Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog 21. febrúar 2011 14:00 Inga Ósk Guðmundsdóttir "Ég er í eðli mínu bjartsýn,“ segir hún. "En vissulega varpar það skugga á lífið að vera snögglega kippt út úr samfélaginu til frambúðar.“ MYND/GVA „Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." Þetta segir Inga Ósk Guðmundsdóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistakanna". Inga Ósk var á biðlista eftir svokallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árangurs," rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveimur dögum síðar kom hún á bráðamóttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamargar aðgerðir og skiptingar á kviðarholsskurði," eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýkingar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunarvél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand hennar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæfingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endanum fór Inga Ósk í enn eina aðgerðina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæfingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti," segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigtar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratryggingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á rafmagnshjólastól og fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt," segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns.jss@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
„Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." Þetta segir Inga Ósk Guðmundsdóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistakanna". Inga Ósk var á biðlista eftir svokallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árangurs," rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveimur dögum síðar kom hún á bráðamóttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamargar aðgerðir og skiptingar á kviðarholsskurði," eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýkingar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunarvél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand hennar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæfingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endanum fór Inga Ósk í enn eina aðgerðina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæfingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti," segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigtar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratryggingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á rafmagnshjólastól og fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt," segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns.jss@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira