Ánægður hjá fremsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar 24. nóvember 2011 04:00 Grafíski hönnuðurinn Steinar Júlíusson segir starfsnám sitt hjá fremsta framleiðslufyrirtæki Svíþjóðar vera eins og langt atvinnuviðtal en hann vonast að sjálfsögðu eftir að fá vinnu þar að loknu lærlingstímabilinu um áramótin. Mynd/Henrikgånheim Steinar Júlíusson hönnuður hefur verið búsettur í Svíþjóð í eitt ár. Hann komast nýverið í eftirsótt starfsnám hjá framleiðslufyrirtækinu Acne. „Ég er virkilega ánægður hérna enda alltaf líf og fjör innan fyrirtækisins,“ segir Steinar Júlíusson, grafískur hönnuður, um starfsnám sitt hjá Acne Production í Stokkhólmi. Framleiðslufyrirtækið er það fremsta í sinni röð í Svíþjóð og hefur hlotið ýmis verðlaun en Acne Productions framleiðir meðal annars auglýsingar fyrir fyrirtæki á borð við Ikea, Hennes & Mauritz, Toyota, Nokia og SAS. Einnig hefur fyrirtækið nýlokið við að framleiða sína fyrstu bíómynd í fullri lengd en undir Acne-merkinu má einnig finna fatamerkið Acne Fashion and Denim, sem hefur aldeilis verið að sækja í sig veðrið undanfarið ár, sem og Acne Communications. „Við erum hér á besta stað í bænum allt fyrirtækið, í gömlu húsi í Gamla Stan í Stokkhólmi, og það er auðvitað samgangur milli deilda. Tískumerkið er mjög frægt og yfirleitt er mikið í gangi þegar verið er að undirbúa sýningar og þegar fatalínurnar koma út,“ segir Steinar en hann hóf störf hjá Acne fyrir mánuði en hann hefur búið í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Áður en Steinar flutti út lauk hann námi í grafískri hönnun við Listaháskólann og vann meðal annars á auglýsingastofum hér á landi. Steinar lauk diplómanámi í hreyfihönnun frá Hyper Island í vor og sótti í kjölfarið um starfsnám hjá Acne, sem er mjög eftirsóttur vinnustaður í þessum geira. Hann sér núna um að klippa og laga efni að internetinu og búa til hreyfigrafík á vefi. „Flest fyrirtæki vilja gera vefi aðgengilegri fyrir notendur sína núna. Efni sem er lifandi og gagnvirkt er vinsælt.“ Steinar fullyrðir að starfsnámið sé í raun eins og eitt langt atvinnuviðtal. „Þó að ég sé í lærlingsstöðu er ég fullgildur starfsmaður og auðvitað vonast ég eftir að fá vinnu hér að starfsnáminu loknu,“ segir Steinar, en því lýkur um áramótin. Steinar hlaut á dögunum styrk úr Hönnunarsjóði Auroru sem fleytir honum áfram á meðan á starfsnáminu stendur. „Þetta var frábært og algjör forsenda fyrir því að ég get verið í þessari stöðu. Styrkurinn jafngildir þriggja mánaða launum.“ Steinari og fjölskyldu líkar vel í Stokkhólmi og geta þau vel hugsað sér að vera þar í nokkur ár enn. „Hér er gott að búa og við búin að koma okkur mjög vel fyrir.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Steinar Júlíusson hönnuður hefur verið búsettur í Svíþjóð í eitt ár. Hann komast nýverið í eftirsótt starfsnám hjá framleiðslufyrirtækinu Acne. „Ég er virkilega ánægður hérna enda alltaf líf og fjör innan fyrirtækisins,“ segir Steinar Júlíusson, grafískur hönnuður, um starfsnám sitt hjá Acne Production í Stokkhólmi. Framleiðslufyrirtækið er það fremsta í sinni röð í Svíþjóð og hefur hlotið ýmis verðlaun en Acne Productions framleiðir meðal annars auglýsingar fyrir fyrirtæki á borð við Ikea, Hennes & Mauritz, Toyota, Nokia og SAS. Einnig hefur fyrirtækið nýlokið við að framleiða sína fyrstu bíómynd í fullri lengd en undir Acne-merkinu má einnig finna fatamerkið Acne Fashion and Denim, sem hefur aldeilis verið að sækja í sig veðrið undanfarið ár, sem og Acne Communications. „Við erum hér á besta stað í bænum allt fyrirtækið, í gömlu húsi í Gamla Stan í Stokkhólmi, og það er auðvitað samgangur milli deilda. Tískumerkið er mjög frægt og yfirleitt er mikið í gangi þegar verið er að undirbúa sýningar og þegar fatalínurnar koma út,“ segir Steinar en hann hóf störf hjá Acne fyrir mánuði en hann hefur búið í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Áður en Steinar flutti út lauk hann námi í grafískri hönnun við Listaháskólann og vann meðal annars á auglýsingastofum hér á landi. Steinar lauk diplómanámi í hreyfihönnun frá Hyper Island í vor og sótti í kjölfarið um starfsnám hjá Acne, sem er mjög eftirsóttur vinnustaður í þessum geira. Hann sér núna um að klippa og laga efni að internetinu og búa til hreyfigrafík á vefi. „Flest fyrirtæki vilja gera vefi aðgengilegri fyrir notendur sína núna. Efni sem er lifandi og gagnvirkt er vinsælt.“ Steinar fullyrðir að starfsnámið sé í raun eins og eitt langt atvinnuviðtal. „Þó að ég sé í lærlingsstöðu er ég fullgildur starfsmaður og auðvitað vonast ég eftir að fá vinnu hér að starfsnáminu loknu,“ segir Steinar, en því lýkur um áramótin. Steinar hlaut á dögunum styrk úr Hönnunarsjóði Auroru sem fleytir honum áfram á meðan á starfsnáminu stendur. „Þetta var frábært og algjör forsenda fyrir því að ég get verið í þessari stöðu. Styrkurinn jafngildir þriggja mánaða launum.“ Steinari og fjölskyldu líkar vel í Stokkhólmi og geta þau vel hugsað sér að vera þar í nokkur ár enn. „Hér er gott að búa og við búin að koma okkur mjög vel fyrir.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira