Mansell hrifinn af frammistöðu Vettel og lét ekki beinbrot stöðva sig 5. júlí 2011 15:10 Nigel Mansell á kynningu hjá Williams sem hann varð meistari með árið 1992. Mynd: Andrew Ferraro/LAT Photographic Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Mansell ræddi málin þegar Williams kynnti samstarf við Renault í næstu árum, en Manseel Varð meistari með Williams liðinu. Mansell segir velgengni Vettel magnaða. „Ferrari lagði línurnar þegar liðið keppti í þrjú ár án þess að bílarnir biluðu. Michael Schumacher vann á þeim tíma þrjá meistaratitla og fólk hefur sagt að það hafi verið vegna áreiðanleika bílsins. Þannig að Red Bull er að leggja nýja línu og sýnir hvað hægt er að gera ef allt er rétt undirbúið", sagði Mansell í frétt á autosport.com. Mansell telur að Vettel hafi náð betri tökum á dekkjunum frá Pirelli en aðrir ökumenn. Hann segir þó Vettel ekki hafa efni á því að slaka á. Þrátt fyrir 77 stiga forskot. Mansell vann eina meistaratitilinn í Formúlu 1 fyrir 19 árum. „Ég varð í öðru sæti í þrígang og ég tapaði eitt sinn titli með eins stigs mun í síðasta mótinu. Þegar maður hefur upplifað slíkt, þá slakar maður aldrei á. Ég vissi þetta veturinn 1991, því það átti að laga vinstri fótinn sem var brotinn. Með aðgerð. Ég hafði ekki efni á þriggja mánaða hléi. Þess í stað þess fékk ég sérstaka skó fyrir fótinn og beið til loka 1992. Það skipti ekki máli að vera með brotin bein. Það má ekki láta slíkt trufla", sagði Mansell. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Mansell ræddi málin þegar Williams kynnti samstarf við Renault í næstu árum, en Manseel Varð meistari með Williams liðinu. Mansell segir velgengni Vettel magnaða. „Ferrari lagði línurnar þegar liðið keppti í þrjú ár án þess að bílarnir biluðu. Michael Schumacher vann á þeim tíma þrjá meistaratitla og fólk hefur sagt að það hafi verið vegna áreiðanleika bílsins. Þannig að Red Bull er að leggja nýja línu og sýnir hvað hægt er að gera ef allt er rétt undirbúið", sagði Mansell í frétt á autosport.com. Mansell telur að Vettel hafi náð betri tökum á dekkjunum frá Pirelli en aðrir ökumenn. Hann segir þó Vettel ekki hafa efni á því að slaka á. Þrátt fyrir 77 stiga forskot. Mansell vann eina meistaratitilinn í Formúlu 1 fyrir 19 árum. „Ég varð í öðru sæti í þrígang og ég tapaði eitt sinn titli með eins stigs mun í síðasta mótinu. Þegar maður hefur upplifað slíkt, þá slakar maður aldrei á. Ég vissi þetta veturinn 1991, því það átti að laga vinstri fótinn sem var brotinn. Með aðgerð. Ég hafði ekki efni á þriggja mánaða hléi. Þess í stað þess fékk ég sérstaka skó fyrir fótinn og beið til loka 1992. Það skipti ekki máli að vera með brotin bein. Það má ekki láta slíkt trufla", sagði Mansell.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira