Vilja tryggja hæfa dómara 19. febrúar 2011 09:00 Kjararáð bendir á að málum hafi fjölgað mjög við Hæstarétt. Þá hafi fjöldi ágreiningsmála vegna gjaldþrotaskipta margfaldast í héraðsdómi, auk þess sem búist sé við fjölgun mála frá sérstökum saksóknara.Fréttablaðið/GVA Dómstólaráð gerir ráð fyrir aukafjárveitingu frá Alþingi til að standa undir kostnaði við tímabundna launahækkun dómara. Laun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og laun hæstaréttardómara hækka um tæpar 102 þúsund krónur á mánuði til janúarloka 2013. Ákvörðun kjararáðs um tímabundna launahækkun til dómara kallar á aukna fjárveitingu til dómstólaráðs, að mati Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs. „Þegar laun dómara hækka er miðað við að fjárveitingar til dómstóla hækki sem því nemur. Þannig hefur það alltaf verið og við höfum gengið út frá því að svo verði í þetta skipti,“ segir hún. Launahækkunin, sem kjararáð ákvað á fundi sínum 4. þessa mánaðar og nær til dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt, nemur 101.720 krónum á mánuði og gildir frá fyrsta þessa mánaðar til janúarloka 2013. Kjararáð klofnaði í úrskurði sínum. Svanhildur Kaaber, formaður ráðsins, og Rannveig Sigurðardóttir skiluðu séráliti þar sem bent er á að kjararáð hafi jafnan áður tekið ákvarðanir um greiðslu sérstaks tímabundins álags eftir á, þegar umfang þess lægi fyrir. „Með vísan til þess að þegar hefur verið stigið ákveðið skref til að fjölga dómurum til að mæta auknu álagi, teljum við ekki tímabært að taka ákvörðun um að greiða dómurum sérstakt tímabundið álag á föst laun,“ segir í áliti þeirra. Þá skilaði Jónas Þór Guðmundsson séráliti og taldi að hækkunin ætti að ná til allra héraðsdómara landsins og vera ótímabundin. Þá telur hann að launahækkunin ætti að taka gildi fyrr, eða frá desemberbyrjun 2010. Hann styður hins vegar atkvæði Guðrúnar Zoëga og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar og myndar með þeim meirihluta um hækkunina sem ofan á varð. Í áliti meirihlutans segir að lykilatriði sé að dómstólar séu í stakk búnir til að mæta auknu álagi þannig að mál dragist ekki á langinn og réttarspjöll hljótist af. „Er því mikilvægt að reyndir og hæfir lögfræðingar sæki um embætti dómara,“ segir þar, en einnig er vísað í skýrslu dómsmálaráðuneytisins frá því í nóvember um að vegna launakjara dómara sé ekki hægt að ganga að því vísu að stór hópur af mjög vel hæfum einstaklingum sæki um starf dómara. „Kjararáð telur rétt að bregðast við miklu álagi á dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt, sem rætur á að rekja til flókinna og umfangsmikilla mála vegna efnahagshrunsins, með því að taka ákvörðun um að greiða þeim sérstakt tímabundið álag á föst laun.“ Með ákvörðun sinni bregst Kjararáð við bréfi frá Dómarafélagi Íslands í fyrrahaust þar sem bent var á breytingar sem orðið hefðu frá því að kveðinn var upp úrskurður um launalækkun dómara í mars 2009. Lækkunin er til komin vegna laga frá Alþingi, en í þeim eru ákvæði um að kjararáði hafi verið óheimilt að endurskoða ákvörðunina fyrr en í nóvemberlok 2010. Gert var ráð fyrir að þá hefðu línur skýrst varðandi launaþróun á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki gengið eftir og kjarasamningar eru enn í vinnslu. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Dómstólaráð gerir ráð fyrir aukafjárveitingu frá Alþingi til að standa undir kostnaði við tímabundna launahækkun dómara. Laun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og laun hæstaréttardómara hækka um tæpar 102 þúsund krónur á mánuði til janúarloka 2013. Ákvörðun kjararáðs um tímabundna launahækkun til dómara kallar á aukna fjárveitingu til dómstólaráðs, að mati Elínar Sigrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs. „Þegar laun dómara hækka er miðað við að fjárveitingar til dómstóla hækki sem því nemur. Þannig hefur það alltaf verið og við höfum gengið út frá því að svo verði í þetta skipti,“ segir hún. Launahækkunin, sem kjararáð ákvað á fundi sínum 4. þessa mánaðar og nær til dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt, nemur 101.720 krónum á mánuði og gildir frá fyrsta þessa mánaðar til janúarloka 2013. Kjararáð klofnaði í úrskurði sínum. Svanhildur Kaaber, formaður ráðsins, og Rannveig Sigurðardóttir skiluðu séráliti þar sem bent er á að kjararáð hafi jafnan áður tekið ákvarðanir um greiðslu sérstaks tímabundins álags eftir á, þegar umfang þess lægi fyrir. „Með vísan til þess að þegar hefur verið stigið ákveðið skref til að fjölga dómurum til að mæta auknu álagi, teljum við ekki tímabært að taka ákvörðun um að greiða dómurum sérstakt tímabundið álag á föst laun,“ segir í áliti þeirra. Þá skilaði Jónas Þór Guðmundsson séráliti og taldi að hækkunin ætti að ná til allra héraðsdómara landsins og vera ótímabundin. Þá telur hann að launahækkunin ætti að taka gildi fyrr, eða frá desemberbyrjun 2010. Hann styður hins vegar atkvæði Guðrúnar Zoëga og Vilhjálms H. Vilhjálmssonar og myndar með þeim meirihluta um hækkunina sem ofan á varð. Í áliti meirihlutans segir að lykilatriði sé að dómstólar séu í stakk búnir til að mæta auknu álagi þannig að mál dragist ekki á langinn og réttarspjöll hljótist af. „Er því mikilvægt að reyndir og hæfir lögfræðingar sæki um embætti dómara,“ segir þar, en einnig er vísað í skýrslu dómsmálaráðuneytisins frá því í nóvember um að vegna launakjara dómara sé ekki hægt að ganga að því vísu að stór hópur af mjög vel hæfum einstaklingum sæki um starf dómara. „Kjararáð telur rétt að bregðast við miklu álagi á dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt, sem rætur á að rekja til flókinna og umfangsmikilla mála vegna efnahagshrunsins, með því að taka ákvörðun um að greiða þeim sérstakt tímabundið álag á föst laun.“ Með ákvörðun sinni bregst Kjararáð við bréfi frá Dómarafélagi Íslands í fyrrahaust þar sem bent var á breytingar sem orðið hefðu frá því að kveðinn var upp úrskurður um launalækkun dómara í mars 2009. Lækkunin er til komin vegna laga frá Alþingi, en í þeim eru ákvæði um að kjararáði hafi verið óheimilt að endurskoða ákvörðunina fyrr en í nóvemberlok 2010. Gert var ráð fyrir að þá hefðu línur skýrst varðandi launaþróun á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki gengið eftir og kjarasamningar eru enn í vinnslu.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira