Föst í hjólastól eftir mislukkað fitusog 21. febrúar 2011 14:00 Inga Ósk Guðmundsdóttir "Ég er í eðli mínu bjartsýn,“ segir hún. "En vissulega varpar það skugga á lífið að vera snögglega kippt út úr samfélaginu til frambúðar.“ MYND/GVA „Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." Þetta segir Inga Ósk Guðmundsdóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistakanna". Inga Ósk var á biðlista eftir svokallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árangurs," rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveimur dögum síðar kom hún á bráðamóttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamargar aðgerðir og skiptingar á kviðarholsskurði," eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýkingar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunarvél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand hennar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæfingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endanum fór Inga Ósk í enn eina aðgerðina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæfingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti," segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigtar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratryggingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á rafmagnshjólastól og fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt," segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns.jss@frettabladid.is Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
„Ég gekk inn á Borgarspítalann, alveg grandalaus, og útskrifaðist þaðan tæpu ári síðar í hjólastól." Þetta segir Inga Ósk Guðmundsdóttir, rúmlega sextug kona sem kveðst vera „fangi læknamistakanna". Inga Ósk var á biðlista eftir svokallaðri svuntuaðgerð og var kölluð inn á Landspítala 8. október 2008. Aðgerðin átti að minnka umfang kviðar og tog hans á bakið. „Mér var sagt að til væri önnur tegund aðgerðar, svokallað fitusog, sem væri minna inngrip, með öllu hættulaus og miklu betri til árangurs," rifjar Inga Ósk upp. Hún fór því í fitusogsaðgerð og var send heim daginn eftir. Tveimur dögum síðar kom hún á bráðamóttöku vegna kviðverkja, þá komin með háan hita. Við rannsókn sást gat á görn, sem rakið var til fitusogsins, og var hún skorin upp til að sauma fyrir það. Þrem dögum síðar þurfi að skera hana aftur og í kjölfarið þurfti að gera á henni „fjöldamargar aðgerðir og skiptingar á kviðarholsskurði," eins og því er lýst í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands. Hægðir láku stöðugt í umbúðir á kvið. Inga Ósk var fárveik á þessum tíma, lá á gjörgæslu með sýkingar, fór í öndunarbilun, gerður var barkaskurður, hún var í öndunarvél vikum saman og fékk blóðtappa í fótinn. Um tíma var ástand hennar tvísýnt og bað spítalinn um fund með fjölskyldu hennar. Smátt og smátt fór hún þó að ná sér og var þá flutt á endurhæfingardeild Landspítalans. Þjálfun þar reyndist erfið, meðal annars vegna þess að enn tæmdust hægðir í umbúðirnar á maganum. Á endanum fór Inga Ósk í enn eina aðgerðina, þar sem hluti af görnunum var numinn brott. Hún var einnig mikið veik eftir þessa aðgerð og þurfti meðal annars að fara í ástungu vegna vökvamyndunar í brjóstholi. það var ekki fyrr en 17. júlí 2009 sem hún útskrifaðist frá endurhæfingardeildinni á Grensási. „Afleiðingar af þessu urðu meðal annars þær að ég missti minnið að mestu leyti," segir hún. Inga Ósk var 75 prósent öryrki vegna gigtar áður en hún fór í fitusogið. Á spítalann ók hún á eigin bíl en er nú bundin hjólastól. Sjúkratryggingar töldu hæfilegar bætur henni til handa 1,3 milljónir króna með vöxtum. Þær fóru til kaupa á rafmagnshjólastól og fleiri nauðsynlegum hjálpartækjum. „Þetta er smánarlegt," segir Inga Ósk um bæturnar og hyggst leita réttar síns.jss@frettabladid.is
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira