. Samt er ákveðið að leggja upp í það sem Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, kallaði svo ósmekklega í viðtali við mbl.is 1. júní „óvissuferð“. ESS réttlætti ferðalagið með því að fyrir lægi kæra frá FME. Embættinu ber engu að síður, áður en lagt er upp í slíka „óvissuferð“, að huga að réttmæti kærunnar og hvort hún eigi við einhver rök að styðjast. Í yfirheyrslunni varð mér fljótt ljóst að þetta hafði ESS ekki gert. Margar spurningar sem fyrir mig voru lagðar voru mér óskiljanlegar og það sem verra var spyrjandinn virtist ekki átta sig á þeim heldur. Á einum tímapunkti í yfirheyrslunni var Rannsóknarskýrsla Aþingis dregin upp og spurt beint upp úr henni, eins og hún væri hluti af rannsóknargögnunum. Þótt vænisjúkustu sófasaksóknarar þjóðarinnar hafi keppst við að lofa skýrsluna fyrir „mikil gæði“, sumir jafnvel sama dag og þessi mörg þúsund blaðsíðna doðrantur kom út, þá var aldrei rætt við mig né nokkurn hjá Exista við gerð hennar. Það er vitaskuld með ólíkindum miðað við hve miklu rými er varið í Exista í skýrslunni. Og hvað við kemur Exista er skýrslan morandi í villum og röngum ályktunum og því frábað ég mér með öllu að þurfa sitja undir slíku rugli í yfirheyrslu.Uppgjör án fordæmaFME stærir sig af því hafa sent nálega 70 mál til ESS frá því að nýr forstjóri tók við. Margir hrapa sjálfsagt að þeirri ályktun að þetta sé til merkis um að hér hafi verið rekið fjármálakerfi sem byggðist almennt á óheiðarlegu fólki sem skirrðist ekki við að ganga á svig við lög. Mér finnst blasa við að þetta séu merki um að rannsóknin sé komin í ógöngur. Því til enn frekari staðfestingar nefni ég þá staðreynd að 216 manns höfðu réttarstöðu sakbornings í málum sem ESS hafði til meðferðar í mars 2011. Eflaust hefur þeim fjölgað eitthvað síðan. „Uppgjörið“ hér á landi við hrunið á sér engin fordæmi erlendis. Ekkert sambærilegt á sér stað á Írlandi eða Grikklandi svo dæmi séu tekin. Þá hefur enginn forstjóri banka á Wall Street verið ákærður í kjölfar hrunsins, þótt þar hafi allir fjárfestingarbankarnir í raun orðið gjaldþrota. Enginn hefur verið ákærður vegna hinna svokölluðu undirmálslána í Bandaríkjunum, en almennt eru þau talin ein helsta orsök þess óskapnaðar sem skall á fjármálamörkuðum haustið 2008. Ástæðan er ekki að lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki verið að skoða þessi mál, heldur að illa hefur gengið að finna lögbrot. Þar leyfast ekki „óvissuferðir“ eins og ESS stundar hér. Þá má bæta því við að enginn stjórnmálamaður í heiminum hefur verðið ákærður í tengslum við hrunið nema Geir H. Haarde. Landsdómsmálið er vitaskuld þjóðarskömm enda augljóslega pólitík í sinni ömurlegustu mynd.Óendanlega sártMér gremst það mjög að horfa upp á fyrrum samstarfsmenn mína missa lífsviðurværi sitt og æru vegna þess eins að þeir framfylgdu stefnu og ákvörðunum stjórna fyrirtækja þar sem ég var í fyrirsvari. Ég mun standa reikningsskil gjörða minna og óttast þau ekki. Ég hafði sjálfur mikla persónulega hagsmuni af rekstri og viðgangi þessara fyrirtækja. Mig tekur það óendanlega sárt að sjá rannsakendur reyna að flækja samstarfsmenn mína, fagmenn með áratugareynslu á sínu sviði, inn í rannsókn sem er byggð á sandi. Þeir, eins og aðrir sakborningar, mega búast við því að hafa stöðu sakbornings svo árum skiptir. Óhjákvæmilega markar slíkt þá og þeirra nánustu fyrir lífstíð. Og þegar mál þeirra verða látin niður falla þá mun hinn sérstaki saksóknari eflaust bregða út af vananum og sleppa því að hringja í fjölmiðla.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun