Ár endurskoðunar og stefnumótunar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. janúar 2011 05:30 Þegar litið er yfir árið 2010 sjást víða merki um afleiðingar efnahagshrunsins sem reið yfir þjóðina á haustdögum 2008. Ástandinu má líkja við ummerki eftir aurskriðu í fjallshlíð, þau verða sýnileg um langa framtíð þó smám saman grói yfir sárið. Ferli heilunar og bata er augljóslega hafið í íslensku samfélagi, þó langt sé í að ummerki hrunsins hverfi. Segja má að lykillinn að bata sé fólginn í endurskoðun þeirra gilda og kerfa sem ríkt hafa í samfélagi voru og í samskiptum manna í milli. Enda hefur víða verið staldrað við á árinu í þeim tilgangi að endurmeta „kúrsinn" og yfirfara stýribúnað. Þjóðfundurinn í Laugardalshöll 14. nóv. 2009 hlýtur að vera leiðarljós þeim sem nú líta yfir farinn veg, draga lærdóma og móta nýja stefnu. Niðurstaða hans var sú að grunngildi nýrra tíma væru heiðarleiki, jafnrétti, virðing og réttlæti. Á vettvangi lista og menningar hefur á árinu verið unnið að stefnumótun líkt og víða annars staðar. Menntamálaráðherra óskaði strax vorið 2009 liðsinnis BÍL við mótun lista- og menningarstefnu og hefur verið unnið að verkinu með margvíslegum hætti þó endanleg afurð liggi ekki enn fyrir. Mögulega verður slík stefna aldrei fullmótuð, heldur stöðugt í vinnslu. Í öllu falli er ljóst að það er eitt að móta menningarstefnu og annað að koma henni í framkvæmd. Til marks um það má benda á menningarstefnu í mannvirkjagerð, sem enn er unnið við að útfæra þó hún hafi að formi til verið samþykkt í ríkisstjórn í apríl 2007. Í tengslum við aðalfund BÍL 22. janúar nk. er ráðgert að halda málþing um menningarstefnu, þar sem framvinda stefnumótunar í listum verður skoðuð, en hér fylgir stutt yfirlit yfir það sem þegar hefur unnist: Á vordögum 2009 settust listamenn á rökstóla, ræddu aðferðafræði og innihald stefnumótunar í listum og skipuðu nokkra starfshópa. Þeir skiluðu af sér tillögum í lok september 2009, sem gerð er grein fyrir í áfangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst frá í maí 2010. 24. apríl 2010 gekkst BÍL fyrir hugarflugsfundi, þar sem rúmlega 100 listamenn ræddu daglangt um stefnu í listum og skapandi greinum. Afurðir þess fundar hafa verið settar saman í aðgengilegt plagg og hafa, ásamt niðurstöðum stefnumótunarþings menntamálaráðuneytisins Menningarlandið 2010, verið grundvöllur áframhaldandi vinnu. Á árinu birti menntamálaráðuneytið greiningu á menningarstefnu íslenska ríkisins „Er til menningarstefna á Íslandi?" sem unnin var af Hauki F Hannessyni. Einnig gekkst ráðuneytið fyrir könnun á menningarneyslu Íslendinga í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tvær skýrslur um kvikmyndagerð komu út, önnur í mars „Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?", sem greinir frá könnun á fjármögnun íslenskra kvikmynda. Hin kom út fyrr í þessum mánuði og fjallar um starfsskilyrði kvikmyndagerðar á Íslandi. Þá er athyglisvert frumkvæði Félags íslenskra listdansara, sem nýverið birti vandaða stefnu danslistarinnar til næstu 10 ára. Það sama má segja um ÚTÓN sem mótaði stefnu um áframhaldandi útflutning íslenskrar tónlistar. Síðast en ekki síst ber að nefna kortlagningu skapandi greina, en 1. desember sl. voru fyrstu niðurstöður þeirrar viðamiklu kortlagningar kynntar. Hún varpar ljósi á umfang skapandi greina í atvinnulífi landsmanna og efnahagslega þýðingu þeirra. Ráðgert er að vinnu við kortlagninguna ljúki í mars 2011. Ljóst er að mikið stefnumótunarstarf hefur verið unnið innan menningargeirans á árinu þó ekki sé því lokið. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til í menningarstefnu er ýmislegt er lýtur að listkennslu á öllum skólastigum, ekki síst á háskólastigi. Gefa þarf gaum að rannsóknum í listum og skapandi greinum. Skoða þarf hlutverk og starfsskilyrði helstu menningarstofnana. Greina með hvaða hætti stoðkerfi atvinnulífsins nýtist skapandi greinum. Kanna grundvöll og hlutverk kynningarmiðstöðva listgreinanna og kynningu á íslenskri list og menningu erlendis. Auk þess sem mikilvægt er að huga að varðveislu og miðlun menningararfsins. Umræða af þessum toga er liður í mótun menningarstefnu, sem setja mun mark sitt á breytt og betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar litið er yfir árið 2010 sjást víða merki um afleiðingar efnahagshrunsins sem reið yfir þjóðina á haustdögum 2008. Ástandinu má líkja við ummerki eftir aurskriðu í fjallshlíð, þau verða sýnileg um langa framtíð þó smám saman grói yfir sárið. Ferli heilunar og bata er augljóslega hafið í íslensku samfélagi, þó langt sé í að ummerki hrunsins hverfi. Segja má að lykillinn að bata sé fólginn í endurskoðun þeirra gilda og kerfa sem ríkt hafa í samfélagi voru og í samskiptum manna í milli. Enda hefur víða verið staldrað við á árinu í þeim tilgangi að endurmeta „kúrsinn" og yfirfara stýribúnað. Þjóðfundurinn í Laugardalshöll 14. nóv. 2009 hlýtur að vera leiðarljós þeim sem nú líta yfir farinn veg, draga lærdóma og móta nýja stefnu. Niðurstaða hans var sú að grunngildi nýrra tíma væru heiðarleiki, jafnrétti, virðing og réttlæti. Á vettvangi lista og menningar hefur á árinu verið unnið að stefnumótun líkt og víða annars staðar. Menntamálaráðherra óskaði strax vorið 2009 liðsinnis BÍL við mótun lista- og menningarstefnu og hefur verið unnið að verkinu með margvíslegum hætti þó endanleg afurð liggi ekki enn fyrir. Mögulega verður slík stefna aldrei fullmótuð, heldur stöðugt í vinnslu. Í öllu falli er ljóst að það er eitt að móta menningarstefnu og annað að koma henni í framkvæmd. Til marks um það má benda á menningarstefnu í mannvirkjagerð, sem enn er unnið við að útfæra þó hún hafi að formi til verið samþykkt í ríkisstjórn í apríl 2007. Í tengslum við aðalfund BÍL 22. janúar nk. er ráðgert að halda málþing um menningarstefnu, þar sem framvinda stefnumótunar í listum verður skoðuð, en hér fylgir stutt yfirlit yfir það sem þegar hefur unnist: Á vordögum 2009 settust listamenn á rökstóla, ræddu aðferðafræði og innihald stefnumótunar í listum og skipuðu nokkra starfshópa. Þeir skiluðu af sér tillögum í lok september 2009, sem gerð er grein fyrir í áfangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst frá í maí 2010. 24. apríl 2010 gekkst BÍL fyrir hugarflugsfundi, þar sem rúmlega 100 listamenn ræddu daglangt um stefnu í listum og skapandi greinum. Afurðir þess fundar hafa verið settar saman í aðgengilegt plagg og hafa, ásamt niðurstöðum stefnumótunarþings menntamálaráðuneytisins Menningarlandið 2010, verið grundvöllur áframhaldandi vinnu. Á árinu birti menntamálaráðuneytið greiningu á menningarstefnu íslenska ríkisins „Er til menningarstefna á Íslandi?" sem unnin var af Hauki F Hannessyni. Einnig gekkst ráðuneytið fyrir könnun á menningarneyslu Íslendinga í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Tvær skýrslur um kvikmyndagerð komu út, önnur í mars „Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?", sem greinir frá könnun á fjármögnun íslenskra kvikmynda. Hin kom út fyrr í þessum mánuði og fjallar um starfsskilyrði kvikmyndagerðar á Íslandi. Þá er athyglisvert frumkvæði Félags íslenskra listdansara, sem nýverið birti vandaða stefnu danslistarinnar til næstu 10 ára. Það sama má segja um ÚTÓN sem mótaði stefnu um áframhaldandi útflutning íslenskrar tónlistar. Síðast en ekki síst ber að nefna kortlagningu skapandi greina, en 1. desember sl. voru fyrstu niðurstöður þeirrar viðamiklu kortlagningar kynntar. Hún varpar ljósi á umfang skapandi greina í atvinnulífi landsmanna og efnahagslega þýðingu þeirra. Ráðgert er að vinnu við kortlagninguna ljúki í mars 2011. Ljóst er að mikið stefnumótunarstarf hefur verið unnið innan menningargeirans á árinu þó ekki sé því lokið. Meðal þess sem taka þarf afstöðu til í menningarstefnu er ýmislegt er lýtur að listkennslu á öllum skólastigum, ekki síst á háskólastigi. Gefa þarf gaum að rannsóknum í listum og skapandi greinum. Skoða þarf hlutverk og starfsskilyrði helstu menningarstofnana. Greina með hvaða hætti stoðkerfi atvinnulífsins nýtist skapandi greinum. Kanna grundvöll og hlutverk kynningarmiðstöðva listgreinanna og kynningu á íslenskri list og menningu erlendis. Auk þess sem mikilvægt er að huga að varðveislu og miðlun menningararfsins. Umræða af þessum toga er liður í mótun menningarstefnu, sem setja mun mark sitt á breytt og betra samfélag.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar