Tíu íslenskar bækur gefnar út hjá Amazon vestanhafs 11. mars 2011 21:00 Halldór Guðmundsson. Fréttablaðið/Anton „Við erum býsna montin af þessu," segir Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Bandaríski netrisinn Amazon hefur stofnað útgáfufyrirtækið Amazon Crossing sem ætlar að gefa út tíu bækur eftir tíu íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári. Bækurnar verða bæði prentaðar og gefnar út í Kindle-rafbókarformi. Í tilefni af bókasýningunni í Frankfurt hefur Amazon Crossing einnig ákveðið að gerast samstarfs- og styrktaraðili Sögueyjunnar á sýningunni. Þar verður útgáfuáætlun þeirra kynnt með myndarbrag. „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að vera með okkur í þessu. Þeir telja að það sé alltof lítið gefið út af þýddum bókum í Bandaríkjunum," segir Halldór. „Miðað við hvað þeir selja í öðrum löndum af þýðingum eru þeir sannfærðir um að markaðurinn sé mikið stærri fyrir þýðingar í Bandaríkjunum. Forlagið þeirra byrjaði í nóvember og þeir hafa ákveðið að gera verulega bragarbót hvað varðar íslenskar bókmenntir." Amazon Crossing, sem einbeitir sér að þýddum bókum, mun sjálft sjá um að velja íslensku bækurnar og mun það gerast á næstu mánuðum. „Þetta er að þeirra frumkvæði og í því felst heilmikið traust við okkar starf," segir Halldór og telur þetta afar gott tækifæri fyrir íslenska höfunda, enda er Amazon í raun stærsta bóksölufyrirtæki heims. Bækur höfunda á borð við Halldór Laxness, Ólaf Jóhann Ólafsson, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur hafa verið gefnar út í Bandaríkjunum. En miðað við stærð Amazon-fyrirtækisins er ljóst að tækifæri íslenskra höfunda til að ná aukinni athygli vestanhafs er stærra en nokkru sinni fyrr. „Mér finnast þetta mjög góðar fréttir því bandaríski markaðurinn er yfirleitt mjög torsóttur," segir Halldór. „Með örfáum undantekningum hefur bandaríski markaðurinn að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum og hér með opnast því frábært tækifæri. Það að eitt forlag taki sig til og gefi út tíu bækur í einu eftir tíu mismunandi höfunda hefur aldrei gerst áður." freyr@frettabladid.is Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Hugvit og tækni og Íslandsstofa Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira
„Við erum býsna montin af þessu," segir Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem er annað heiti á heiðursaðild Íslands að bókasýningunni í Frankfurt í haust. Bandaríski netrisinn Amazon hefur stofnað útgáfufyrirtækið Amazon Crossing sem ætlar að gefa út tíu bækur eftir tíu íslenska höfunda í Bandaríkjunum á næsta ári. Bækurnar verða bæði prentaðar og gefnar út í Kindle-rafbókarformi. Í tilefni af bókasýningunni í Frankfurt hefur Amazon Crossing einnig ákveðið að gerast samstarfs- og styrktaraðili Sögueyjunnar á sýningunni. Þar verður útgáfuáætlun þeirra kynnt með myndarbrag. „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að vera með okkur í þessu. Þeir telja að það sé alltof lítið gefið út af þýddum bókum í Bandaríkjunum," segir Halldór. „Miðað við hvað þeir selja í öðrum löndum af þýðingum eru þeir sannfærðir um að markaðurinn sé mikið stærri fyrir þýðingar í Bandaríkjunum. Forlagið þeirra byrjaði í nóvember og þeir hafa ákveðið að gera verulega bragarbót hvað varðar íslenskar bókmenntir." Amazon Crossing, sem einbeitir sér að þýddum bókum, mun sjálft sjá um að velja íslensku bækurnar og mun það gerast á næstu mánuðum. „Þetta er að þeirra frumkvæði og í því felst heilmikið traust við okkar starf," segir Halldór og telur þetta afar gott tækifæri fyrir íslenska höfunda, enda er Amazon í raun stærsta bóksölufyrirtæki heims. Bækur höfunda á borð við Halldór Laxness, Ólaf Jóhann Ólafsson, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur hafa verið gefnar út í Bandaríkjunum. En miðað við stærð Amazon-fyrirtækisins er ljóst að tækifæri íslenskra höfunda til að ná aukinni athygli vestanhafs er stærra en nokkru sinni fyrr. „Mér finnast þetta mjög góðar fréttir því bandaríski markaðurinn er yfirleitt mjög torsóttur," segir Halldór. „Með örfáum undantekningum hefur bandaríski markaðurinn að mestu verið lokaður íslenskum bókmenntum og hér með opnast því frábært tækifæri. Það að eitt forlag taki sig til og gefi út tíu bækur í einu eftir tíu mismunandi höfunda hefur aldrei gerst áður." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Hugvit og tækni og Íslandsstofa Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira