Orkunýting og hagsmunir almennings Gústaf Adolf Skúlason skrifar 31. maí 2011 09:00 Umhverfisráðherra gagnrýndi á dögunum skrif undirritaðs um ýmis lagafrumvörp, í grein hér í Fréttablaðinu. Ekki er ætlunin að fjalla frekar um umrædd frumvörp hér. Hins vegar talar ráðherrann í nafni hagsmuna almennings og nefnir m.a.s. til sögunnar hugtakið sérhagsmuni, að því er virðist yfir málflutning Samorku fyrir hönd orkufyrirtækjanna. Vandséð er hvernig hagsmunir orkufyrirtækja landsmanna geta talist til sérhagsmuna, en það hugtak er jú gjarnan notað í samhengi þröngra hagsmuna afmarkaðs hóps og þá jafnvel á kostnað fjöldans eða til skerðingar á réttindum hans. En hugum aðeins að orkunýtingu og hagsmunum almennings, fer þetta ekki saman? Leyfisveitingar stjórnvaldaÍ fyrsta lagi má nálgast spurninguna út frá leyfisveitingaferlinu. Orkufyrirtæki virkja engar auðlindir án ýmissa leyfisveitinga frá hvoru tveggja ráðherra og viðkomandi sveitarstjórnum. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar – fulltrúar almennings – veita þannig virkjunarleyfi, framkvæmdaleyfi, breyta skipulagi o.s.frv. Varla fara þeir gegn hagsmunum almennings. Fyrirtæki í almannaeiguÍ öðru lagi eru orkufyrirtækin flest í eigu ríkis eða sveitarfélaga og stjórnir þeirra því skipaðar af lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings, í ríkisstjórn eða viðkomandi sveitarstjórnum. Varla fara þessar stjórnir gegn hagsmunum almennings. Vilji heimamannaÍ þriðja lagi er iðulega mjög mikill stuðningur meðal almennings og sveitarstjórna á tilteknum svæðum við nýjar virkjanir, sem oft eru um leið forsenda mikillar atvinnuuppbyggingar á umræddum svæðum. Um þetta eru þekkt dæmi í dag á fleiri en einum stað á landinu. Andstaða við framkvæmdirnar á samt auðvitað fullan rétt á sér, en slík barátta verður ekki sjálfkrafa flokkuð sem hagsmunir almennings. EfnahagsáhrifinLoks eru það svo efnahagsáhrifin. Á dögunum talaði forsætisráðherra um sex til sjö þúsund ársverk á næstu árum við uppbyggingu virkjana og tengdra fjárfestinga í iðnaði. Landsvirkjun kynnti nýlega framtíðarsýn þar sem arð- og skattgreiðslur fyrirtækisins til ríkissjóðs munu innan fimmtán ára nema 4-8% af landsframleiðslu. Allar slíkar tölur eru auðvitað háðar tilteknum forsendum en engum dylst að frekari uppbygging virkjana og tengds iðnaðar getur skilað gríðarlegum efnahagsávinningi fyrir íslenskt samfélag. Einhverjir munu þó eflaust harma einhverjar umræddra framkvæmda út frá sjónarhorni náttúruverndar, þótt útfærsla virkjana taki ávalt mið af slíkum sjónarmiðum. En því verður varla haldið fram að slík uppbygging, að fengnum öllum nauðsynlegum leyfum frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings, gangi gegn hagsmunum almennings. Nýting orkuauðlindanna og hagsmunir almennings fara þannig afar vel saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra gagnrýndi á dögunum skrif undirritaðs um ýmis lagafrumvörp, í grein hér í Fréttablaðinu. Ekki er ætlunin að fjalla frekar um umrædd frumvörp hér. Hins vegar talar ráðherrann í nafni hagsmuna almennings og nefnir m.a.s. til sögunnar hugtakið sérhagsmuni, að því er virðist yfir málflutning Samorku fyrir hönd orkufyrirtækjanna. Vandséð er hvernig hagsmunir orkufyrirtækja landsmanna geta talist til sérhagsmuna, en það hugtak er jú gjarnan notað í samhengi þröngra hagsmuna afmarkaðs hóps og þá jafnvel á kostnað fjöldans eða til skerðingar á réttindum hans. En hugum aðeins að orkunýtingu og hagsmunum almennings, fer þetta ekki saman? Leyfisveitingar stjórnvaldaÍ fyrsta lagi má nálgast spurninguna út frá leyfisveitingaferlinu. Orkufyrirtæki virkja engar auðlindir án ýmissa leyfisveitinga frá hvoru tveggja ráðherra og viðkomandi sveitarstjórnum. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar – fulltrúar almennings – veita þannig virkjunarleyfi, framkvæmdaleyfi, breyta skipulagi o.s.frv. Varla fara þeir gegn hagsmunum almennings. Fyrirtæki í almannaeiguÍ öðru lagi eru orkufyrirtækin flest í eigu ríkis eða sveitarfélaga og stjórnir þeirra því skipaðar af lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings, í ríkisstjórn eða viðkomandi sveitarstjórnum. Varla fara þessar stjórnir gegn hagsmunum almennings. Vilji heimamannaÍ þriðja lagi er iðulega mjög mikill stuðningur meðal almennings og sveitarstjórna á tilteknum svæðum við nýjar virkjanir, sem oft eru um leið forsenda mikillar atvinnuuppbyggingar á umræddum svæðum. Um þetta eru þekkt dæmi í dag á fleiri en einum stað á landinu. Andstaða við framkvæmdirnar á samt auðvitað fullan rétt á sér, en slík barátta verður ekki sjálfkrafa flokkuð sem hagsmunir almennings. EfnahagsáhrifinLoks eru það svo efnahagsáhrifin. Á dögunum talaði forsætisráðherra um sex til sjö þúsund ársverk á næstu árum við uppbyggingu virkjana og tengdra fjárfestinga í iðnaði. Landsvirkjun kynnti nýlega framtíðarsýn þar sem arð- og skattgreiðslur fyrirtækisins til ríkissjóðs munu innan fimmtán ára nema 4-8% af landsframleiðslu. Allar slíkar tölur eru auðvitað háðar tilteknum forsendum en engum dylst að frekari uppbygging virkjana og tengds iðnaðar getur skilað gríðarlegum efnahagsávinningi fyrir íslenskt samfélag. Einhverjir munu þó eflaust harma einhverjar umræddra framkvæmda út frá sjónarhorni náttúruverndar, þótt útfærsla virkjana taki ávalt mið af slíkum sjónarmiðum. En því verður varla haldið fram að slík uppbygging, að fengnum öllum nauðsynlegum leyfum frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings, gangi gegn hagsmunum almennings. Nýting orkuauðlindanna og hagsmunir almennings fara þannig afar vel saman.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar