Lýðræðið Kristinn Már Ársælsson skrifar 26. maí 2011 07:00 Hrunið leiddi í ljós hvernig völd þjappast á hendur fárra þegar ekki er gætt að reglum lýðræðisins. Stjórnmálamenn og bankastjórar sögðu allt í himnalagi. Ráðamenn blekktu almenning. Fundir að næturlagi voru sagðir ósköp eðlilegir. Svo hrundi allt saman og sannleikurinn kom fram í dagsljósið. Ekki einu sinni ráðherra bankamála fékk að vita hvað var að gerast. Aðkoma almennings var og er engin, enda hagkerfið undanskilið leikreglum lýðræðisins og vald ríkisvaldsins í höndum örfárra stjórnmálamanna. Byrðarnar af hruninu lentu svo að sjálfsögðu á herðum almennings en einkavæddi gróðinn liggur að stórum hluta óhreyfður og safnar vöxtum á bók. Brestirnir í lýðræðinu blöstu við og í búsáhaldabyltingunni var kallað eftir nýju lýðræði. Nú eru liðin tæp þrjú ár frá hruninu og og rétt að fara yfir stöðu mála. Byrjum á hagkerfinu. Öll fyrirtækin, hagkerfið sjálft er undanskilið leikreglum lýðræðisins; að allir hafi jöfn áhrif, séu metnir jafnt, eitt atkvæði á mann. Í hagkerfinu er það þannig að peningar eru atkvæði og fámennur hópur á mest af peningunum og þar með miklu fleiri atkvæði en langstærstur hluti almennings. Atkvæðavægi er ójafnt. Þar fyrir utan hefur almenningur engin völd í þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hann starfar hjá, þar eru öll atkvæðin hjá eigendum fyrirtækisins, engin hjá starfsmönnum. Í lýðræðisríkjum nýtur hagkerfið undanþágu frá reglum lýðræðisins. Svo er það ríkisvaldið. Sú leið að almenningur kjósi á fjögurra ára fresti fulltrúa úr stjórnmálaflokkum er ein veikasta mynd lýðræðis sem völ er á. Rannsóknir sýna að völd þjappast saman í stjórnmálaflokkum þar sem lokaðir hópar há valdabaráttu. Stjórnmálaflokkarnir eru að miklu leyti háðir fjárstyrkjum frá fyrirtækjum. Þrískipting ríkisvaldsins á að tryggja lágmarksdreifingu á valdi. Á Íslandi er þessi lágmarksdreifing ekki tryggð því stjórnmálaflokkarnir við völd á Alþingi (löggjafarvaldið) skipa ráðherra (framkvæmdarvaldið) og dómara (dómsvaldið). Löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldið er beint og óbeint í höndum fámenns hóps stjórnmálamanna. Aðkoma almennings að sameiginlegum ákvörðunum er lítil sem engin. Við fáum ekki einu sinni að fylgjast með þar sem fundir stjórnmálamanna eru lokaðir, engar fundargerðir haldnar og allar upplýsingar um ákvarðanatökuna undanskildar upplýsingalögum. Er þetta lýðræði? Getum við ekki gert betur? Má ekki dreifa valdinu ögn betur og tryggja aðkomu almennings að ákvarðanatöku? Auðvitað er það mögulegt! Til eru fjölmargar leiðir til þess að dýpka lýðræðið – leiðir sem hafa verið reyndar með góðum árangri erlendis. Tökum þrjú dæmi. Í Porto Alegre í Brasilíu ákveður almenningur í gegnum lýðræðislegt ferli hvernig fjármunum borgarinnar er varið. Reynslan er sú að fjármunir hafa færst frá ríkari svæðum til fátækari, grasrótarstarf efldist og spilling hvarf enda ferlið gagnsætt og opið. Í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað borgaraþing með slembivali og jöfnum kynjahlutföllum sem vann tillögur að breytingum á kosningalöggjöfinni. Stjórn skólamála í Chicago er að stórum hluta í höndum kjörinna hverfisráða, þar sem foreldrar, almenningur, kennarar og nemendur ráða skólastjóra og móta stefnu skólanna. Lýðræðisfélagið Alda hefur sent Stjórnlagaráði tillögur um hvernig megi dýpka og efla lýðræðið. Tillögurnar má lesa á vefsvæði félagsins (lydraedi.wordpress.com) eða á vef Stjórnlagaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hrunið leiddi í ljós hvernig völd þjappast á hendur fárra þegar ekki er gætt að reglum lýðræðisins. Stjórnmálamenn og bankastjórar sögðu allt í himnalagi. Ráðamenn blekktu almenning. Fundir að næturlagi voru sagðir ósköp eðlilegir. Svo hrundi allt saman og sannleikurinn kom fram í dagsljósið. Ekki einu sinni ráðherra bankamála fékk að vita hvað var að gerast. Aðkoma almennings var og er engin, enda hagkerfið undanskilið leikreglum lýðræðisins og vald ríkisvaldsins í höndum örfárra stjórnmálamanna. Byrðarnar af hruninu lentu svo að sjálfsögðu á herðum almennings en einkavæddi gróðinn liggur að stórum hluta óhreyfður og safnar vöxtum á bók. Brestirnir í lýðræðinu blöstu við og í búsáhaldabyltingunni var kallað eftir nýju lýðræði. Nú eru liðin tæp þrjú ár frá hruninu og og rétt að fara yfir stöðu mála. Byrjum á hagkerfinu. Öll fyrirtækin, hagkerfið sjálft er undanskilið leikreglum lýðræðisins; að allir hafi jöfn áhrif, séu metnir jafnt, eitt atkvæði á mann. Í hagkerfinu er það þannig að peningar eru atkvæði og fámennur hópur á mest af peningunum og þar með miklu fleiri atkvæði en langstærstur hluti almennings. Atkvæðavægi er ójafnt. Þar fyrir utan hefur almenningur engin völd í þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hann starfar hjá, þar eru öll atkvæðin hjá eigendum fyrirtækisins, engin hjá starfsmönnum. Í lýðræðisríkjum nýtur hagkerfið undanþágu frá reglum lýðræðisins. Svo er það ríkisvaldið. Sú leið að almenningur kjósi á fjögurra ára fresti fulltrúa úr stjórnmálaflokkum er ein veikasta mynd lýðræðis sem völ er á. Rannsóknir sýna að völd þjappast saman í stjórnmálaflokkum þar sem lokaðir hópar há valdabaráttu. Stjórnmálaflokkarnir eru að miklu leyti háðir fjárstyrkjum frá fyrirtækjum. Þrískipting ríkisvaldsins á að tryggja lágmarksdreifingu á valdi. Á Íslandi er þessi lágmarksdreifing ekki tryggð því stjórnmálaflokkarnir við völd á Alþingi (löggjafarvaldið) skipa ráðherra (framkvæmdarvaldið) og dómara (dómsvaldið). Löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldið er beint og óbeint í höndum fámenns hóps stjórnmálamanna. Aðkoma almennings að sameiginlegum ákvörðunum er lítil sem engin. Við fáum ekki einu sinni að fylgjast með þar sem fundir stjórnmálamanna eru lokaðir, engar fundargerðir haldnar og allar upplýsingar um ákvarðanatökuna undanskildar upplýsingalögum. Er þetta lýðræði? Getum við ekki gert betur? Má ekki dreifa valdinu ögn betur og tryggja aðkomu almennings að ákvarðanatöku? Auðvitað er það mögulegt! Til eru fjölmargar leiðir til þess að dýpka lýðræðið – leiðir sem hafa verið reyndar með góðum árangri erlendis. Tökum þrjú dæmi. Í Porto Alegre í Brasilíu ákveður almenningur í gegnum lýðræðislegt ferli hvernig fjármunum borgarinnar er varið. Reynslan er sú að fjármunir hafa færst frá ríkari svæðum til fátækari, grasrótarstarf efldist og spilling hvarf enda ferlið gagnsætt og opið. Í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað borgaraþing með slembivali og jöfnum kynjahlutföllum sem vann tillögur að breytingum á kosningalöggjöfinni. Stjórn skólamála í Chicago er að stórum hluta í höndum kjörinna hverfisráða, þar sem foreldrar, almenningur, kennarar og nemendur ráða skólastjóra og móta stefnu skólanna. Lýðræðisfélagið Alda hefur sent Stjórnlagaráði tillögur um hvernig megi dýpka og efla lýðræðið. Tillögurnar má lesa á vefsvæði félagsins (lydraedi.wordpress.com) eða á vef Stjórnlagaráðs.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar