Fannar: Eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 10:00 Fannar Ólafsson, fyrirliði KR. KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
KR og Grindavík spila til úrslita í Poweradebikar karla í Laugardalshöllinni í dag og hefst úrslitaleikur liðanna klukkan 16.00. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, segir að KR-liðið ætli sér að enda 20 ára bið og koma loksins með bikarinn aftur í Vesturbæinn. „Mér lýst mjög vel á þetta enda er alltaf gott að spila í Höllinni. Þetta er það skemmtilegasta sem að maður gerir og ég er að ennþá að standa í þessu til þess að fá að spila svona leiki," segir Fannar. „Þetta er eini titillinn sem ég á eftir að vinna með KR þannig að það er kominn tími á að klára það á laugardaginn(í dag). Við settum skýr markmið fyrir allra augum í september og ætluðum að taka bæði þennan bikar sem og Íslandsmeistaratitilinn. Við náum vonandi fyrsta áfanganum á laugardaginn (í dag)," segir Fannar. KR-liðinu gekk ekki alltof vel fyrir áramót en hefur unnið alla níu leiki sína á árinu 2011. „Ég sagði mönnum að maður vildi ekki vera að toppa í desember því það er betra að vera að gera það um miðjan febrúar heldur en að vera á sínu besta gasi fyrir áramót," segir Fannar og bætir við: „Það tók okkur tíma að hrista saman nýtt lið eins og það gerir alltaf. Það tók menn ákveðinn tíma að finna sína stöðu í liðinu og líka að menn væru sáttir með sitt hlutverk. Núna erum við komnir á þann stall að allir eru farnir að leggja sitt af mörkum innan síns hlutverks. Það skiptir samt engu máli hvernig hefur gengið undanfarin ef við töpum bikarnum. Það skiptir heilmiklu máli að koma rétt stemmdir inn í þennan leik," segir Fannar. „Grindvíkingar eru svakalega sterkir og þeir unnu okkur með tíu eða fimmtán stigum á heimavelli sínum," segir Fannar og hann gefur lítið fyrir taktík Grindvíkinga fyrir úrslitaleikinn. „Við vitum, að þrátt fyrir að þeir séu að reyna að tala sig niður og segja að það sé einhver krísa í þeirra herbúðum, þá er það bara gamalt trikk í bókinni til að reyna að losa sig við pressu," segir Fannar. „Ég horfi á þetta þannig að þarna séu tvö sterk lið að fara að mætast og þetta verður hörkuleikur. Það verður gaman að spila þennan leik. Þeir voru í úrslitaleiknum í fyrra og þekkja þetta. Ég hugsa að þeirra hungur sé ekkert minna en okkar," sagði Fannar að lokum en viðtalið var tekið á blaðamannfundi á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira