Skipstjórinn viðurkenndi mistök 19. febrúar 2011 06:00 Mynd/AFP Skipstjórinn á Goðafossi hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá norsku lögreglunni að hafa tekið ranga stefnu þegar skipið strandaði, að sögn fréttavefs norska ríkissjónvarpsins. Fleiri úr áhöfn skipsins hafa verið yfirheyrðir. Haft er eftir Ivar O. Prestbakken, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar í Fredrikstad, á vef norska ríkisútvarpsins, að skipstjóri Goðafoss hafi sagt við yfirheyrslu að hann hafi tekið ranga stefnu. Skipstjórinn hafi verið einn í brúnni þegar skipið strandaði. Búið er að staðfesta að skipstjórinn var hvorki undir áhrifum áfengis né hafði hann sofnað við stýrið. „Hann hefur siglt hér í mörg. Hann er reyndur sjómaður,“ er haft eftir Prestbakken. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, vill ekki tjá sig um umfjöllun norsku fjölmiðlanna en Eimskip sendir frá sér yfirlýsingu um málið von bráðar. Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Goðafoss hafi verið á rúmlega þrettán mílna ferð við strandið, og aukið ferðina mjög eftir að leiðsögumaður fór frá borði skömmu áður. Eins hafa norsk siglingamálayfirvöld látið að því liggja að leiðsögumaðurinn hafi farið of snemma frá borði og endurskoða þurfi vinnureglur. Ólafur segir að norska lögreglan hafi farið um borð í Goðafoss í gær og yfirheyrt skipstjórann. Slíkt er alltaf gert við fyrsta tækifæri og meðal annars gengið úr skugga um að stjórnendur skipsins hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Goðafoss sat í gær enn fastur við Fredrikstad í Oslóarfirði. Ekkert hefur verið ákveðið hvenær reynt verður að ná skipinu af strandstað. - sv, shá / sjá síðu 8 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira
Skipstjórinn á Goðafossi hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá norsku lögreglunni að hafa tekið ranga stefnu þegar skipið strandaði, að sögn fréttavefs norska ríkissjónvarpsins. Fleiri úr áhöfn skipsins hafa verið yfirheyrðir. Haft er eftir Ivar O. Prestbakken, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar í Fredrikstad, á vef norska ríkisútvarpsins, að skipstjóri Goðafoss hafi sagt við yfirheyrslu að hann hafi tekið ranga stefnu. Skipstjórinn hafi verið einn í brúnni þegar skipið strandaði. Búið er að staðfesta að skipstjórinn var hvorki undir áhrifum áfengis né hafði hann sofnað við stýrið. „Hann hefur siglt hér í mörg. Hann er reyndur sjómaður,“ er haft eftir Prestbakken. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, vill ekki tjá sig um umfjöllun norsku fjölmiðlanna en Eimskip sendir frá sér yfirlýsingu um málið von bráðar. Norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Goðafoss hafi verið á rúmlega þrettán mílna ferð við strandið, og aukið ferðina mjög eftir að leiðsögumaður fór frá borði skömmu áður. Eins hafa norsk siglingamálayfirvöld látið að því liggja að leiðsögumaðurinn hafi farið of snemma frá borði og endurskoða þurfi vinnureglur. Ólafur segir að norska lögreglan hafi farið um borð í Goðafoss í gær og yfirheyrt skipstjórann. Slíkt er alltaf gert við fyrsta tækifæri og meðal annars gengið úr skugga um að stjórnendur skipsins hafi ekki verið undir áhrifum áfengis. Goðafoss sat í gær enn fastur við Fredrikstad í Oslóarfirði. Ekkert hefur verið ákveðið hvenær reynt verður að ná skipinu af strandstað. - sv, shá / sjá síðu 8
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Sjá meira