Innlent

„Það lekur olía stanslaust frá skipinu“

Goðafoss
Goðafoss Mynd/NRK.NO
„Það lekur olía stanslaust frá skipinu, það er erfitt að segja hversu mikið er að leka, það eykst jafnt og þétt," segir Pål Bustgaard skipstjóri hjá björgunsveit sem annast björgunaraðgerða á vettvangi í Fredrikstad.

Eins kom fram á Vísi.is í kvöld strandaði íslenska flutningaskipið Goðafoss í kvöld.

Pål staðfestir við NRK að skipið hafi strandað um klukkan átta á norskum tíma. Verið er að vinna að því að setja flotgirðingar í kringum skipið svo að olían dreifi sér ekki en um 500 til 800 tonn af olíu eru í skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×