Lífið

Hendrix þótti bestur

Jimi Hendrix hefur verið valinn besti gítarleikari sögunnar.
Jimi Hendrix hefur verið valinn besti gítarleikari sögunnar.
Jimi Hendrix hefur verið kjörinn besti gítarleikari sögunnar af tímaritinu Rolling Stone. Þessi niðurstaða kemur líklega fáum á óvart enda hefur Hendrix lengi verið talinn einn sá allra fremsti. Í öðru sæti lenti Eric Clapton og þar á eftir kom Jimmy Page úr Led Zeppelin.

Fjöldi sérfræðinga úr tónlistarheiminum, þar á meðal Tom Morello, gítarleikari Rage Against the Machine, tók þátt í valinu ásamt blaðamönnum Rolling Stone. „Jimi Hendrix víkkaði út hugarheim okkar um rokktónlist. Notkun hans á gítarnum var einstök, rétt eins og frammistaða hans í hljóðveri og uppi á sviði,“ sagði Morello. Aðrir sem komust á listann voru Keith Richards, Jeff Beck, B.B. King og Chuck Berry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.