Landgræðslan ræktar fóður fyrir sauðfé Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Landgræðslan hefur í áratugi ræktað fóður fyrir sauðfé bænda á okkar kostnað, með dreifingu á áburði og grasfræi, jafnvel með flugvélum, á þeim forsendum að reyna að minnka beit á mjög skemmdum svæðum. Í byrjun síðustu aldar var sandgræðslan, sem hún hét þá, stofnuð til að reyna að hamla gegn gríðarlegu sandfoki á landinu sem var að kæfa gróður á stórum svæðum svo jafnvel heilu jarðirnar fóru þá undir sand á nokkrum dögum. Skógareyðing og rányrkja voru búin að eyða meira en helmingi af gróðurhulu landsins og flestir héldu að þetta væri náttúrulögmál sem ekkert væri hægt að gera við. Fljótlega fór þó að sjást smá árangur af baráttu við sandinn og seinna var nafni Sandgræðslunnar breytt í Landgræðslan. Átti þá að snúa sér meira að uppgræðslu á hverfandi gróðri landsins. Beitilönd voru þá orðin svo þrautpínd af ofbeit að fé kom á mörgum stöðum horað af fjalli. Það sanna heimildir og gamlar myndir úr réttum. Fé er yfirleitt stærra og vöðvameira í dag, sem sýnir að það hefur aðgang að meira fóðri, oftar en ekki í boði Landgræðslunnar. Ógrynni af grasfræi og áburði hefur verið dreift á illa gróin heiðarlönd. Síðan er beit þar jafnóðum, vegna lausagöngu sauðfjár, því engin von er til þess að hægt sé að girða af heilu heiðarlöndin. Mörg örfoka svæði hefur þó tekist að girða, með óheyrilegum kostnaði, til að hægt sé að græða þau upp, og stundum afhent aftur til beitar þegar þau voru gróin. Ekki dugir það samt til að bjarga landskemmdum vegna beitarinnar, því heilu afréttirnir hafa sumstaðar verið ofnýttir þar til bókstaflega allur gróður var búinn og auðnin ein eftir. Búfjárbændur bera enga ábyrgð á landinu sem þeir beita. Oft er landið jafnvel í annarra eign eða þjóðlendur, sem eru okkar sameiginlega eign. Engin takmörk eru á því hve mikið fé má ganga á gróðri landsins. Þegar það var sem flest, um og upp úr miðju seinustu aldar, voru 2.000.000 á beit auk tugi þúsunda hrossa. Þá urðu miklar skemmdir á gróðri landsins á stuttum tíma, auk þess sem losna þurfti við mörg tonn af offramleiddu kjöti á hverju hausti. Það var svo ýmist urðað með miklum kostnaði eða niðurgreitt til útlanda, af ríkinu þ.e. okkur, fyrir milljarða á hverju ári. Samt vorum við búin að borga bændunum milljarða á ári fyrir að framleiða þessar óþarfa skepnur með beingreiðslum og ótal styrkjum. Ofan á það bætast landspjöllin af ofbeitinni og kostnaður við stöðugar viðgerðir Landgræðslunnar til að reyna að halda í við skemmdirnar. Svona hefur verið farið með skattpeningana okkar í áratugi, einungis til þess að bændur sem vilja hafa sauðfé geti framleitt eins margar skepnur og þá lystir, á okkar kostnað og landsins en landskemmdir verða seint metnar til fjár. 4 milljarðar fara í beingreiðslur til sauðfjárbænda á ári. Ekki er þörf fyrir nema helminginn af kjötframleiðslunni og þá gætu 2 milljarðar farið í t.d. skóla eða sjúkrahús eða þar sem ríkir neyðarástand, sem er víða. Hvers vegna reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í þessu fáránlega máli. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor styður með rökum í nýlegri blaðagrein að sauðfjárbúskapurinn eins og hann er rekinn í dag kosti ríkisjóð 7 milljarða tap á ári. Og það þó ekki séu taldar með landskemmdirnar og girðingafárið sem er orðið eins og net yfir landið, bara til að girða okkur frá sauðkindinni. Af hverju er þetta aldrei rætt á þingi? Það er eins og það sé feimnismál, að ekki megi minnast á þetta ástand. Áfram er bara ausið úr ríkissjóði af gömlum vana, í sauðfjárræktina, ekkert eftirlit er með því í hvað allir þessir peningar okkar fara. Þeir ráðstafa þeim eftir sínum hentugleik og öll skilyrði um sjálfbæra nýtingu virt að vettugi. Það vantar lög til að geta brugðist við, segir landgræðslustjóri. Gæti verið að landsfeðurnir sem sitja á þingi og eiga að gæta hagsmuna lands og þjóðar séu svo hræddir við að missa dýr atkvæði bændanna ef stuggað væri við þessum ótrúlegu forréttindum þeirra, að það sé þögult samkomulag innan flokkanna að þegja málið í hel á meðan við sofum á verðinum. Gæti ekki verið að við séum að vakna, búin að fá nóg og segjum hingað og ekki lengra, förum að skoða og ræða um hvernig við getum búið vistvænt og sjálfbært í landinu án þess að valda því óbætanlegum skaða. Það er ekkert sjálfgefið að það henti best til hömlulausrar sauðfjárræktar. Vöknum af aldardoðanum! Við eigum ótal önnur tækifæri. Vekjum þann kraft og hugmyndaauðgi sem býr í þjóðinni til að velja það sem best hentar þessu landi og þjóð. Breytum og bætum, framtíðinni til góðs. Til þess er okkur gefið þetta líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Landgræðslan hefur í áratugi ræktað fóður fyrir sauðfé bænda á okkar kostnað, með dreifingu á áburði og grasfræi, jafnvel með flugvélum, á þeim forsendum að reyna að minnka beit á mjög skemmdum svæðum. Í byrjun síðustu aldar var sandgræðslan, sem hún hét þá, stofnuð til að reyna að hamla gegn gríðarlegu sandfoki á landinu sem var að kæfa gróður á stórum svæðum svo jafnvel heilu jarðirnar fóru þá undir sand á nokkrum dögum. Skógareyðing og rányrkja voru búin að eyða meira en helmingi af gróðurhulu landsins og flestir héldu að þetta væri náttúrulögmál sem ekkert væri hægt að gera við. Fljótlega fór þó að sjást smá árangur af baráttu við sandinn og seinna var nafni Sandgræðslunnar breytt í Landgræðslan. Átti þá að snúa sér meira að uppgræðslu á hverfandi gróðri landsins. Beitilönd voru þá orðin svo þrautpínd af ofbeit að fé kom á mörgum stöðum horað af fjalli. Það sanna heimildir og gamlar myndir úr réttum. Fé er yfirleitt stærra og vöðvameira í dag, sem sýnir að það hefur aðgang að meira fóðri, oftar en ekki í boði Landgræðslunnar. Ógrynni af grasfræi og áburði hefur verið dreift á illa gróin heiðarlönd. Síðan er beit þar jafnóðum, vegna lausagöngu sauðfjár, því engin von er til þess að hægt sé að girða af heilu heiðarlöndin. Mörg örfoka svæði hefur þó tekist að girða, með óheyrilegum kostnaði, til að hægt sé að græða þau upp, og stundum afhent aftur til beitar þegar þau voru gróin. Ekki dugir það samt til að bjarga landskemmdum vegna beitarinnar, því heilu afréttirnir hafa sumstaðar verið ofnýttir þar til bókstaflega allur gróður var búinn og auðnin ein eftir. Búfjárbændur bera enga ábyrgð á landinu sem þeir beita. Oft er landið jafnvel í annarra eign eða þjóðlendur, sem eru okkar sameiginlega eign. Engin takmörk eru á því hve mikið fé má ganga á gróðri landsins. Þegar það var sem flest, um og upp úr miðju seinustu aldar, voru 2.000.000 á beit auk tugi þúsunda hrossa. Þá urðu miklar skemmdir á gróðri landsins á stuttum tíma, auk þess sem losna þurfti við mörg tonn af offramleiddu kjöti á hverju hausti. Það var svo ýmist urðað með miklum kostnaði eða niðurgreitt til útlanda, af ríkinu þ.e. okkur, fyrir milljarða á hverju ári. Samt vorum við búin að borga bændunum milljarða á ári fyrir að framleiða þessar óþarfa skepnur með beingreiðslum og ótal styrkjum. Ofan á það bætast landspjöllin af ofbeitinni og kostnaður við stöðugar viðgerðir Landgræðslunnar til að reyna að halda í við skemmdirnar. Svona hefur verið farið með skattpeningana okkar í áratugi, einungis til þess að bændur sem vilja hafa sauðfé geti framleitt eins margar skepnur og þá lystir, á okkar kostnað og landsins en landskemmdir verða seint metnar til fjár. 4 milljarðar fara í beingreiðslur til sauðfjárbænda á ári. Ekki er þörf fyrir nema helminginn af kjötframleiðslunni og þá gætu 2 milljarðar farið í t.d. skóla eða sjúkrahús eða þar sem ríkir neyðarástand, sem er víða. Hvers vegna reyna stjórnvöld ekki að gera eitthvað í þessu fáránlega máli. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor styður með rökum í nýlegri blaðagrein að sauðfjárbúskapurinn eins og hann er rekinn í dag kosti ríkisjóð 7 milljarða tap á ári. Og það þó ekki séu taldar með landskemmdirnar og girðingafárið sem er orðið eins og net yfir landið, bara til að girða okkur frá sauðkindinni. Af hverju er þetta aldrei rætt á þingi? Það er eins og það sé feimnismál, að ekki megi minnast á þetta ástand. Áfram er bara ausið úr ríkissjóði af gömlum vana, í sauðfjárræktina, ekkert eftirlit er með því í hvað allir þessir peningar okkar fara. Þeir ráðstafa þeim eftir sínum hentugleik og öll skilyrði um sjálfbæra nýtingu virt að vettugi. Það vantar lög til að geta brugðist við, segir landgræðslustjóri. Gæti verið að landsfeðurnir sem sitja á þingi og eiga að gæta hagsmuna lands og þjóðar séu svo hræddir við að missa dýr atkvæði bændanna ef stuggað væri við þessum ótrúlegu forréttindum þeirra, að það sé þögult samkomulag innan flokkanna að þegja málið í hel á meðan við sofum á verðinum. Gæti ekki verið að við séum að vakna, búin að fá nóg og segjum hingað og ekki lengra, förum að skoða og ræða um hvernig við getum búið vistvænt og sjálfbært í landinu án þess að valda því óbætanlegum skaða. Það er ekkert sjálfgefið að það henti best til hömlulausrar sauðfjárræktar. Vöknum af aldardoðanum! Við eigum ótal önnur tækifæri. Vekjum þann kraft og hugmyndaauðgi sem býr í þjóðinni til að velja það sem best hentar þessu landi og þjóð. Breytum og bætum, framtíðinni til góðs. Til þess er okkur gefið þetta líf.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun