Ár endurskoðunar og stefnumótunar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. janúar 2011 05:30 Þegar litið er yfir árið 2010 sjást víða merki um afleiðingar efnahagshrunsins sem reið yfir þjóðina á haustdögum 2008. Ástandinu má líkja við ummerki eftir aurskriðu í fjallshlíð, þau verða sýnileg um langa framtíð þó smám saman grói yfir sárið. Ferli heilunar og bata er augljóslega hafið í íslensku samfélagi, þó langt sé í að ummerki hrunsins hverfi. Segja má að lykillinn að bata sé fólginn í endurskoðun þeirra gilda og kerfa sem ríkt hafa í samfélagi voru og í samskiptum manna í milli. Enda hefur víða verið staldrað við á árinu í þeim tilgangi að endurmeta „kúrsinn" og yfirfara stýribúnað. Þjóðfundurinn í Laugardalshöll 14. nóv. 2009 hlýtur að vera leiðarljós þeim sem nú líta yfir farinn veg, draga lærdóma og móta nýja stefnu. Niðurstaða hans var sú að grunngildi nýrra tíma væru heiðarleiki, jafnrétti, virðing og réttlæti. Á vettvangi lista og menningar hefur á árinu verið unnið að stefnumótun líkt og víða annars staðar. Menntamálaráðherra óskaði strax vorið 2009 liðsinnis BÍL við mótun lista- og menningarstefnu og hefur verið unnið að verkinu með margvíslegum hætti þó endanleg afurð liggi ekki enn fyrir. Mögulega verður slík stefna aldrei fullmótuð, heldur stöðugt í vinnslu. Í öllu falli er ljóst að það er eitt að móta menningarstefnu og annað að koma henni í framkvæmd. Til marks um það má benda á menningarstefnu í mannvirkjagerð, sem enn er unnið við að útfæra þó hún hafi að formi til verið samþykkt í ríkisstjórn í apríl 2007. Í tengslum við aðalfund BÍL 22. janúar nk. er ráðgert að halda málþing um menningarstefnu, þar sem framvinda stefnumótunar í listum verður skoðuð, en hér fylgir stutt yfirlit yfir það sem þegar hefur unnist: Á vordögum 2009 settust listamenn á rökstóla, ræddu aðferðafræði og innihald stefnumótunar í listum og skipuðu nokkra starfshópa. Þeir skiluðu af sér tillögum í lok september 2009, sem gerð er grein fyrir í áfangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst frá í maí 2010. 24. apríl 2010 gekkst BÍL fyrir hugarflugsfundi, þar sem rúmlega 100 listamenn ræddu daglangt um stefnu í listum og skapandi greinum. Afurðir þess fundar hafa verið settar saman í aðgengilegt plagg og hafa, ásamt niðurstöðum stefnumótunarþings menntamálaráðuneytisins Menningarlandið 2010, verið grundvöllur áframhaldandi vinnu. Á árinu birti menntamálaráðuneytið greiningu á menningarstefnu íslenska ríkisins „Er til menningarstefna á Íslandi?" sem unnin var af Hauki F Hannessyni. Einnig gekkst ráðuneytið fyrir könnun á menningarneyslu Íslendinga í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tvær skýrslur um kvikmyndagerð komu út, önnur í mars „Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?", sem greinir frá könnun á fjármögnun íslenskra kvikmynda. Hin kom út fyrr í þessum mánuði og fjallar um starfsskilyrði kvikmyndagerðar á Íslandi. Þá er athyglisvert frumkvæði Félags íslenskra listdansara, sem nýverið birti vandaða stefnu danslistarinnar til næstu 10 ára. Það sama má segja um ÚTÓN sem mótaði stefnu um áframhaldandi útflutning íslenskrar tónlistar. Síðast en ekki síst ber að nefna kortlagningu skapandi greina, en 1. desember sl. voru fyrstu niðurstöður þeirrar viðamiklu kortlagningar kynntar. Hún varpar ljósi á umfang skapandi greina í atvinnulífi landsmanna og efnahagslega þýðingu þeirra. Ráðgert er að vinnu við kortlagninguna ljúki í mars 2011. Ljóst er að mikið stefnumótunarstarf hefur verið unnið innan menningargeirans á árinu þó ekki sé því lokið. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til í menningarstefnu er ýmislegt er lýtur að listkennslu á öllum skólastigum, ekki síst á háskólastigi. Gefa þarf gaum að rannsóknum í listum og skapandi greinum. Skoða þarf hlutverk og starfsskilyrði helstu menningarstofnana. Greina með hvaða hætti stoðkerfi atvinnulífsins nýtist skapandi greinum. Kanna grundvöll og hlutverk kynningarmiðstöðva listgreinanna og kynningu á íslenskri list og menningu erlendis. Auk þess sem mikilvægt er að huga að varðveislu og miðlun menningararfsins. Umræða af þessum toga er liður í mótun menningarstefnu, sem setja mun mark sitt á