Saka Halldór um árásir og andúð í garð kennara 21. febrúar 2011 15:28 Grunnskólakennarar segja óþolandi og óviðeigandi að formaður Sambands sveitarfélaga blandi sér í kjaraviðræður Mynd úr safni / Anton Brink „Ekki verður annað séð en að inngrip formanns Sambands sveitarfélaga sé eingöngu ætlað að skapa andúð almennings á störfum kennara. Með því er verið að reyna að réttlæta áframhaldandi niðurskurð sveitarfélaga í skólamálum," segir í yfirlýsingu sem Félag grunnskólakennara hefur sent frá sér. Tilefnið er að Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, hefur tjáð sig í fjölmiðlum efnislega um atriði er lúta að kjarasamningum Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór hefur talað fyrir því að kennsluhlutfall kennara verði aukið en það er nú 34,7 prósent, sem er langt undir meðaltali annarra OECD ríkja. „Það er með öllu óþolandi og óviðeigandi að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga skuli blanda sér inn í kjaraviðræðurnar á þennan hátt. Fyrir árið 2007 voru samskipti sveitarfélaga og grunnskólakennara með erfiðasta móti og ekki ríkti traust og trúnaður á milli aðila sem er ein af forsendum þess að hægt sé að ræða viðkvæm mál og leita leiða til lausna á deilumálum. Í síðustu kjaraviðræðum árið 2008 voru aðilar einhuga um að breyta aðferðafræði sinni í kjaraviðræðum og náðust samningar í kjölfarið í mikilli sátt," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar fram: „Félag grunnskólakennara óskar eftir því að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga láti samninganefnd sína eina annast viðræður við Félag grunnskólakennara og láti af árásum á kennara og störf þeirra. Ljóst er að kennarar hafa á undanförnum árum unnið þrekvirki við að halda skólastarfi í landinu gangandi þrátt fyrir mikið viðvarandi álag og verulegan niðurskurð í rekstri grunnskólanna." Samninganefnd FG mun ekki elta ólar við fullyrðingar formannsins á síðustu dögum „enda eru kjaraviðræður í gangi milli aðila. Á þeim vettvangi fer fram efnisleg umræða, en ekki á síðum blaða, í bloggskrifum eða í ljósvakamiðlum," segja grunnskólakennarar. Tengdar fréttir Nýta tæp 35% af tíma sínum í kennslu Kennarar á Íslandi nýta einungis um 34,7% af vinnutíma sínum í kennslu sem er langt undir meðaltali annarra OECD ríkja. Hægt væri að lækka rekstrarkostnað umtalsvert með því að hækka kennsluhlutfall kennara að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga. 19. febrúar 2011 18:52 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
„Ekki verður annað séð en að inngrip formanns Sambands sveitarfélaga sé eingöngu ætlað að skapa andúð almennings á störfum kennara. Með því er verið að reyna að réttlæta áframhaldandi niðurskurð sveitarfélaga í skólamálum," segir í yfirlýsingu sem Félag grunnskólakennara hefur sent frá sér. Tilefnið er að Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, hefur tjáð sig í fjölmiðlum efnislega um atriði er lúta að kjarasamningum Félags grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór hefur talað fyrir því að kennsluhlutfall kennara verði aukið en það er nú 34,7 prósent, sem er langt undir meðaltali annarra OECD ríkja. „Það er með öllu óþolandi og óviðeigandi að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga skuli blanda sér inn í kjaraviðræðurnar á þennan hátt. Fyrir árið 2007 voru samskipti sveitarfélaga og grunnskólakennara með erfiðasta móti og ekki ríkti traust og trúnaður á milli aðila sem er ein af forsendum þess að hægt sé að ræða viðkvæm mál og leita leiða til lausna á deilumálum. Í síðustu kjaraviðræðum árið 2008 voru aðilar einhuga um að breyta aðferðafræði sinni í kjaraviðræðum og náðust samningar í kjölfarið í mikilli sátt," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar fram: „Félag grunnskólakennara óskar eftir því að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga láti samninganefnd sína eina annast viðræður við Félag grunnskólakennara og láti af árásum á kennara og störf þeirra. Ljóst er að kennarar hafa á undanförnum árum unnið þrekvirki við að halda skólastarfi í landinu gangandi þrátt fyrir mikið viðvarandi álag og verulegan niðurskurð í rekstri grunnskólanna." Samninganefnd FG mun ekki elta ólar við fullyrðingar formannsins á síðustu dögum „enda eru kjaraviðræður í gangi milli aðila. Á þeim vettvangi fer fram efnisleg umræða, en ekki á síðum blaða, í bloggskrifum eða í ljósvakamiðlum," segja grunnskólakennarar.
Tengdar fréttir Nýta tæp 35% af tíma sínum í kennslu Kennarar á Íslandi nýta einungis um 34,7% af vinnutíma sínum í kennslu sem er langt undir meðaltali annarra OECD ríkja. Hægt væri að lækka rekstrarkostnað umtalsvert með því að hækka kennsluhlutfall kennara að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga. 19. febrúar 2011 18:52 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Nýta tæp 35% af tíma sínum í kennslu Kennarar á Íslandi nýta einungis um 34,7% af vinnutíma sínum í kennslu sem er langt undir meðaltali annarra OECD ríkja. Hægt væri að lækka rekstrarkostnað umtalsvert með því að hækka kennsluhlutfall kennara að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga. 19. febrúar 2011 18:52