Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog 21. febrúar 2011 14:00 Inga Ósk Guðmundsdóttir "Ég er í eðli mínu bjartsýn,“ segir hún. "En vissulega varpar það skugga á lífið að vera snögglega kippt út úr samfélaginu til frambúðar.“ MYND/GVA „Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." Þetta segir Inga Ósk Guðmundsdóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistakanna". Inga Ósk var á biðlista eftir svokallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árangurs," rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveimur dögum síðar kom hún á bráðamóttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamargar aðgerðir og skiptingar á kviðarholsskurði," eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýkingar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunarvél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand hennar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæfingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endanum fór Inga Ósk í enn eina aðgerðina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæfingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti," segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigtar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratryggingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á rafmagnshjólastól og fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt," segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns.jss@frettabladid.is Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." Þetta segir Inga Ósk Guðmundsdóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistakanna". Inga Ósk var á biðlista eftir svokallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árangurs," rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveimur dögum síðar kom hún á bráðamóttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamargar aðgerðir og skiptingar á kviðarholsskurði," eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýkingar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunarvél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand hennar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæfingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endanum fór Inga Ósk í enn eina aðgerðina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæfingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti," segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigtar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratryggingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á rafmagnshjólastól og fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt," segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns.jss@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira