Innlent

Perlan auglýst til sölu á morgun

Perlan í Öskjuhlíð verður auglýst til sölu í dagblöðum á morgun. Perlan er ein þeirra eigna sem stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti að selja í janúar síðastliðnum. Fasteignasalan Miklaborg sér um söluferlið.

Salan á Perlunni er hluti af aðgerðaráætlun sem stjórn Orkuveitunnar samþykkti til að bregðast við fjárhagsvanda fyrirtækisins. Borgarráð Reykjavíkur ákvað í júní á þessu ári að gera ekki athugasemd við það að Perlan færi í almenna sölu.


Tengdar fréttir

Tekjur Perlunnar duga ekki fyrir fasteignagjöldum

Perlan verður auglýst til sölu á næstu vikum eða mánuðum, segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, og því hafa ekki borist tilboð í bygginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×