
Stefani hefur verið með línuna í bígerð í þrjú ár og er spennt fyrir að frumsýna afraksturinn en fatnaðurinn verður á góðu verði.
„Börnin mín hafa miklar skoðanir á þessu og mig langaði að kynna börnin fyrir tísku,“ segir Stefani en í línunni er meðal annars að finna leðurjakka, þröngar gallabuxur, bakpoka og strigaskó fyrir börn. „Ég er mjög stolt af þessu. Það er gaman að skapa, eins og það er gaman að baka kökur og leyfa öllum að borða þær. Frábær tilfinning.“
Fatalínan er sú fyrsta sem Stefani hannar fyrir börn en hún stofnaði tískumerkið L.A.M.B. árið 2003 og hefur það notið mikillar velgengni.