breytt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar litið er yfir árið 2010 sjást víða merki um afleiðingar efnahagshrunsins sem reið yfir þjóðina á haustdögum 2008. Ástandinu má líkja við ummerki eftir aurskriðu í fjallshlíð, þau verða sýnileg um langa framtíð þó smám saman grói yfir sárið. Ferli heilunar og bata er augljóslega hafið í íslensku samfélagi, þó langt sé í að ummerki hrunsins hverfi. Segja má að lykillinn að bata sé fólginn í endurskoðun þeirra gilda og kerfa sem ríkt hafa í samfélagi voru og í samskiptum manna í milli. Enda hefur víða verið staldrað við á árinu í þeim tilgangi að endurmeta „kúrsinn" og yfirfara stýribúnað. Þjóðfundurinn í Laugardalshöll 14. nóv. 2009 hlýtur að vera leiðarljós þeim sem nú líta yfir farinn veg, draga lærdóma og móta nýja stefnu. Niðurstaða hans var sú að grunngildi nýrra tíma væru heiðarleiki, jafnrétti, virðing og réttlæti. Á vettvangi lista og menningar hefur á árinu verið unnið að stefnumótun líkt og víða annars staðar. Menntamálaráðherra óskaði strax vorið 2009 liðsinnis BÍL við mótun lista- og menningarstefnu og hefur verið unnið að verkinu með margvíslegum hætti þó endanleg afurð liggi ekki enn fyrir. Mögulega verður slík stefna aldrei fullmótuð, heldur stöðugt í vinnslu. Í öllu falli er ljóst að það er eitt að móta menningarstefnu og annað að koma henni í framkvæmd. Til marks um það má benda á menningarstefnu í mannvirkjagerð, sem enn er unnið við að útfæra þó hún hafi að formi til verið samþykkt í ríkisstjórn í apríl 2007. Í tengslum við aðalfund BÍL 22. janúar nk. er ráðgert að halda málþing um menningarstefnu, þar sem framvinda stefnumótunar í listum verður skoðuð, en hér fylgir stutt yfirlit yfir það sem þegar hefur unnist: Á vordögum 2009 settust listamenn á rökstóla, ræddu aðferðafræði og innihald stefnumótunar í listum og skipuðu nokkra starfshópa. Þeir skiluðu af sér tillögum í lok september 2009, sem gerð er grein fyrir í áfangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst frá í maí 2010. 24. apríl 2010 gekkst BÍL fyrir hugarflugsfundi, þar sem rúmlega 100 listamenn ræddu daglangt um stefnu í listum og skapandi greinum. Afurðir þess fundar hafa verið settar saman í aðgengilegt plagg og hafa, ásamt niðurstöðum stefnumótunarþings menntamálaráðuneytisins Menningarlandið 2010, verið grundvöllur áframhaldandi vinnu. Á árinu birti menntamálaráðuneytið greiningu á menningarstefnu íslenska ríkisins „Er til menningarstefna á Íslandi?" sem unnin var af Hauki F Hannessyni. Einnig gekkst ráðuneytið fyrir könnun á menningarneyslu Íslendinga í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tvær skýrslur um kvikmyndagerð komu út, önnur í mars „Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?", sem greinir frá könnun á fjármögnun íslenskra kvikmynda. Hin kom út fyrr í þessum mánuði og fjallar um starfsskilyrði kvikmyndagerðar á Íslandi. Þá er athyglisvert frumkvæði Félags íslenskra listdansara, sem nýverið birti vandaða stefnu danslistarinnar til næstu 10 ára. Það sama má segja um ÚTÓN sem mótaði stefnu um áframhaldandi útflutning íslenskrar tónlistar. Síðast en ekki síst ber að nefna kortlagningu skapandi greina, en 1. desember sl. voru fyrstu niðurstöður þeirrar viðamiklu kortlagningar kynntar. Hún varpar ljósi á umfang skapandi greina í atvinnulífi landsmanna og efnahagslega þýðingu þeirra. Ráðgert er að vinnu við kortlagninguna ljúki í mars 2011. Ljóst er að mikið stefnumótunarstarf hefur verið unnið innan menningargeirans á árinu þó ekki sé því lokið. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til í menningarstefnu er ýmislegt er lýtur að listkennslu á öllum skólastigum, ekki síst á háskólastigi. Gefa þarf gaum að rannsóknum í listum og skapandi greinum. Skoða þarf hlutverk og starfsskilyrði helstu menningarstofnana. Greina með hvaða hætti stoðkerfi atvinnulífsins nýtist skapandi greinum. Kanna grundvöll og hlutverk kynningarmiðstöðva listgreinanna og kynningu á íslenskri list og menningu erlendis. Auk þess sem mikilvægt er að huga að varðveislu og miðlun menningararfsins. Umræða af þessum toga er liður í mótun menningarstefnu, sem setja mun mark sitt á breytt og betra samfélag.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar