Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2011 20:08 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira