Mæður sem gefa brjóstamjólkina sína Erla Hlynsdóttir skrifar 21. febrúar 2011 11:00 Mynd úr safni Alþjóðlegu mjólkurskiptasamtökin svokölluðu Eats On Feets hafa nú náð til Íslands og hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir íslenskar mæður sem vantar brjóstamjólk fyrir barnið sitt og langar að finna mjólkandi konur sem vilja gefa af mjólkinni sinni. Á síðunni segir að mæður geti til dæmis nýtt sér síðuna þegar mjólkurmyndun er ekki komin nógu vel af stað, svo sem eftir fyrirburafæðingu, ef móðurin þarf að leggjasti inn á spítala eða fara í aðgerð, og ef móðirin verður nauðsynlega að fara frá brjóstabarna í nokkra daga. Aðeins eru örfáir dagar síðan síðan fór í loftið en þegar hafa á áttunda tug skráð sig þar. Í samskiptareglum á síðunni segir: „Ef þú ert móðir, sem ætlar að gefa mjólk, eða foreldri, sem sárvantar brjóstamjólk fyrir ungann sinn, vinsamlegast sendu inn skilaboð um framboð eða „óska eftir" ásamt póstnúmeri, þar sem þú býrð, á viðeigandi stöðum í umræðum. Sendið hvort annarri svo einkaskilaboð til að koma ykkur saman um smáatriðin sem varða samstarfið. Þetta er gert til að vernda einkalíf hverrar fjölskyldu."Mjólkurskiptin á eigin ábyrgð Þá er lögð mikil áhersla á að fólk ber sjálft ábyrgð á mjólkurskiptum sem fara fram í gegn um síðuna. „Mjólkurskipti á þessari síðu eiga sér stað í anda upplýsts vals, og allir, sem pósta hér, eru að taka fulla ábyrgð á mjólkurskiptunum," segir þar. Vakin er athygli á því að veik kona getur smitað barn í gegn um móðurmjólk og bent á að hægt er að fara í blóðrannsókn á næstu heilsugæslustöð. Þá eru þær sem huga að mjólkurskiptum hvattar til að ræða heilsufars- og áhættutengdar spurningar við heilbrigðisstarfsfólk. Löglegt að gefa brjóstamjólk Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er löglegt að gefa mjólk. Eats On Feets eru velgjörðarsamtök og er ekki leyfilegt að selja mjólk í gegn um síðuna. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem ekki er með mjólkurbanka þar sem hægt er að sækja brjóstamjólk í neyðartilfellum, eins og handa fyrirburum. Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstagjafaráðgjafi, sagði að úr þessu þyrfti að bæta.Tenglar:Facebook-síða Eats On Feets fyrir íslenskar mæðurAlþjóðleg upplýsingasíða um Eats On Feets Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Alþjóðlegu mjólkurskiptasamtökin svokölluðu Eats On Feets hafa nú náð til Íslands og hefur verið stofnuð síða á Facebook fyrir íslenskar mæður sem vantar brjóstamjólk fyrir barnið sitt og langar að finna mjólkandi konur sem vilja gefa af mjólkinni sinni. Á síðunni segir að mæður geti til dæmis nýtt sér síðuna þegar mjólkurmyndun er ekki komin nógu vel af stað, svo sem eftir fyrirburafæðingu, ef móðurin þarf að leggjasti inn á spítala eða fara í aðgerð, og ef móðirin verður nauðsynlega að fara frá brjóstabarna í nokkra daga. Aðeins eru örfáir dagar síðan síðan fór í loftið en þegar hafa á áttunda tug skráð sig þar. Í samskiptareglum á síðunni segir: „Ef þú ert móðir, sem ætlar að gefa mjólk, eða foreldri, sem sárvantar brjóstamjólk fyrir ungann sinn, vinsamlegast sendu inn skilaboð um framboð eða „óska eftir" ásamt póstnúmeri, þar sem þú býrð, á viðeigandi stöðum í umræðum. Sendið hvort annarri svo einkaskilaboð til að koma ykkur saman um smáatriðin sem varða samstarfið. Þetta er gert til að vernda einkalíf hverrar fjölskyldu."Mjólkurskiptin á eigin ábyrgð Þá er lögð mikil áhersla á að fólk ber sjálft ábyrgð á mjólkurskiptum sem fara fram í gegn um síðuna. „Mjólkurskipti á þessari síðu eiga sér stað í anda upplýsts vals, og allir, sem pósta hér, eru að taka fulla ábyrgð á mjólkurskiptunum," segir þar. Vakin er athygli á því að veik kona getur smitað barn í gegn um móðurmjólk og bent á að hægt er að fara í blóðrannsókn á næstu heilsugæslustöð. Þá eru þær sem huga að mjólkurskiptum hvattar til að ræða heilsufars- og áhættutengdar spurningar við heilbrigðisstarfsfólk. Löglegt að gefa brjóstamjólk Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu er löglegt að gefa mjólk. Eats On Feets eru velgjörðarsamtök og er ekki leyfilegt að selja mjólk í gegn um síðuna. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem ekki er með mjólkurbanka þar sem hægt er að sækja brjóstamjólk í neyðartilfellum, eins og handa fyrirburum. Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstagjafaráðgjafi, sagði að úr þessu þyrfti að bæta.Tenglar:Facebook-síða Eats On Feets fyrir íslenskar mæðurAlþjóðleg upplýsingasíða um Eats On Feets
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent