Lögin falla ekki úr gildi á hátíðisdögum og íþróttaviðburðum 19. júlí 2011 14:55 Mynd/Pjetur "Það er eins og fólk hafi talið að ef einhver viðburður er í gangi; Menningarnótt, 17. júní, íþróttakappleikur eða annað, þá bara detti lögin úr gildi og menn geti verið í villta vestrinu." Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar, en lögreglan hefur verið iðin við það undanfarið að deila út stöðubrotsgjöldum á stórum viðburðum þar sem fólk grípur oft til þess ráðs að leggja á grasblettum og víðar vegna skorts á bílastæðum. Að sögn Haraldar Haraldssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnufélagsins Víkings, hefur lögreglan mætt á nánast alla leiki félagsins í vor og smeygt miðum undir rúðuþurrkur bifreiða á svæðinu. Bílastæði við heimilið eru færri en 80 talsins en rúmlega 1500 manns mættu á leik Víkings og Fram í gær. Guðbrandur segir Víkingsheimilið hinsvegar ekki hafa fengið meiri athygli en önnur viðburðasvæði, lögreglan reyni einfaldlega að fylgjast með því hvar sé von á miklum fjölda fólks. Aðspurður hvort hægt væri að fara aðrar leiðir til að sporna við stöðubrotum sem þessum segir Guðbrandur það vera starf sveitafélagsins að vinna bætur á bílastæðamálum. "Við búum ekki til bílastæði, við framfylgjum bara lögum." Stöðubrotsgjöld nema 5000 krónum, en féð rennur í ríkissjóð og að hluta til í bílastæðasjóð. Að sögn Guðbrands rennur enginn hluti gjaldanna til lögreglu, aukin eftirfylgni laganna af hálfu lögreglu hvað stöðubrot varðar sé því á engan hátt fjáröflun. Guðbrandur segir að mun færri leggi ólöglega nú eftir að átakið fór af stað, ástandið hafi stórlagast. Tengdar fréttir Fimm þúsund króna sekt fyrir að horfa á fótboltaleik í Fossvoginum Fjöldi manns þurfti að greiða 5000 króna aukagjald fyrir að sækja fótboltaleik Víkings og Fram sem fram fór í Víkingsheimilinu í gærkvöld, þar sem lögreglan sektaði alla þá sem tóku til þess ráðs að leggja bílum sínum upp á grasfleti í nágrenni heimilisins. Framarinn Pálmi Bergmann segir þetta dónaskap og þröngsýni. 19. júlí 2011 10:47 Sektanir lögreglu jaðra við einelti "Mér finnst þetta jaðra við einelti orðið, þeir eru hérna allar stundir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur:“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings, um sektanir lögreglu á bílum sem lagt hafa á grasblettum fyrir utan heimilið. 19. júlí 2011 11:54 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
"Það er eins og fólk hafi talið að ef einhver viðburður er í gangi; Menningarnótt, 17. júní, íþróttakappleikur eða annað, þá bara detti lögin úr gildi og menn geti verið í villta vestrinu." Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar, en lögreglan hefur verið iðin við það undanfarið að deila út stöðubrotsgjöldum á stórum viðburðum þar sem fólk grípur oft til þess ráðs að leggja á grasblettum og víðar vegna skorts á bílastæðum. Að sögn Haraldar Haraldssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnufélagsins Víkings, hefur lögreglan mætt á nánast alla leiki félagsins í vor og smeygt miðum undir rúðuþurrkur bifreiða á svæðinu. Bílastæði við heimilið eru færri en 80 talsins en rúmlega 1500 manns mættu á leik Víkings og Fram í gær. Guðbrandur segir Víkingsheimilið hinsvegar ekki hafa fengið meiri athygli en önnur viðburðasvæði, lögreglan reyni einfaldlega að fylgjast með því hvar sé von á miklum fjölda fólks. Aðspurður hvort hægt væri að fara aðrar leiðir til að sporna við stöðubrotum sem þessum segir Guðbrandur það vera starf sveitafélagsins að vinna bætur á bílastæðamálum. "Við búum ekki til bílastæði, við framfylgjum bara lögum." Stöðubrotsgjöld nema 5000 krónum, en féð rennur í ríkissjóð og að hluta til í bílastæðasjóð. Að sögn Guðbrands rennur enginn hluti gjaldanna til lögreglu, aukin eftirfylgni laganna af hálfu lögreglu hvað stöðubrot varðar sé því á engan hátt fjáröflun. Guðbrandur segir að mun færri leggi ólöglega nú eftir að átakið fór af stað, ástandið hafi stórlagast.
Tengdar fréttir Fimm þúsund króna sekt fyrir að horfa á fótboltaleik í Fossvoginum Fjöldi manns þurfti að greiða 5000 króna aukagjald fyrir að sækja fótboltaleik Víkings og Fram sem fram fór í Víkingsheimilinu í gærkvöld, þar sem lögreglan sektaði alla þá sem tóku til þess ráðs að leggja bílum sínum upp á grasfleti í nágrenni heimilisins. Framarinn Pálmi Bergmann segir þetta dónaskap og þröngsýni. 19. júlí 2011 10:47 Sektanir lögreglu jaðra við einelti "Mér finnst þetta jaðra við einelti orðið, þeir eru hérna allar stundir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur:“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings, um sektanir lögreglu á bílum sem lagt hafa á grasblettum fyrir utan heimilið. 19. júlí 2011 11:54 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Fimm þúsund króna sekt fyrir að horfa á fótboltaleik í Fossvoginum Fjöldi manns þurfti að greiða 5000 króna aukagjald fyrir að sækja fótboltaleik Víkings og Fram sem fram fór í Víkingsheimilinu í gærkvöld, þar sem lögreglan sektaði alla þá sem tóku til þess ráðs að leggja bílum sínum upp á grasfleti í nágrenni heimilisins. Framarinn Pálmi Bergmann segir þetta dónaskap og þröngsýni. 19. júlí 2011 10:47
Sektanir lögreglu jaðra við einelti "Mér finnst þetta jaðra við einelti orðið, þeir eru hérna allar stundir þegar eitthvað er um að vera hjá okkur:“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings, um sektanir lögreglu á bílum sem lagt hafa á grasblettum fyrir utan heimilið. 19. júlí 2011 11:54